Stórlaxar af Suðurnesjum ósáttir við Pedersen: „Léleg stjórnun af bekknum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2017 09:30 Craig Pedersen er ekki vinsælasti landsliðsþjálfarinn í dag. vísir/anton brink Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfubolta, er ekki vinsælasti maðurinn hjá körfuboltaáhugamönnum eftir 77-74 tapið gegn Búlgaríu í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni á mánudagskvöldið. Strákarnir fóru illa að ráði sínu á lokasprettinum og eiga nú undir högg að sækja í riðlinum en tapið á móti Búlgörum var ansi dýrt. Það er þó ekki bara tapið sem slíkt sem svíður stuðningsmenn Íslands heldur hvernig liðinu var stýrt undir lokin og þá sérstaklega fjarvera miðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar í fjórða leikhluta.Sjá einnig:Þú Trygg(v)ir ekki eftir á Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gekk ekkert í kringum hlutina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær aðspurður um ákvörðunina að geyma Risann úr Bárðardalnum á bekknum þegar að mest á reyndi. „Ég er á því að þjálfarinn, eða þjálfarateymið, hafi gert stór mistök undir lokin á þessum leik, að spila Tryggva ekki meira [...] Ég skrifa þetta algjörlega á þjálfarann,“ sagði Fannar.Tímabært að breyta? Hann er langt frá því sá eini sem er óánægður með Pedersen sem sumir vilja hreinlega að verði leystur frá störfum. Umræða um leikinn skapaðist á Facebook-vegg Gunnars Örlygssonar, fyrrverandi leikmanns Íslandsmeistaraliðs Njarðvíkur sem hætti sem formaður í Ljónagryfjunni á síðasta ári. „Athyglisvert að Tryggvi hafi einungis fengið tvær mínútur í lokaleikhlutanum í gær. Hann var búinn að trufla „aðra hverja sókn Búlgarana með einum eða öðrum hætti“ þann tíma sem hann var inn á. Skil ekki þessa ákvörðun þjálfaranna sem hugsanlega kostaði okkur sigurinn í gær. Búlgarar gengu á lagið um leið og stóri maðurinn var settur á bekkinn,“ segir Gunnar.Gunnar Örlygsson, fyrrverandi leikmaður og formaður Njarðvíkur.vísir/stefánHann furðar sig líka á því að Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, hafi ekki fengið stærra tækifæri en hann er með „yfirburðargetu líkamlega sem án efa gæti nýst báðum megin á vellinum“ að sögn Gunnars. Haukur Helgi Pálsson, einn besti körfuboltamaður þjóðarinnar, sem Gunnar fékk til Njarðvíkur fyrir tveimur árum, var orðinn mjög þreyttur og haltur á velli en spilaði á meðan Ólafur sat á bekknum. „Heilt yfir frábær leikur hjá okkar mönnum en léleg stjórnun af bekknum og vakna nú spurningar hvort tímabært sé að skoða breytingar á þjálfarateyminu,“ segir Gunnar.Margrét Sturlaugsdóttir er ósátt við Pedersen.vísir/stefánTryggvi átti að spila meira Þó svo að lítil ást ríki almennt á milli Suðurnesjamanna þegar kemur að körfubolta sameinast risarnir þrír; Njarðvík, Keflavík og Grindavík, á veggnum hans Gunnars. Þar skilur enginn hvað Craig Pedersen gekk til. Keflavíkurinn Margrét Sturlaugsdóttir, sem er fyrrverandi Íslandsmeistari og síðar þjálfari Keflavíkur og aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, tekur undir með Gunnari. Hún hafði heldur engan húmor fyrir sérfræðiáliti Pavels Ermolinskijs, landsliðsmanns sem var í settinu hjá RÚV, en hann sagði að það skipti engu máli hver væri inn á vellinum þegar að landsliðið væri að spila. „Undarleg ákvörðun og pínlegt að hlusta á Pavel segja að það skipti engu máli hverjir séu inná. Síðan hvenær? Tryggvi átti að spila meira í 4. leikhluta og þjálfarateymið klikkaði. Takk Gunni fyrir að þora að benda á þetta,“ segir Margrét.Sá leikjahæsti vill ekki hafa halta menn inn á.vísir/eyþórMartin hefði misst af framlengingu Forkálfar af Vestfjörðum og suðurlandi blanda sér líka í umræðuna en Guðjón M. Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KFÍ, segir þetta „algjörlega óskiljanlegt“ og Gylfi Þorkelsson , formaður FSu, segir það reginskandal að vera með draghaltan leikmann inn á í landsleik. Vísar hann þar til Hauks Helga Pálssonar. Grindvíkingurinn Guðmundur Bragason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, tekur undir með hinum stórlöxunum af Suðurnesjunum þó hann vilji ekki dæma um hort tímabært sé að skipta um þjálfara. Hann segir þó margt skrítið við þennan leik. „[Það ] þarf að treysta fleirum svo við höfum ekki dauðþreytta menn í 4 leikhluta. Skil ekki skiptingarnar í 4. leikhluta, nota Tryggva meira, Haukur orðinn þreyttur og haltraði í restina. Martin hafður inná með fjórar villur þegar þurfti að brjóta, hann hefði misst af framlengingu ef henni hefði verið náð!“ segir Guðmundur Bragason. Körfubolti Tengdar fréttir Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni. 28. nóvember 2017 06:00 Martin: Þetta verður erfið nótt "Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig. 27. nóvember 2017 22:15 Fannar: Stór mistök að hafa Tryggva ekki inn á undir lokin Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji og sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, skilur ekki af hverju Tryggvi Snær Hlinason var ekki inn á hjá íslenska landsliðinu undir lok leiksins gegn Búlgaríu í gær. 28. nóvember 2017 19:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 74-77 | Strákarnir klaufar gegn Búlgörum Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Tékklandi en strákarnir ætla sér sigur í kvöld. 27. nóvember 2017 22:00 Trygg(v)ir ekki eftir á Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni HM illa en þrátt fyrir mikil forföll var liðið í frábærri stöðu á móti Búlgaríu. Hrun í lokin og tap í Höllinni þýðir að brekkan verður mun brattari á næsta ári. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfubolta, er ekki vinsælasti maðurinn hjá körfuboltaáhugamönnum eftir 77-74 tapið gegn Búlgaríu í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni á mánudagskvöldið. Strákarnir fóru illa að ráði sínu á lokasprettinum og eiga nú undir högg að sækja í riðlinum en tapið á móti Búlgörum var ansi dýrt. Það er þó ekki bara tapið sem slíkt sem svíður stuðningsmenn Íslands heldur hvernig liðinu var stýrt undir lokin og þá sérstaklega fjarvera miðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar í fjórða leikhluta.Sjá einnig:Þú Trygg(v)ir ekki eftir á Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gekk ekkert í kringum hlutina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær aðspurður um ákvörðunina að geyma Risann úr Bárðardalnum á bekknum þegar að mest á reyndi. „Ég er á því að þjálfarinn, eða þjálfarateymið, hafi gert stór mistök undir lokin á þessum leik, að spila Tryggva ekki meira [...] Ég skrifa þetta algjörlega á þjálfarann,“ sagði Fannar.Tímabært að breyta? Hann er langt frá því sá eini sem er óánægður með Pedersen sem sumir vilja hreinlega að verði leystur frá störfum. Umræða um leikinn skapaðist á Facebook-vegg Gunnars Örlygssonar, fyrrverandi leikmanns Íslandsmeistaraliðs Njarðvíkur sem hætti sem formaður í Ljónagryfjunni á síðasta ári. „Athyglisvert að Tryggvi hafi einungis fengið tvær mínútur í lokaleikhlutanum í gær. Hann var búinn að trufla „aðra hverja sókn Búlgarana með einum eða öðrum hætti“ þann tíma sem hann var inn á. Skil ekki þessa ákvörðun þjálfaranna sem hugsanlega kostaði okkur sigurinn í gær. Búlgarar gengu á lagið um leið og stóri maðurinn var settur á bekkinn,“ segir Gunnar.Gunnar Örlygsson, fyrrverandi leikmaður og formaður Njarðvíkur.vísir/stefánHann furðar sig líka á því að Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, hafi ekki fengið stærra tækifæri en hann er með „yfirburðargetu líkamlega sem án efa gæti nýst báðum megin á vellinum“ að sögn Gunnars. Haukur Helgi Pálsson, einn besti körfuboltamaður þjóðarinnar, sem Gunnar fékk til Njarðvíkur fyrir tveimur árum, var orðinn mjög þreyttur og haltur á velli en spilaði á meðan Ólafur sat á bekknum. „Heilt yfir frábær leikur hjá okkar mönnum en léleg stjórnun af bekknum og vakna nú spurningar hvort tímabært sé að skoða breytingar á þjálfarateyminu,“ segir Gunnar.Margrét Sturlaugsdóttir er ósátt við Pedersen.vísir/stefánTryggvi átti að spila meira Þó svo að lítil ást ríki almennt á milli Suðurnesjamanna þegar kemur að körfubolta sameinast risarnir þrír; Njarðvík, Keflavík og Grindavík, á veggnum hans Gunnars. Þar skilur enginn hvað Craig Pedersen gekk til. Keflavíkurinn Margrét Sturlaugsdóttir, sem er fyrrverandi Íslandsmeistari og síðar þjálfari Keflavíkur og aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, tekur undir með Gunnari. Hún hafði heldur engan húmor fyrir sérfræðiáliti Pavels Ermolinskijs, landsliðsmanns sem var í settinu hjá RÚV, en hann sagði að það skipti engu máli hver væri inn á vellinum þegar að landsliðið væri að spila. „Undarleg ákvörðun og pínlegt að hlusta á Pavel segja að það skipti engu máli hverjir séu inná. Síðan hvenær? Tryggvi átti að spila meira í 4. leikhluta og þjálfarateymið klikkaði. Takk Gunni fyrir að þora að benda á þetta,“ segir Margrét.Sá leikjahæsti vill ekki hafa halta menn inn á.vísir/eyþórMartin hefði misst af framlengingu Forkálfar af Vestfjörðum og suðurlandi blanda sér líka í umræðuna en Guðjón M. Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KFÍ, segir þetta „algjörlega óskiljanlegt“ og Gylfi Þorkelsson , formaður FSu, segir það reginskandal að vera með draghaltan leikmann inn á í landsleik. Vísar hann þar til Hauks Helga Pálssonar. Grindvíkingurinn Guðmundur Bragason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, tekur undir með hinum stórlöxunum af Suðurnesjunum þó hann vilji ekki dæma um hort tímabært sé að skipta um þjálfara. Hann segir þó margt skrítið við þennan leik. „[Það ] þarf að treysta fleirum svo við höfum ekki dauðþreytta menn í 4 leikhluta. Skil ekki skiptingarnar í 4. leikhluta, nota Tryggva meira, Haukur orðinn þreyttur og haltraði í restina. Martin hafður inná með fjórar villur þegar þurfti að brjóta, hann hefði misst af framlengingu ef henni hefði verið náð!“ segir Guðmundur Bragason.
Körfubolti Tengdar fréttir Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni. 28. nóvember 2017 06:00 Martin: Þetta verður erfið nótt "Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig. 27. nóvember 2017 22:15 Fannar: Stór mistök að hafa Tryggva ekki inn á undir lokin Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji og sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, skilur ekki af hverju Tryggvi Snær Hlinason var ekki inn á hjá íslenska landsliðinu undir lok leiksins gegn Búlgaríu í gær. 28. nóvember 2017 19:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 74-77 | Strákarnir klaufar gegn Búlgörum Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Tékklandi en strákarnir ætla sér sigur í kvöld. 27. nóvember 2017 22:00 Trygg(v)ir ekki eftir á Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni HM illa en þrátt fyrir mikil forföll var liðið í frábærri stöðu á móti Búlgaríu. Hrun í lokin og tap í Höllinni þýðir að brekkan verður mun brattari á næsta ári. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira
Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni. 28. nóvember 2017 06:00
Martin: Þetta verður erfið nótt "Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig. 27. nóvember 2017 22:15
Fannar: Stór mistök að hafa Tryggva ekki inn á undir lokin Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji og sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, skilur ekki af hverju Tryggvi Snær Hlinason var ekki inn á hjá íslenska landsliðinu undir lok leiksins gegn Búlgaríu í gær. 28. nóvember 2017 19:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 74-77 | Strákarnir klaufar gegn Búlgörum Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Tékklandi en strákarnir ætla sér sigur í kvöld. 27. nóvember 2017 22:00
Trygg(v)ir ekki eftir á Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni HM illa en þrátt fyrir mikil forföll var liðið í frábærri stöðu á móti Búlgaríu. Hrun í lokin og tap í Höllinni þýðir að brekkan verður mun brattari á næsta ári. 29. nóvember 2017 06:00