Gífurlegar framkvæmdir í höfuðstöðvum Microsoft Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 13:20 Hér má sjá mynd af því hvernig svæðið mun líta út. microsoft Tölvurisinn Microsoft hefur í hyggju að stækka svæði höfuðstöðva sinna í Redmond, Washington svo um munar. Ætlunin er að bæta við átján nýjum byggingum á næstu fimm til sjö árum en fyrir eru þær 80 talsins. Hugsunin er að skapa hálfgert stórborgarandrúmsloft án þess að rífa niður skóga í kringum svæðið. Microsoft bætist þar með í hóp stórfyrirtækja á borð við Apple, Google og Amazon sem öll hafa staðið fyrir glæsilegri uppbyggingu í kringum höfuðstöðvar sínar. Fyrirtækið mun koma til með að byggja á 2,5 milljóna fermetra plássi og endurskipuleggja og hanna núverandi svæði sem er um 6,7 milljónir fermetra. Með þessum breytingum skapast pláss fyrir 8 þúsund starfsmenn til viðbótar en á svæðinu starfa 47 þúsund fyrir. Kostnaður verkefnisins liggur ekki fyrir en ljóst er að þetta mun kosta nokkra milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin gerir ráð fyrir að byggingu verði lokið árið 2023 og segir Brad Smith, forseti Microsoft, að uppbyggingin snúist ekki einungis um stækkun. Hún myndi koma til með að færa fyrirtækið inn í framtíðina. Um er að ræða umfangsmestu endurbyggingu á svæði höfuðstöðva fyrirtækisins í Redmond frá upphafi. Bæjarstjóri Redmond, John Marchione, segist ánægður með framkvæmdir fyrirtækisins. „Microsoft hefur alla tíð verið frábær samstarfsfélagi og erum við ánægð með að Redmond verði áfram heimili þeirra,“ var haft eftir bæjarstjóranum. Apple greindi frá því á dögunum að stutt væri í að mannvirkið Apple Campus 2 yrði vígt en Steve Jobs kynnti byggingaráformin skömmu fyrir dauða sinn árið 2011.Hér má sjá myndband sem fer lauslega yfir framkvæmdirnar á höfuðstöðvunum. Microsoft Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tölvurisinn Microsoft hefur í hyggju að stækka svæði höfuðstöðva sinna í Redmond, Washington svo um munar. Ætlunin er að bæta við átján nýjum byggingum á næstu fimm til sjö árum en fyrir eru þær 80 talsins. Hugsunin er að skapa hálfgert stórborgarandrúmsloft án þess að rífa niður skóga í kringum svæðið. Microsoft bætist þar með í hóp stórfyrirtækja á borð við Apple, Google og Amazon sem öll hafa staðið fyrir glæsilegri uppbyggingu í kringum höfuðstöðvar sínar. Fyrirtækið mun koma til með að byggja á 2,5 milljóna fermetra plássi og endurskipuleggja og hanna núverandi svæði sem er um 6,7 milljónir fermetra. Með þessum breytingum skapast pláss fyrir 8 þúsund starfsmenn til viðbótar en á svæðinu starfa 47 þúsund fyrir. Kostnaður verkefnisins liggur ekki fyrir en ljóst er að þetta mun kosta nokkra milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin gerir ráð fyrir að byggingu verði lokið árið 2023 og segir Brad Smith, forseti Microsoft, að uppbyggingin snúist ekki einungis um stækkun. Hún myndi koma til með að færa fyrirtækið inn í framtíðina. Um er að ræða umfangsmestu endurbyggingu á svæði höfuðstöðva fyrirtækisins í Redmond frá upphafi. Bæjarstjóri Redmond, John Marchione, segist ánægður með framkvæmdir fyrirtækisins. „Microsoft hefur alla tíð verið frábær samstarfsfélagi og erum við ánægð með að Redmond verði áfram heimili þeirra,“ var haft eftir bæjarstjóranum. Apple greindi frá því á dögunum að stutt væri í að mannvirkið Apple Campus 2 yrði vígt en Steve Jobs kynnti byggingaráformin skömmu fyrir dauða sinn árið 2011.Hér má sjá myndband sem fer lauslega yfir framkvæmdirnar á höfuðstöðvunum.
Microsoft Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira