Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Hörður Ægisson skrifar 5. apríl 2017 07:30 Seðlabankinn var fyrir söluna fjórði stærsti hluthafi Kaupþings með sex prósenta hlut. Vísir/Anton Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. Seðlabankinn seldi hlut sinn í Kaupþingi fyrir samtals um 19 milljarða en rúmlega tveimur mánuðum síðar var tilkynnt að Deutsche Bank hefði samþykkt að ljúka ágreiningsmáli við Kaupþing með 50 milljarða eingreiðslu. Gengi bréfa Kaupþings rauk upp í kjölfarið um liðlega 30 prósent og sá hlutur sem Seðlabankinn hafði selt frá sér hækkaði því um leið í virði um fjóra til sex milljarða króna, eins og upplýst var í Markaðnum í síðustu viku. Fram kom í kynningu Franks Brosens, stofnanda og eiganda Taconic Capital, sem hann flutti á fjárfestingaráðstefnu í Chicago í lok október 2016, að vogunarsjóðurinn teldi hlut sinn í Kaupþingi talsvert meira virði en bréfin væru að ganga kaupum og sölum á eftirmarkaði. Brosens benti á að gengið miðað við höfuðstól breytanlegra skuldabréfa væri um 86, nánast sama verð og Seðlabankinn seldi Kaupþingsbréfin á, en sjóðurinn væri hins vegar þeirrar skoðunar að virði þeirra væri um hundrað – og að endurheimtur gætu líklega reynst eitthvað umfram það gangverð. Það mat vogunarsjóðsins, sem er jafnframt stærsti hluthafi Kaupþings, reyndist rétt – gengi bréfanna er núna í kringum 115 – og sjóðurinn hefur því hagnast verulega á skömmum tíma með kaupunum á bréfum Seðlabankans. Aðrir kaupendur að hlut Seðlabankans voru meðal annars vogunarsjóðurinn Attestor Capital en rétt eins og Taconic Capital gekk sjóðurinn nýlega frá kaupum á 9,99 prósenta hlut í Arion banka. Við ákvörðun um að selja öll bréf sín í Kaupþingi undir lok síðasta árs horfði Seðlabankinn meðal annars til þess, samkvæmt heimildum Markaðarins, að bankinn taldi óheppilegt að vera hluthafi í Kaupþingi samtímis því að verið væri að ganga frá sölu á stórum hlut félagsins í Arion banka. Með því að losa um allan hlut bankans væri því ekki hægt að halda því fram að íslensk stjórnvöld hefðu í reynd óbeina aðkomu að sölu bankans sem einn stærsti hluthafi Kaupþings.Meira en tvöfaldað hlut sinn Allt frá því um mitt síðasta ár hefur Taconic Capital styrkt stöðu sína sem áhrifamesti eigandi Kaupþings með uppkaupum á bréfum annarra hluthafa. Á aðeins nokkrum mánuðum bætti sjóðurinn við sig rúmlega 20 prósentum í Kaupþingi en í dag er Taconic Capital langsamlega stærsti einstaki hluthafi félagsins með nærri 40 prósenta hlut. Heildareignir Kaupþings námu ríflega 400 milljörðum í árslok 2016 en óvissa um endanlegar heimtur hluthafa hefur einkum verið í tengslum við tiltekið eignasafn félagsins – svonefndar vandræðaeignir – en á síðasta ársfjórðungi fjórfaldaðist bókfært virði þeirra og nam 80 milljörðum. Þar munaði mestu um fyrrnefnda eingreiðslu þýska bankans til að ljúka ágreiningsmáli um viðskipti með skuldatryggingar Kaupþings á árunum fyrir 2008 í stað þess að fá úr því skorið fyrir dómstólum.Frank Brosens er eigandi og stofnandi vogunarsjóðsins Taconic Capital sem á um 40 prósenta hlut í Kaupþingi.Hluthöfum Kaupþings var tilkynnt um niðurstöðuna við Deutsche Bank þann 25. janúar síðastliðinn en í fjárfestakynningu þýska bankans, sem birtist nokkrum dögum síðar, segir að samkomulagið við Kaupþing hafi verið gert í október 2016. Kaupþing hefur ekki viljað staðfesta þá tímasetningu vegna „ríkra trúnaðarákvæða í samningum við Deutsche Bank“. Samkvæmt heimildum Markaðarins lágu fyrir drög að samkomulagi við þýska bankann í október, með ýmsum fyrirvörum, um að hann myndi greiða Kaupþingi rúmlega 400 milljónir evra og forðast þannig málaferli fyrir dómstólum. Samkomulagið var síðan endanlega frágengið í lok janúar og í kjölfarið var greiðslan innt af hendi til Kaupþings. Seðlabankinn hefur svarað því til að hann hafi ekki haft neinar upplýsingar um viðskipti Kaupþings og Deutsche Bank fyrr en þau voru gerð opinber mörgum vikum eftir að bankinn seldi bréf sín í Kaupþingi. Í ársfjórðungslegum kynningum Kaupþings á seinni helmingi síðasta árs, meðal annars í kynningu stjórnenda í september sem Markaðurinn hefur undir höndum, kemur fram að félagið hafi verið í „virkum samskiptum“ við meirihluta mótaðila Kaupþings í stórum ágreiningsmálum í því skyni að kanna hvort hægt sé að ljúka þeim með samkomulagi í stað málaferla. Á þeim tíma nam bókfært virði vandræðaeigna Kaupþings aðeins 21 milljarði en nafnvirði krafnanna var hins vegar yfir 700 milljarðar. Það var því ljóst að hagfelld niðurstaða Kaupþings í stórum ágreiningsmálum gæti aukið umtalsvert endurheimtur hluthafa, eins og reyndin hefur orðið.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. Seðlabankinn seldi hlut sinn í Kaupþingi fyrir samtals um 19 milljarða en rúmlega tveimur mánuðum síðar var tilkynnt að Deutsche Bank hefði samþykkt að ljúka ágreiningsmáli við Kaupþing með 50 milljarða eingreiðslu. Gengi bréfa Kaupþings rauk upp í kjölfarið um liðlega 30 prósent og sá hlutur sem Seðlabankinn hafði selt frá sér hækkaði því um leið í virði um fjóra til sex milljarða króna, eins og upplýst var í Markaðnum í síðustu viku. Fram kom í kynningu Franks Brosens, stofnanda og eiganda Taconic Capital, sem hann flutti á fjárfestingaráðstefnu í Chicago í lok október 2016, að vogunarsjóðurinn teldi hlut sinn í Kaupþingi talsvert meira virði en bréfin væru að ganga kaupum og sölum á eftirmarkaði. Brosens benti á að gengið miðað við höfuðstól breytanlegra skuldabréfa væri um 86, nánast sama verð og Seðlabankinn seldi Kaupþingsbréfin á, en sjóðurinn væri hins vegar þeirrar skoðunar að virði þeirra væri um hundrað – og að endurheimtur gætu líklega reynst eitthvað umfram það gangverð. Það mat vogunarsjóðsins, sem er jafnframt stærsti hluthafi Kaupþings, reyndist rétt – gengi bréfanna er núna í kringum 115 – og sjóðurinn hefur því hagnast verulega á skömmum tíma með kaupunum á bréfum Seðlabankans. Aðrir kaupendur að hlut Seðlabankans voru meðal annars vogunarsjóðurinn Attestor Capital en rétt eins og Taconic Capital gekk sjóðurinn nýlega frá kaupum á 9,99 prósenta hlut í Arion banka. Við ákvörðun um að selja öll bréf sín í Kaupþingi undir lok síðasta árs horfði Seðlabankinn meðal annars til þess, samkvæmt heimildum Markaðarins, að bankinn taldi óheppilegt að vera hluthafi í Kaupþingi samtímis því að verið væri að ganga frá sölu á stórum hlut félagsins í Arion banka. Með því að losa um allan hlut bankans væri því ekki hægt að halda því fram að íslensk stjórnvöld hefðu í reynd óbeina aðkomu að sölu bankans sem einn stærsti hluthafi Kaupþings.Meira en tvöfaldað hlut sinn Allt frá því um mitt síðasta ár hefur Taconic Capital styrkt stöðu sína sem áhrifamesti eigandi Kaupþings með uppkaupum á bréfum annarra hluthafa. Á aðeins nokkrum mánuðum bætti sjóðurinn við sig rúmlega 20 prósentum í Kaupþingi en í dag er Taconic Capital langsamlega stærsti einstaki hluthafi félagsins með nærri 40 prósenta hlut. Heildareignir Kaupþings námu ríflega 400 milljörðum í árslok 2016 en óvissa um endanlegar heimtur hluthafa hefur einkum verið í tengslum við tiltekið eignasafn félagsins – svonefndar vandræðaeignir – en á síðasta ársfjórðungi fjórfaldaðist bókfært virði þeirra og nam 80 milljörðum. Þar munaði mestu um fyrrnefnda eingreiðslu þýska bankans til að ljúka ágreiningsmáli um viðskipti með skuldatryggingar Kaupþings á árunum fyrir 2008 í stað þess að fá úr því skorið fyrir dómstólum.Frank Brosens er eigandi og stofnandi vogunarsjóðsins Taconic Capital sem á um 40 prósenta hlut í Kaupþingi.Hluthöfum Kaupþings var tilkynnt um niðurstöðuna við Deutsche Bank þann 25. janúar síðastliðinn en í fjárfestakynningu þýska bankans, sem birtist nokkrum dögum síðar, segir að samkomulagið við Kaupþing hafi verið gert í október 2016. Kaupþing hefur ekki viljað staðfesta þá tímasetningu vegna „ríkra trúnaðarákvæða í samningum við Deutsche Bank“. Samkvæmt heimildum Markaðarins lágu fyrir drög að samkomulagi við þýska bankann í október, með ýmsum fyrirvörum, um að hann myndi greiða Kaupþingi rúmlega 400 milljónir evra og forðast þannig málaferli fyrir dómstólum. Samkomulagið var síðan endanlega frágengið í lok janúar og í kjölfarið var greiðslan innt af hendi til Kaupþings. Seðlabankinn hefur svarað því til að hann hafi ekki haft neinar upplýsingar um viðskipti Kaupþings og Deutsche Bank fyrr en þau voru gerð opinber mörgum vikum eftir að bankinn seldi bréf sín í Kaupþingi. Í ársfjórðungslegum kynningum Kaupþings á seinni helmingi síðasta árs, meðal annars í kynningu stjórnenda í september sem Markaðurinn hefur undir höndum, kemur fram að félagið hafi verið í „virkum samskiptum“ við meirihluta mótaðila Kaupþings í stórum ágreiningsmálum í því skyni að kanna hvort hægt sé að ljúka þeim með samkomulagi í stað málaferla. Á þeim tíma nam bókfært virði vandræðaeigna Kaupþings aðeins 21 milljarði en nafnvirði krafnanna var hins vegar yfir 700 milljarðar. Það var því ljóst að hagfelld niðurstaða Kaupþings í stórum ágreiningsmálum gæti aukið umtalsvert endurheimtur hluthafa, eins og reyndin hefur orðið.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira