Guðmundur: Stóð í mótvindi í Danmörku í þrjú ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. apríl 2017 19:00 Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur í handbolta, hélt afar áhugaverðan og skemmtilegan fyrirlestur um leið sína og danska landsliðsins að Ólympíugullinu í Ríó á súpufundi HSÍ í dag. Guðmundur hefur haft tíma til að ferðast með fyrirlesturinn þar sem hann lét af störfum hjá danska sambandinu fyrr á árinu. „Ég gerði þetta 2008 en nú er ég með alveg nýja sýn og er búinn að öðlast meiri reynslu. Svo hef ég í millitíðinni þjálfað á erlendum vettvangi. Þá hefur maður fengið enn meiri reynslu,“ segir Guðmundur.Sjá einnig:Guðmundur kominn með nýtt starf Guðmundur sagði í fyrirlestri sínum að Ólympíugullið í Ríó sé toppurinn á 27 ára þjálfaraferli sínum. Hann hefur verið lengi að og leggur mikið á sig en hvernig fer hann að því að brenna ekki út?„Ég hef sjálfsagt verið stundum nálægt því að brenna út. Stundum hef ég orðið mjög þreyttur. Ég held að það sé þessi ástríða. Ég hef haft svo gaman að þessu og haft ofboðslegan drifkraft og reynt að ná árangri. Ég hef sett mér mjög háleit markmið og hef elskað að fara á eftir þeim.“ Guðmundur hugsar glaðbeittur til baka á tíma sinn með danska liðinu en það var ekkert grín að þjálfa Danina sem stóðu sumir í baknagi á miðjum Ólympíuleikunum. „Þetta var ofboðslega erfitt tímabil. Ég get alveg sagt það að ég var í mótvindi í tæp þrjú ár. Það helgaðist af því að menn voru ekki á eitt sáttir við hvernig ég var að spila, hvernig varnarleikurinn var og hitt og þetta,“ segir hann. Þrátt fyrir allt sem var sagt og skrifað gengur Guðmundur sáttur frá borði. „Ég held nú að á endanum er danska þjóðin mjög þakklát og ég finn ekki fyrir öðru þegar ég er á ferðalagi í Danmörku að það er mjög mikill velvilji í minn garð,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur kominn með nýtt starf Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur skrifar undir hjá nýjum vinnuveitendum á mánudaginn. 5. apríl 2017 13:45 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur í handbolta, hélt afar áhugaverðan og skemmtilegan fyrirlestur um leið sína og danska landsliðsins að Ólympíugullinu í Ríó á súpufundi HSÍ í dag. Guðmundur hefur haft tíma til að ferðast með fyrirlesturinn þar sem hann lét af störfum hjá danska sambandinu fyrr á árinu. „Ég gerði þetta 2008 en nú er ég með alveg nýja sýn og er búinn að öðlast meiri reynslu. Svo hef ég í millitíðinni þjálfað á erlendum vettvangi. Þá hefur maður fengið enn meiri reynslu,“ segir Guðmundur.Sjá einnig:Guðmundur kominn með nýtt starf Guðmundur sagði í fyrirlestri sínum að Ólympíugullið í Ríó sé toppurinn á 27 ára þjálfaraferli sínum. Hann hefur verið lengi að og leggur mikið á sig en hvernig fer hann að því að brenna ekki út?„Ég hef sjálfsagt verið stundum nálægt því að brenna út. Stundum hef ég orðið mjög þreyttur. Ég held að það sé þessi ástríða. Ég hef haft svo gaman að þessu og haft ofboðslegan drifkraft og reynt að ná árangri. Ég hef sett mér mjög háleit markmið og hef elskað að fara á eftir þeim.“ Guðmundur hugsar glaðbeittur til baka á tíma sinn með danska liðinu en það var ekkert grín að þjálfa Danina sem stóðu sumir í baknagi á miðjum Ólympíuleikunum. „Þetta var ofboðslega erfitt tímabil. Ég get alveg sagt það að ég var í mótvindi í tæp þrjú ár. Það helgaðist af því að menn voru ekki á eitt sáttir við hvernig ég var að spila, hvernig varnarleikurinn var og hitt og þetta,“ segir hann. Þrátt fyrir allt sem var sagt og skrifað gengur Guðmundur sáttur frá borði. „Ég held nú að á endanum er danska þjóðin mjög þakklát og ég finn ekki fyrir öðru þegar ég er á ferðalagi í Danmörku að það er mjög mikill velvilji í minn garð,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur kominn með nýtt starf Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur skrifar undir hjá nýjum vinnuveitendum á mánudaginn. 5. apríl 2017 13:45 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira
Guðmundur kominn með nýtt starf Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur skrifar undir hjá nýjum vinnuveitendum á mánudaginn. 5. apríl 2017 13:45