Samfélagsmiðlar, bæði Facebook og Twitter, voru undirlagðir af myndum þar sem auglýsingaherferðin var skrumskæld. Töldu margir að einfölduð mynd væri dregin upp af erfiðri stöðu ungs fólks á fasteignamarkaði.
„Markmið okkar er að vekja von hjá ungu fólki í dag. Þetta er vissulega erfitt ástand núna en við vitum ekki hvernig þetta verður eftir 1-2 ár og þá skiptir máli að vera undirbúinn. Leiðirnar eru ólíkar fyrir fólk að komast inn á fasteignamarkaðinn en það hefur alltaf verið erfitt að komast inn á hann,“ segir Guðmundur.
Samkvæmt tölum bankans fá 70-80% hjálp frá fjölskyldu sinni við kaup á fyrstu eign.
„Umræðan er oft afar neikvæð í tengslum við þennan málaflokk. Þess vegna vildum við minna fólk á að það megi ekki gefast upp og gera það meðvitaðra um ólíkar leiðir sem það gæti nýtt sér til að komast inn á fasteignamarkaðinn.“
Að neðan má sjá dæmi um umræðuna á Twitter vegna auglýsinganna.