Gætu gert eigin samning um fríverslun við Bretland Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. desember 2017 13:39 Dóra Sif Tynes er fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA. Vísir/afp Íslendingar gætu gert sinn eigin samning um fríverslun við Bretland ef Bretar ganga að fullu úr innri markaði Evrópusambandsins. Þetta segir fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA. Hún segir þó líklegt að EFTA-ríkin gætu með einhverjum hætti fylgt með ef Bretar ná ásættanlegri lendingu við sambandið. Dóra Sif Tynes, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar ræddi hún framhald viðskiptasambands Íslendinga og Breta þegar Brexit gengur að fullu í gegn. Hún segir að ef Bretar ganga eftir allt saman alfarið úr sambandinu sé enginn formlegur samningur milli ríkjanna til staðar. „Við höfum ekki neina aðra samninga við Bretland heldur en EES-samninginn. Þannig að augljóslega þyrftum við að semja um fríverslun.“Getur ekki samið fyrir Íslands hönd Dóra Sif segir þó ekki útilokað að Bretar nái samkomulagi við ESB um viðskiptasamband við sambandið í einhverri mynd. Þetta þýðir þó ekki að Íslendingar verði hluti af slíku samkomulagi. „Nú erum við náttúrulega ekki í Evrópusambandinu þannig að þeir geta náttúrulega ekki samið fyrir Íslands hönd. En hins vegar hefur nú reyndin verið sú, til dæmis með stærri fríverslunarsamninga, að oftar en ekki hefur Evrópusambandið gert fríverslunarsamning við tiltekið ríki og síðan kemur EFTA í kjölfarið.“Lítið svigrúm Hún segir því að Íslendingum væri í raun frjálst að semja sjálfir við Breta upp á nýtt. Aftur á móti sé ekki víst að svigrúmið til þess væri ýkja mikið. „Í þessu tilviki finnst mér líklegast, komist Evrópusambandið og Bretland að einhverri heildarniðurstöðu um aðgang þeirra að innri markaðnum og svo framvegis, þá verði afskaplega lítið svigrúm fyrir EFTA-ríkin, sem eru þátttakendur á innri markaðnum, að semja einhvern veginn allt öðru vísi,“ sagði Dóra Sif Tynes á Sprengisandi í morgun.Hlusta má á viðtali við Dóru Sif í spilaranum að neðan. Brexit Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
Íslendingar gætu gert sinn eigin samning um fríverslun við Bretland ef Bretar ganga að fullu úr innri markaði Evrópusambandsins. Þetta segir fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA. Hún segir þó líklegt að EFTA-ríkin gætu með einhverjum hætti fylgt með ef Bretar ná ásættanlegri lendingu við sambandið. Dóra Sif Tynes, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar ræddi hún framhald viðskiptasambands Íslendinga og Breta þegar Brexit gengur að fullu í gegn. Hún segir að ef Bretar ganga eftir allt saman alfarið úr sambandinu sé enginn formlegur samningur milli ríkjanna til staðar. „Við höfum ekki neina aðra samninga við Bretland heldur en EES-samninginn. Þannig að augljóslega þyrftum við að semja um fríverslun.“Getur ekki samið fyrir Íslands hönd Dóra Sif segir þó ekki útilokað að Bretar nái samkomulagi við ESB um viðskiptasamband við sambandið í einhverri mynd. Þetta þýðir þó ekki að Íslendingar verði hluti af slíku samkomulagi. „Nú erum við náttúrulega ekki í Evrópusambandinu þannig að þeir geta náttúrulega ekki samið fyrir Íslands hönd. En hins vegar hefur nú reyndin verið sú, til dæmis með stærri fríverslunarsamninga, að oftar en ekki hefur Evrópusambandið gert fríverslunarsamning við tiltekið ríki og síðan kemur EFTA í kjölfarið.“Lítið svigrúm Hún segir því að Íslendingum væri í raun frjálst að semja sjálfir við Breta upp á nýtt. Aftur á móti sé ekki víst að svigrúmið til þess væri ýkja mikið. „Í þessu tilviki finnst mér líklegast, komist Evrópusambandið og Bretland að einhverri heildarniðurstöðu um aðgang þeirra að innri markaðnum og svo framvegis, þá verði afskaplega lítið svigrúm fyrir EFTA-ríkin, sem eru þátttakendur á innri markaðnum, að semja einhvern veginn allt öðru vísi,“ sagði Dóra Sif Tynes á Sprengisandi í morgun.Hlusta má á viðtali við Dóru Sif í spilaranum að neðan.
Brexit Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira