

Maður er nefndur, ráðherra
Þeir sem hér hafa verið nefndir til sögunnar, eru þekktir af öðru en að leggjast í veg fyrir erindismenn Sjálfstæðisflokksins, og hafa jafnvel tekið að sér slíkan erindisrekstur sjálfir af einhverskonar sjálfsprottinni skyldu, þó að það sé ekki til umræðu hér. Slíkt kann að viðgangast í stjórnmálaflokkum almennt. En hafa ber hugfast í þessu sambandi að æ sér gjöf til gjalda – og hvort kom á undan, hænan eða eggið.
Greinarhöfundur veltir fyrir sér í þessu samhengi hvort nýskipaður dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen, nú fremst meðal jafningja sem fánaberi fyrrgreindra erindisrekenda, hafi lagt sig fram um að kynna sér efni umræddra sjónvarpsþátta, og jafnvel ekki fundist neitt sérstaklega mikið til þeirra koma. Það skyldi þó ekki vera að ráðherra hafi ákveðna andúð á því þegar menn eru nefndir eða valdir af nefndum. En fleira kemur til. Dómnefnd um umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt hefur nýlokið störfum og lagt fram ítarlega skýrslu ásamt rökstuðningi til grundvallar ákvörðun sinni. Skýrslan er býsna góð. Greinarhöfundur leyfir sér að halda því fram að margir hæfir menn hafi verið nefndir, þegar fyrrgreind hæfisnefnd komst að niðurstöðu sinni. Það hvarflar ekki að greinarhöfundi að halda að lögmenn séu annarrar skoðunar en þeirrar, að ítarlegri og vel rökstuddri niðurstöðu hæfisnefndar verði ekki breytt eða hún felld úr gildi, nema með því að hrekja rökin sem lögð eru til grundvallar niðurstöðunni hverju sinni – eins og í tilfelli úrskurðar eða dóms hjá dómstóli.
Dómsmálaráðherra er lögmaður og starfaði sem slíkur um árabil ásamt kollegum sínum á lögmannsstofunni Lex, m.a. við málarekstur fyrir dómstólum. Ganga verður út frá því sem vísu að ráðherrann sé öllum hnútum kunnugur, hafandi starfað sem lögmaður um árabil og rekið mál fyrir dómstólum.
Hvað vakti fyrir þeim?
Það verður ekki hjá því komist að velta fyrir sér hvað ráðherrann og hans fólk voru að myndast við að gera með umdeildum ráðstöfunum sem nú hafa litið dagsins ljós og gengist hefur verið við. Hvað vakti eða vakir fyrir þeim? Við því hafa ekki fengist viðhlítandi skýringar og hefur háttsemin vakið spurningar fremur en að veita svör. Útskýringar sem hafa verið færðar fram verða að teljast afar óljósar eða jafnvel ófullnægjandi. Er um að ræða einhverskonar Alvísan félagsskap, líkt og forðum í sjónvarpsþáttaframleiðslunni, sem fer fram eins og hentar þó það kunni að líta undarlega út í ljósi þess að um er að ræða ráðherra í ríkisstjórn Íslands, ekki síst gagnvart þeim sem þurfa að gjalda fyrir gjörðirnar.
Hins vegar verður ekki fram hjá því litið þegar ákvörðun sérstakrar hæfisnefndar, sem ekki er haldin neinum formgöllum svo vitað sé, liggur skýr fyrir ásamt rökstuðningi þá er eðlilegt að færð séu fram viðhlítandi rök af hálfu ráðherra í ríkisstjórn Íslands sem vill breyta ákvörðun hæfisnefndar í veigamiklum atriðum. Er það eitthvert vafamál? Hvers vegna kýs ráðherrann að færa ekki fram viðhlítandi rök, eins og ráðherra hefur praktíserað undanfarin mörg ár sem starfandi lögmaður?
Umrætt starfstímabil sem lögmaður er ráðherra ofarlega í huga eftir því sem best verður séð þegar tekið er mið af breytingum sem ráðherra gerði á niðurstöðu hæfisnefndarinnar. Ekki er ástæða til að slá af kröfunum og gæðum vinnunnar þegar komið er í stól ráðherra, þvert á móti – bæta ætti í, og það myndi um leið slá á efasemdaraddir í garð ráðherra og ekki síður gagnvart nýjum dómstól. Það er ákaflega mikilvægt og eðlilegt að leitað sé skýringa á fyrrgreindri framvindu mála.
Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun.
Skoðun

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar