Matei á að fylla í skarð Hannesar Árdals, sem lét af störfum hjá Fossum í síðasta mánuði, í miðlun skuldabréfa. Áður en Matei fór til Íslandsbanka hafði hann verið hjá Landsbréfum sem sjóðstjóri.
Þá hefur Landsbankinn fengið til sín Hörð Steinar Sigurjónsson en hann starfaði áður í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Hörður Steinar mun taka til starfa í markaðsviðskiptum Landsbankans með áherslu á miðlun hlutabréfa.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.