Viðskipti innlent

Arnar Arnarsson hættur í Landsbankanum og farinn til Kviku

Hörður Ægisson skrifar
Með ráðningu Arnars er Kvika að bregðast við brotthvarfi tveggja starfsmanna í verðbréfamiðlun.
Með ráðningu Arnars er Kvika að bregðast við brotthvarfi tveggja starfsmanna í verðbréfamiðlun.
Arnar Arnarsson, sem hefur verið lykilstarfsmaður í markaðsviðskiptum Landsbankans um árabil, hefur sagt upp störfum í bankanum og ráðið sig til Kviku fjárfestingabanka, samkvæmt heimildum Vísis. 

Með ráðningu Arnars er Kvika að bregðast við brotthvarfi tveggja starfsmanna í verðbréfamiðlun en þeir Sigurður Hreiðar Jónsson og Jón Eggert Hallsson hættu störfum hjá bankanum með skömmu millibili annars vegar í árslok 2016 og hins vegar í síðasta mánuði.

Arnar hefur verið einn helsti verðbréfamiðlari Landsbankans um langt skeið og starfað í markaðsviðskiptum bankans allt frá árinu 2003. Þar áður var hann hjá Búnaðarbankanum á árunum 2000 til 2003. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×