FME skoðar bónusa sem Borgun greiddi út Haraldur Guðmundsson skrifar 10. maí 2017 08:00 Allir starfsmenn Borgunar fengu 900 þúsund króna launauppbót í september. Vísir/Ernir Fjármálaeftirlitið (FME) skoðar nú hvort Borgun hafi farið á svig við lög í september í fyrra þegar allir starfsmenn greiðslukortafyrirtækisins fengu 900 þúsund króna launauppbót hver. Forstjóri Borgunar segir að svo virðist sem FME telji greiðslurnar brjóta gegn reglum stofnunarinnar um kaupaukakerfi en óljóst sé gegn hvaða ákvæði þeirra fyrirtækið eigi að hafa brotið. „Þetta var eingreiðsla hjá okkur sem við borguðum í september og töldum okkur hafa rétt til þess. Enda væri þetta eins og aðrar eingreiðslur líkt og til dæmis jólabónusar. Þetta mál er í ferli hjá FME og við bíðum niðurstöðu þeirra,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar.Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar.Stjórn Borgunar samþykkti í september í fyrra að greiða öllum starfsmönnum fyrirtækisins launauppbótina. Þannig fengju þeir að njóta „þess vaxtar og viðgangs sem orðið hefur í rekstri fyrirtækisins síðustu misseri, sem er ekki síst mikilli og góðri vinnu starfsfólksins að þakka“. FME skoðar nú hvort lagaskilyrði til greiðslnanna teljist uppfyllt og hefur gefið Borgun tækifæri til að koma fram með frekari sjónarmið. Meint brot varðar viðurlögum í formi sektargreiðslna en ekkert liggur fyrir um möguleg fjárhagsleg áhrif á rekstur greiðslukortafyrirtækisins. Þar störfuðu 140 manns í árslok 2016 og nam heildargreiðslan í september því 126 milljónum króna. „Þetta verður túlkunaratriði og við vitum ekki hver niðurstaðan verður. En við skoðuðum lögin og reglurnar áður en þetta var greitt út og töldum eingreiðsluna ekki falla undir ákvæði þeirra,“ segir Haukur. Reglur FME um kaupaukakerfi byggja á lögum um fjármálafyrirtæki sem var breytt árið 2015. Með breytingunum var meðal annars kveðið á um að kaupaukar til starfsmanna megi ekki vera hærri á ársgrundvelli en sem nemur þrennum mánaðarlaunum. Einnig væri óheimilt að veita stjórnarmönnum og starfsmönnum sem starfa við áhættustýringu, innri endurskoðun eða regluvörslu kaupauka. Þá skuli fresta útgreiðslu að minnsta kosti 40 prósenta af ákvörðuðum kaupauka í að minnsta kosti þrjú ár. Íslandsbanki er stærsti eigandi Borgunar, með 63,5 prósenta hlut, en bankinn er alfarið í eigu íslenska ríkisins. Þau svör fengust frá FME að stofnunin tjái sig ekki um einstök mál. Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) skoðar nú hvort Borgun hafi farið á svig við lög í september í fyrra þegar allir starfsmenn greiðslukortafyrirtækisins fengu 900 þúsund króna launauppbót hver. Forstjóri Borgunar segir að svo virðist sem FME telji greiðslurnar brjóta gegn reglum stofnunarinnar um kaupaukakerfi en óljóst sé gegn hvaða ákvæði þeirra fyrirtækið eigi að hafa brotið. „Þetta var eingreiðsla hjá okkur sem við borguðum í september og töldum okkur hafa rétt til þess. Enda væri þetta eins og aðrar eingreiðslur líkt og til dæmis jólabónusar. Þetta mál er í ferli hjá FME og við bíðum niðurstöðu þeirra,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar.Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar.Stjórn Borgunar samþykkti í september í fyrra að greiða öllum starfsmönnum fyrirtækisins launauppbótina. Þannig fengju þeir að njóta „þess vaxtar og viðgangs sem orðið hefur í rekstri fyrirtækisins síðustu misseri, sem er ekki síst mikilli og góðri vinnu starfsfólksins að þakka“. FME skoðar nú hvort lagaskilyrði til greiðslnanna teljist uppfyllt og hefur gefið Borgun tækifæri til að koma fram með frekari sjónarmið. Meint brot varðar viðurlögum í formi sektargreiðslna en ekkert liggur fyrir um möguleg fjárhagsleg áhrif á rekstur greiðslukortafyrirtækisins. Þar störfuðu 140 manns í árslok 2016 og nam heildargreiðslan í september því 126 milljónum króna. „Þetta verður túlkunaratriði og við vitum ekki hver niðurstaðan verður. En við skoðuðum lögin og reglurnar áður en þetta var greitt út og töldum eingreiðsluna ekki falla undir ákvæði þeirra,“ segir Haukur. Reglur FME um kaupaukakerfi byggja á lögum um fjármálafyrirtæki sem var breytt árið 2015. Með breytingunum var meðal annars kveðið á um að kaupaukar til starfsmanna megi ekki vera hærri á ársgrundvelli en sem nemur þrennum mánaðarlaunum. Einnig væri óheimilt að veita stjórnarmönnum og starfsmönnum sem starfa við áhættustýringu, innri endurskoðun eða regluvörslu kaupauka. Þá skuli fresta útgreiðslu að minnsta kosti 40 prósenta af ákvörðuðum kaupauka í að minnsta kosti þrjú ár. Íslandsbanki er stærsti eigandi Borgunar, með 63,5 prósenta hlut, en bankinn er alfarið í eigu íslenska ríkisins. Þau svör fengust frá FME að stofnunin tjái sig ekki um einstök mál.
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent