400 milljónir til áhrifavaldaþjónustunnar Takumi Sæunn Gísladóttir skrifar 12. maí 2017 07:00 Úr höfuðstöðvum Takumi. Þær voru nýverið fluttar til London frá Íslandi. MYND/TAKUMI Breskir og bandarískir fjárfestar bættu fjórum milljónum dollara, andvirði rúmlega 400 milljóna króna, í íslensku áhrifavaldaþjónustuna Takumi á dögunum. Áður hafði fyrirtækið safnað saman rúmum þremur milljónum dollara á Bretlandi. „Þetta fór í gegn frekar hratt. Það gekk mjög vel að kynna fyrirtækið fyrir fjárfestum,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson, einn stofnenda Takumi. Fyrirtækið á rætur sínar að rekja til Íslands en það býður áhrifavöldum á samfélagsmiðlum að auglýsa þjónustu og vörur sem því líst vel á. „Áður en við fengum þessa innspýtingu vorum við með vöru fyrir áhrifavalda og auglýsendur sem var að virka. Með þessu mun þróun vörunnar halda áfram auk þess sem stefnan verður sett á fleiri markaði,“ segir Jökull. Nefnir hann Bandaríkin í því samhengi. Hingað til hefur fókusinn verið á Ísland, Bretland og Þýskaland. Yfir 50 aðilar víða hafa lagt fé í fyrirtækið en Jökull vill ekki upplýsa um hvernig eignarhaldi á því er skipt. Takumi var ýtt úr vör á síðasta ári en það er eitt þeirra sprotafyrirtækja sem skutu rótum þegar QuizUp lagði upp laupana. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja borga íslenskum Instagram-stjörnum Sprotafyrirtækið Takumi tengir saman fyrirtæki og íslenska áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Gengið hefur vel í Bretlandi og hefst íslensk herferð fyrir jólin. Hlutafé fyrirtækisins var aukið nýlega og stefnir það næst til Bandaríkjanna 25. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Breskir og bandarískir fjárfestar bættu fjórum milljónum dollara, andvirði rúmlega 400 milljóna króna, í íslensku áhrifavaldaþjónustuna Takumi á dögunum. Áður hafði fyrirtækið safnað saman rúmum þremur milljónum dollara á Bretlandi. „Þetta fór í gegn frekar hratt. Það gekk mjög vel að kynna fyrirtækið fyrir fjárfestum,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson, einn stofnenda Takumi. Fyrirtækið á rætur sínar að rekja til Íslands en það býður áhrifavöldum á samfélagsmiðlum að auglýsa þjónustu og vörur sem því líst vel á. „Áður en við fengum þessa innspýtingu vorum við með vöru fyrir áhrifavalda og auglýsendur sem var að virka. Með þessu mun þróun vörunnar halda áfram auk þess sem stefnan verður sett á fleiri markaði,“ segir Jökull. Nefnir hann Bandaríkin í því samhengi. Hingað til hefur fókusinn verið á Ísland, Bretland og Þýskaland. Yfir 50 aðilar víða hafa lagt fé í fyrirtækið en Jökull vill ekki upplýsa um hvernig eignarhaldi á því er skipt. Takumi var ýtt úr vör á síðasta ári en það er eitt þeirra sprotafyrirtækja sem skutu rótum þegar QuizUp lagði upp laupana.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja borga íslenskum Instagram-stjörnum Sprotafyrirtækið Takumi tengir saman fyrirtæki og íslenska áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Gengið hefur vel í Bretlandi og hefst íslensk herferð fyrir jólin. Hlutafé fyrirtækisins var aukið nýlega og stefnir það næst til Bandaríkjanna 25. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Vilja borga íslenskum Instagram-stjörnum Sprotafyrirtækið Takumi tengir saman fyrirtæki og íslenska áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Gengið hefur vel í Bretlandi og hefst íslensk herferð fyrir jólin. Hlutafé fyrirtækisins var aukið nýlega og stefnir það næst til Bandaríkjanna 25. nóvember 2016 07:00