Stjórn VÍS segir gagnrýni Herdísar byggða á ágiskunum Haraldur Guðmundsson skrifar 12. maí 2017 09:14 Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður VÍS, og Herdís Dröfn Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarformaður tryggingafélagsins. Stjórn VÍS telur gagnrýni Herdísar Drafnar Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarformanns tryggingafélagsins, um að stjórnarháttum félagsins sé ábótavant, byggða á ágiskunum. Ástæðan sé sú að Herdís hafi ekki setið stjórnarfund síðan ný stjórn tók við um miðjan mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og stjórnarformaður VÍS, var kjörin formaður í mars og skrifar undir tilkynninguna ásamt öðrum stjórnarmönnum. Þar segir að stjórnin hafi ekki gert það að venju sinni að svara fyrir orðróm sem hafi skapast um félagið en telji nauðsynlegt að tjá sig um ummæli Herdísar um stjórnarhætti félagsins og frétta af sölu stórra hluthafa á hlutum í félaginu. „Gagnrýni fyrrverandi stjórnarformanns VÍS hf., um að stjórnarháttum félagsins sé ábótavant, koma stjórninni á óvart. Stjórnin bendir á, að stjórnarformaðurinn fyrrverandi sat aldrei stjórnarfund í félaginu eftir að ný stjórn skipti með sér verkum í kjölfar aðalfundar í mars sl. Því verður ekki betur séð en að gagnrýnin byggi á ágiskunum,“ segir í tilkynningunni. Vísir greindi í lok mars frá bréfi sem Svanhildur sendi hluthöfum VÍS en í því kom fram að Herdís hefði viljað stjórnarformannssætið. Herdís, sem sat í stjórn tryggingafélagsins frá nóvember 2015 og þangað til Svanhildur var kjörin, sagði í viðtali við Viðskiptamoggann að hún hefði sagt sig úr stjórn VÍS vegna ólíkrar sýnar hennar og núverandi stjórnarformanns félagsins á stjórnarhætti skráðra og eftirlitsskyldra fyrirtækja. „Í ljósi nýlegra breytinga á yfirstjórn VÍS og kaupa á hlut í fjárfestingabankanum Kviku hf. fyrr á árinu vill stjórn VÍS hf. árétta, að fjárfesting félagsins í Kviku er skilgreind sem eign í fjárfestingarbók og svo verðu áform. Engin áform eru um breytingu á þeirri stöðu. Núverandi stjórn áformar heldur ekki að skipta sér af einstökum fjárfestingum í fjárfestingarbók félagsins. Slíkt hefur aldrei komið til tals.“ Í tilkynningunni hvetur stjórn VÍS hluthafa sem vilja koma á framfæri ábendingum um stjórnarhætti félagsins, starfsemi þess eða annað er varðar félagið, til að setja sig í samband við stjórnarformanninn, enda sé stjórnin ávallt reiðubúinn að hlýða á sjónarmið hluthafa. „Markmið stjónar VÍS hf. er að efla rekstur félagins svo félagið verði í fararbroddi, bæði í tryggingar- og fjárfestingarstarfsemi. Með því að hlúa að innviðum félagsins og einbeita okkur að kjarnastarfsemi þess munum við ná góðum árangri. Markmið okkar er að allir hluthafar geti sameinast um að gera betur í rekstri VÍS og verðu það verkefni stjórnar, forstjóra og starfsfólks VÍS á komandi misserum.“ Tengdar fréttir Átök í stjórn VÍS: Herdís Dröfn taldi sig hafa meirihlutastuðning Herdís Dröfn Fjeldsted, sem sagði sig úr stjórn VÍS á dögunum, segir að það hafi ávallt verið skýrt af hennar hálfu að hún sóttist eftir áframhaldandi formennsku í stjórn félagsins. 30. mars 2017 18:15 Átök í stjórn VÍS: Svanhildur segir Herdísi hafa viljað stjórnarformannssætið Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og nýkjörinn stjórnarformaður VÍS, segir það vonbrigði að Herdís Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hafi sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins á þriðjudag. 30. mars 2017 14:39 Herdís Fjeldsted segir sig úr stjórn VÍS Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hefur sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. 28. mars 2017 22:53 Einkafjárfestar ná undirtökunum í VÍS og hafa augastað á Kviku banka Með kjöri Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, fjárfestis og eins af stærstu hluthöfum VÍS, sem formanns stjórnar tryggingafélagsins í síðasta mánuði hefur einkafjárfestum í hluthafahópnum tekist að ná völdum í stjórn fyrirtækisins. 5. apríl 2017 07:00 Afsögn tengist ekki nýrri stjórn Jakob Sigurðsson, fráfarandi forstjóri VÍS, segir ákvörðun sína um að hætta störfum hjá VÍS ekki hafa neitt að gera með þau átök eða breytingar sem hafa orðið á stjórn félagsins 20. apríl 2017 07:00 Svanhildur segir engin átök í stjórn VÍS Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður VÍS, segir að engin átök séu í stjórn tryggingafélagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum nú fyrir stundu vegna umfjöllunar Morgunblaðsins í dag. Þar segir að óánægja sé meðal lífeyrissjóða í hluthafahópi VÍS um að áherslur félagsins færist frá vátryggingum til aukinnar fjárfestingarstarfsemi. 6. apríl 2017 14:10 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Stjórn VÍS telur gagnrýni Herdísar Drafnar Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarformanns tryggingafélagsins, um að stjórnarháttum félagsins sé ábótavant, byggða á ágiskunum. Ástæðan sé sú að Herdís hafi ekki setið stjórnarfund síðan ný stjórn tók við um miðjan mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og stjórnarformaður VÍS, var kjörin formaður í mars og skrifar undir tilkynninguna ásamt öðrum stjórnarmönnum. Þar segir að stjórnin hafi ekki gert það að venju sinni að svara fyrir orðróm sem hafi skapast um félagið en telji nauðsynlegt að tjá sig um ummæli Herdísar um stjórnarhætti félagsins og frétta af sölu stórra hluthafa á hlutum í félaginu. „Gagnrýni fyrrverandi stjórnarformanns VÍS hf., um að stjórnarháttum félagsins sé ábótavant, koma stjórninni á óvart. Stjórnin bendir á, að stjórnarformaðurinn fyrrverandi sat aldrei stjórnarfund í félaginu eftir að ný stjórn skipti með sér verkum í kjölfar aðalfundar í mars sl. Því verður ekki betur séð en að gagnrýnin byggi á ágiskunum,“ segir í tilkynningunni. Vísir greindi í lok mars frá bréfi sem Svanhildur sendi hluthöfum VÍS en í því kom fram að Herdís hefði viljað stjórnarformannssætið. Herdís, sem sat í stjórn tryggingafélagsins frá nóvember 2015 og þangað til Svanhildur var kjörin, sagði í viðtali við Viðskiptamoggann að hún hefði sagt sig úr stjórn VÍS vegna ólíkrar sýnar hennar og núverandi stjórnarformanns félagsins á stjórnarhætti skráðra og eftirlitsskyldra fyrirtækja. „Í ljósi nýlegra breytinga á yfirstjórn VÍS og kaupa á hlut í fjárfestingabankanum Kviku hf. fyrr á árinu vill stjórn VÍS hf. árétta, að fjárfesting félagsins í Kviku er skilgreind sem eign í fjárfestingarbók og svo verðu áform. Engin áform eru um breytingu á þeirri stöðu. Núverandi stjórn áformar heldur ekki að skipta sér af einstökum fjárfestingum í fjárfestingarbók félagsins. Slíkt hefur aldrei komið til tals.“ Í tilkynningunni hvetur stjórn VÍS hluthafa sem vilja koma á framfæri ábendingum um stjórnarhætti félagsins, starfsemi þess eða annað er varðar félagið, til að setja sig í samband við stjórnarformanninn, enda sé stjórnin ávallt reiðubúinn að hlýða á sjónarmið hluthafa. „Markmið stjónar VÍS hf. er að efla rekstur félagins svo félagið verði í fararbroddi, bæði í tryggingar- og fjárfestingarstarfsemi. Með því að hlúa að innviðum félagsins og einbeita okkur að kjarnastarfsemi þess munum við ná góðum árangri. Markmið okkar er að allir hluthafar geti sameinast um að gera betur í rekstri VÍS og verðu það verkefni stjórnar, forstjóra og starfsfólks VÍS á komandi misserum.“
Tengdar fréttir Átök í stjórn VÍS: Herdís Dröfn taldi sig hafa meirihlutastuðning Herdís Dröfn Fjeldsted, sem sagði sig úr stjórn VÍS á dögunum, segir að það hafi ávallt verið skýrt af hennar hálfu að hún sóttist eftir áframhaldandi formennsku í stjórn félagsins. 30. mars 2017 18:15 Átök í stjórn VÍS: Svanhildur segir Herdísi hafa viljað stjórnarformannssætið Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og nýkjörinn stjórnarformaður VÍS, segir það vonbrigði að Herdís Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hafi sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins á þriðjudag. 30. mars 2017 14:39 Herdís Fjeldsted segir sig úr stjórn VÍS Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hefur sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. 28. mars 2017 22:53 Einkafjárfestar ná undirtökunum í VÍS og hafa augastað á Kviku banka Með kjöri Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, fjárfestis og eins af stærstu hluthöfum VÍS, sem formanns stjórnar tryggingafélagsins í síðasta mánuði hefur einkafjárfestum í hluthafahópnum tekist að ná völdum í stjórn fyrirtækisins. 5. apríl 2017 07:00 Afsögn tengist ekki nýrri stjórn Jakob Sigurðsson, fráfarandi forstjóri VÍS, segir ákvörðun sína um að hætta störfum hjá VÍS ekki hafa neitt að gera með þau átök eða breytingar sem hafa orðið á stjórn félagsins 20. apríl 2017 07:00 Svanhildur segir engin átök í stjórn VÍS Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður VÍS, segir að engin átök séu í stjórn tryggingafélagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum nú fyrir stundu vegna umfjöllunar Morgunblaðsins í dag. Þar segir að óánægja sé meðal lífeyrissjóða í hluthafahópi VÍS um að áherslur félagsins færist frá vátryggingum til aukinnar fjárfestingarstarfsemi. 6. apríl 2017 14:10 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Átök í stjórn VÍS: Herdís Dröfn taldi sig hafa meirihlutastuðning Herdís Dröfn Fjeldsted, sem sagði sig úr stjórn VÍS á dögunum, segir að það hafi ávallt verið skýrt af hennar hálfu að hún sóttist eftir áframhaldandi formennsku í stjórn félagsins. 30. mars 2017 18:15
Átök í stjórn VÍS: Svanhildur segir Herdísi hafa viljað stjórnarformannssætið Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og nýkjörinn stjórnarformaður VÍS, segir það vonbrigði að Herdís Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hafi sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins á þriðjudag. 30. mars 2017 14:39
Herdís Fjeldsted segir sig úr stjórn VÍS Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hefur sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. 28. mars 2017 22:53
Einkafjárfestar ná undirtökunum í VÍS og hafa augastað á Kviku banka Með kjöri Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, fjárfestis og eins af stærstu hluthöfum VÍS, sem formanns stjórnar tryggingafélagsins í síðasta mánuði hefur einkafjárfestum í hluthafahópnum tekist að ná völdum í stjórn fyrirtækisins. 5. apríl 2017 07:00
Afsögn tengist ekki nýrri stjórn Jakob Sigurðsson, fráfarandi forstjóri VÍS, segir ákvörðun sína um að hætta störfum hjá VÍS ekki hafa neitt að gera með þau átök eða breytingar sem hafa orðið á stjórn félagsins 20. apríl 2017 07:00
Svanhildur segir engin átök í stjórn VÍS Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður VÍS, segir að engin átök séu í stjórn tryggingafélagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum nú fyrir stundu vegna umfjöllunar Morgunblaðsins í dag. Þar segir að óánægja sé meðal lífeyrissjóða í hluthafahópi VÍS um að áherslur félagsins færist frá vátryggingum til aukinnar fjárfestingarstarfsemi. 6. apríl 2017 14:10
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent