Eigandi Sjanghæ stefnir Ríkisútvarpinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2017 06:08 Rosita YuFan Zhang hefur búið á Íslandi síðan 1995. Rosita YuFan Zhang, eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, hefur ákveðið að leita réttar síns vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni staðarins. Ríkisútvarpið greindi frá því þann 30. ágúst síðastliðinn að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Vinnustaðaeftirlit stéttarfélagsins Einingar-Iðju nokkrum dögum síðar sýndi þó fram á að starfsmenn Sjanghæ fái greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. Laun kokka staðarins reyndust þannig vera um hálf milljón á mánuði.Sjá einnig: Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á AkureyriÍ tilkynningu frá lögmanni Rositu, Jóhannesi Má Sigurðssyni, lýsir hún afleiðingum fréttaumfjöllunarinnar, og nefndir meðal annars að 30. ágúst hafi verið „myrkur dagur“ í lífi hennar og fjölskyldunnar. Hafi hún verið að koma af skólasetningu Tónlistarskólans á Akureyri með 8 ára dóttur sinni, og ætlunin hafi verið að snæða kvöldverð á veitingastaðnum. Þegar þangað var komið hafi þeim mætt lið fréttamanna með myndavélar og tækjabúnað, sem hafi reynst dóttur hennar afar erfitt. Hafi dóttir hennar í kjölfarið falið sig hágrátandi inni á veitingastaðnum og haft miklar áhyggjur af því hvort móðir hennar væri að fara í fangelsi. „Þessi framkoma og fréttaflutningur virkaði eins og hnífur sem beitt var á fjölskyldu mína. Fréttamenn RÚV eiga að leita sannleikans og hafa réttlæti að leiðarljósi í sinni vinnu, í stað þess að valda saklausu fólki skaða!“ segir Rosita meðal annars.Sjá einnig: Ríkisútvarpinu líklega stefnt fyrir „algjört bull“ og „falsfréttir“„Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og fréttamönnum að fylgja siðareglum, starfsreglum og öðrum hátternisreglum, sérstaklega þegar kemur að umfjöllun um meinta refsiverða háttsemi, en mansal varðar allt að 12 ára fangelsi. Að þessu var ekki gætt við fréttaflutnings Rúv þann 30. ágúst sl. Hefur umbj. minn því ákveðið að leita réttar síns og falið undirrituðum að undirbúa stefnu á hendur Rúv, fréttamanni og öðrum sem ábyrgð kunna að bera,“ segir lögmaðurinn í bréfinu. Tengdar fréttir Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Rosita YuFan Zhang, eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, hefur ákveðið að leita réttar síns vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni staðarins. Ríkisútvarpið greindi frá því þann 30. ágúst síðastliðinn að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Vinnustaðaeftirlit stéttarfélagsins Einingar-Iðju nokkrum dögum síðar sýndi þó fram á að starfsmenn Sjanghæ fái greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. Laun kokka staðarins reyndust þannig vera um hálf milljón á mánuði.Sjá einnig: Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á AkureyriÍ tilkynningu frá lögmanni Rositu, Jóhannesi Má Sigurðssyni, lýsir hún afleiðingum fréttaumfjöllunarinnar, og nefndir meðal annars að 30. ágúst hafi verið „myrkur dagur“ í lífi hennar og fjölskyldunnar. Hafi hún verið að koma af skólasetningu Tónlistarskólans á Akureyri með 8 ára dóttur sinni, og ætlunin hafi verið að snæða kvöldverð á veitingastaðnum. Þegar þangað var komið hafi þeim mætt lið fréttamanna með myndavélar og tækjabúnað, sem hafi reynst dóttur hennar afar erfitt. Hafi dóttir hennar í kjölfarið falið sig hágrátandi inni á veitingastaðnum og haft miklar áhyggjur af því hvort móðir hennar væri að fara í fangelsi. „Þessi framkoma og fréttaflutningur virkaði eins og hnífur sem beitt var á fjölskyldu mína. Fréttamenn RÚV eiga að leita sannleikans og hafa réttlæti að leiðarljósi í sinni vinnu, í stað þess að valda saklausu fólki skaða!“ segir Rosita meðal annars.Sjá einnig: Ríkisútvarpinu líklega stefnt fyrir „algjört bull“ og „falsfréttir“„Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og fréttamönnum að fylgja siðareglum, starfsreglum og öðrum hátternisreglum, sérstaklega þegar kemur að umfjöllun um meinta refsiverða háttsemi, en mansal varðar allt að 12 ára fangelsi. Að þessu var ekki gætt við fréttaflutnings Rúv þann 30. ágúst sl. Hefur umbj. minn því ákveðið að leita réttar síns og falið undirrituðum að undirbúa stefnu á hendur Rúv, fréttamanni og öðrum sem ábyrgð kunna að bera,“ segir lögmaðurinn í bréfinu.
Tengdar fréttir Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00
Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01
Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29