Félag Jóhannesar Rúnars seldi lögfræðiþjónustu fyrir 127 milljónir Hörður Ægisson skrifar 4. október 2017 08:45 Jóhannes Rúnar var formaður slitastjórnar Kaupþings. Félag í eigu Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, fyrrverandi formanns slitastjórnar Kaupþings, skilaði samtals um 127 milljónum króna í tekjur í fyrra vegna seldrar lögfræðiþjónustu og jukust þær um tæplega 18 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi JRJ ehf. en hagnaður félagsins á síðasta ári nam 63 milljónum borið saman við hagnað upp á ríflega 50 milljónir króna árið 2015. Rekstrarkostnaður var að mestu vegna launa og aðkeyptrar þjónustu að fjárhæð samtals 42 milljónum. Eigið fé félagsins nam í lok síðasta árs 74 milljónum króna en á árinu 2016 greiddi Jóhannes Rúnar sér út 60 milljónir króna í arð. Ekki er áformað að greiða út arð á þessu ári vegna afkomu JRJ í fyrra. Í kjölfar þess að slitabú Kaupþings lauk nauðsamningum í árslok 2015 færðist formlegt eignarhald á hendur kröfuhafa gömlu bankanna. Jóhannes Rúnar, sem hafði setið í skilanefnd og síðar slitastjórn Kaupþings allt frá upphafi slitameðferðar vorið 2009, tók þá sæti í fjögurra manna stjórn Kaupþings á fyrsta hluthafafundi hins nýja eignarhaldsfélags sem fór fram í mars2016. Þar var hann kjörinn í stjórn til tveggja ára og nam þóknun hans fyrir stjórnarsetuna 250 þúsund evrum, jafnvirði 32 milljóna króna á núverandi gengi, á ári. Í byrjun nóvember sama ár var hins vegar tilkynnt að Jóhannes Rúnar væri hættur í stjórn félagsins. Jóhannes Rúnar var í hópi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt fyrr á árinu og var á meðal fimmtán hæfustu umsækjenda samkvæmt matsnefnd dómsmálaráðherra. Hann var hins vegar ekki skipaður dómari við Landsrétt af ráðherra og í kjölfarið höfðaði hann mál gegn ríkinu. Í dómi Hæstaréttar 31. síðastliðinn var staðfest fyrri niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa ógildingarkröfu Jóhannesar Rúnars frá dómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Félag í eigu Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, fyrrverandi formanns slitastjórnar Kaupþings, skilaði samtals um 127 milljónum króna í tekjur í fyrra vegna seldrar lögfræðiþjónustu og jukust þær um tæplega 18 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi JRJ ehf. en hagnaður félagsins á síðasta ári nam 63 milljónum borið saman við hagnað upp á ríflega 50 milljónir króna árið 2015. Rekstrarkostnaður var að mestu vegna launa og aðkeyptrar þjónustu að fjárhæð samtals 42 milljónum. Eigið fé félagsins nam í lok síðasta árs 74 milljónum króna en á árinu 2016 greiddi Jóhannes Rúnar sér út 60 milljónir króna í arð. Ekki er áformað að greiða út arð á þessu ári vegna afkomu JRJ í fyrra. Í kjölfar þess að slitabú Kaupþings lauk nauðsamningum í árslok 2015 færðist formlegt eignarhald á hendur kröfuhafa gömlu bankanna. Jóhannes Rúnar, sem hafði setið í skilanefnd og síðar slitastjórn Kaupþings allt frá upphafi slitameðferðar vorið 2009, tók þá sæti í fjögurra manna stjórn Kaupþings á fyrsta hluthafafundi hins nýja eignarhaldsfélags sem fór fram í mars2016. Þar var hann kjörinn í stjórn til tveggja ára og nam þóknun hans fyrir stjórnarsetuna 250 þúsund evrum, jafnvirði 32 milljóna króna á núverandi gengi, á ári. Í byrjun nóvember sama ár var hins vegar tilkynnt að Jóhannes Rúnar væri hættur í stjórn félagsins. Jóhannes Rúnar var í hópi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt fyrr á árinu og var á meðal fimmtán hæfustu umsækjenda samkvæmt matsnefnd dómsmálaráðherra. Hann var hins vegar ekki skipaður dómari við Landsrétt af ráðherra og í kjölfarið höfðaði hann mál gegn ríkinu. Í dómi Hæstaréttar 31. síðastliðinn var staðfest fyrri niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa ógildingarkröfu Jóhannesar Rúnars frá dómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira