Félag Jóhannesar Rúnars seldi lögfræðiþjónustu fyrir 127 milljónir Hörður Ægisson skrifar 4. október 2017 08:45 Jóhannes Rúnar var formaður slitastjórnar Kaupþings. Félag í eigu Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, fyrrverandi formanns slitastjórnar Kaupþings, skilaði samtals um 127 milljónum króna í tekjur í fyrra vegna seldrar lögfræðiþjónustu og jukust þær um tæplega 18 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi JRJ ehf. en hagnaður félagsins á síðasta ári nam 63 milljónum borið saman við hagnað upp á ríflega 50 milljónir króna árið 2015. Rekstrarkostnaður var að mestu vegna launa og aðkeyptrar þjónustu að fjárhæð samtals 42 milljónum. Eigið fé félagsins nam í lok síðasta árs 74 milljónum króna en á árinu 2016 greiddi Jóhannes Rúnar sér út 60 milljónir króna í arð. Ekki er áformað að greiða út arð á þessu ári vegna afkomu JRJ í fyrra. Í kjölfar þess að slitabú Kaupþings lauk nauðsamningum í árslok 2015 færðist formlegt eignarhald á hendur kröfuhafa gömlu bankanna. Jóhannes Rúnar, sem hafði setið í skilanefnd og síðar slitastjórn Kaupþings allt frá upphafi slitameðferðar vorið 2009, tók þá sæti í fjögurra manna stjórn Kaupþings á fyrsta hluthafafundi hins nýja eignarhaldsfélags sem fór fram í mars2016. Þar var hann kjörinn í stjórn til tveggja ára og nam þóknun hans fyrir stjórnarsetuna 250 þúsund evrum, jafnvirði 32 milljóna króna á núverandi gengi, á ári. Í byrjun nóvember sama ár var hins vegar tilkynnt að Jóhannes Rúnar væri hættur í stjórn félagsins. Jóhannes Rúnar var í hópi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt fyrr á árinu og var á meðal fimmtán hæfustu umsækjenda samkvæmt matsnefnd dómsmálaráðherra. Hann var hins vegar ekki skipaður dómari við Landsrétt af ráðherra og í kjölfarið höfðaði hann mál gegn ríkinu. Í dómi Hæstaréttar 31. síðastliðinn var staðfest fyrri niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa ógildingarkröfu Jóhannesar Rúnars frá dómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira
Félag í eigu Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, fyrrverandi formanns slitastjórnar Kaupþings, skilaði samtals um 127 milljónum króna í tekjur í fyrra vegna seldrar lögfræðiþjónustu og jukust þær um tæplega 18 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi JRJ ehf. en hagnaður félagsins á síðasta ári nam 63 milljónum borið saman við hagnað upp á ríflega 50 milljónir króna árið 2015. Rekstrarkostnaður var að mestu vegna launa og aðkeyptrar þjónustu að fjárhæð samtals 42 milljónum. Eigið fé félagsins nam í lok síðasta árs 74 milljónum króna en á árinu 2016 greiddi Jóhannes Rúnar sér út 60 milljónir króna í arð. Ekki er áformað að greiða út arð á þessu ári vegna afkomu JRJ í fyrra. Í kjölfar þess að slitabú Kaupþings lauk nauðsamningum í árslok 2015 færðist formlegt eignarhald á hendur kröfuhafa gömlu bankanna. Jóhannes Rúnar, sem hafði setið í skilanefnd og síðar slitastjórn Kaupþings allt frá upphafi slitameðferðar vorið 2009, tók þá sæti í fjögurra manna stjórn Kaupþings á fyrsta hluthafafundi hins nýja eignarhaldsfélags sem fór fram í mars2016. Þar var hann kjörinn í stjórn til tveggja ára og nam þóknun hans fyrir stjórnarsetuna 250 þúsund evrum, jafnvirði 32 milljóna króna á núverandi gengi, á ári. Í byrjun nóvember sama ár var hins vegar tilkynnt að Jóhannes Rúnar væri hættur í stjórn félagsins. Jóhannes Rúnar var í hópi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt fyrr á árinu og var á meðal fimmtán hæfustu umsækjenda samkvæmt matsnefnd dómsmálaráðherra. Hann var hins vegar ekki skipaður dómari við Landsrétt af ráðherra og í kjölfarið höfðaði hann mál gegn ríkinu. Í dómi Hæstaréttar 31. síðastliðinn var staðfest fyrri niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa ógildingarkröfu Jóhannesar Rúnars frá dómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira