Félag Jóhannesar Rúnars seldi lögfræðiþjónustu fyrir 127 milljónir Hörður Ægisson skrifar 4. október 2017 08:45 Jóhannes Rúnar var formaður slitastjórnar Kaupþings. Félag í eigu Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, fyrrverandi formanns slitastjórnar Kaupþings, skilaði samtals um 127 milljónum króna í tekjur í fyrra vegna seldrar lögfræðiþjónustu og jukust þær um tæplega 18 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi JRJ ehf. en hagnaður félagsins á síðasta ári nam 63 milljónum borið saman við hagnað upp á ríflega 50 milljónir króna árið 2015. Rekstrarkostnaður var að mestu vegna launa og aðkeyptrar þjónustu að fjárhæð samtals 42 milljónum. Eigið fé félagsins nam í lok síðasta árs 74 milljónum króna en á árinu 2016 greiddi Jóhannes Rúnar sér út 60 milljónir króna í arð. Ekki er áformað að greiða út arð á þessu ári vegna afkomu JRJ í fyrra. Í kjölfar þess að slitabú Kaupþings lauk nauðsamningum í árslok 2015 færðist formlegt eignarhald á hendur kröfuhafa gömlu bankanna. Jóhannes Rúnar, sem hafði setið í skilanefnd og síðar slitastjórn Kaupþings allt frá upphafi slitameðferðar vorið 2009, tók þá sæti í fjögurra manna stjórn Kaupþings á fyrsta hluthafafundi hins nýja eignarhaldsfélags sem fór fram í mars2016. Þar var hann kjörinn í stjórn til tveggja ára og nam þóknun hans fyrir stjórnarsetuna 250 þúsund evrum, jafnvirði 32 milljóna króna á núverandi gengi, á ári. Í byrjun nóvember sama ár var hins vegar tilkynnt að Jóhannes Rúnar væri hættur í stjórn félagsins. Jóhannes Rúnar var í hópi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt fyrr á árinu og var á meðal fimmtán hæfustu umsækjenda samkvæmt matsnefnd dómsmálaráðherra. Hann var hins vegar ekki skipaður dómari við Landsrétt af ráðherra og í kjölfarið höfðaði hann mál gegn ríkinu. Í dómi Hæstaréttar 31. síðastliðinn var staðfest fyrri niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa ógildingarkröfu Jóhannesar Rúnars frá dómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Félag í eigu Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, fyrrverandi formanns slitastjórnar Kaupþings, skilaði samtals um 127 milljónum króna í tekjur í fyrra vegna seldrar lögfræðiþjónustu og jukust þær um tæplega 18 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi JRJ ehf. en hagnaður félagsins á síðasta ári nam 63 milljónum borið saman við hagnað upp á ríflega 50 milljónir króna árið 2015. Rekstrarkostnaður var að mestu vegna launa og aðkeyptrar þjónustu að fjárhæð samtals 42 milljónum. Eigið fé félagsins nam í lok síðasta árs 74 milljónum króna en á árinu 2016 greiddi Jóhannes Rúnar sér út 60 milljónir króna í arð. Ekki er áformað að greiða út arð á þessu ári vegna afkomu JRJ í fyrra. Í kjölfar þess að slitabú Kaupþings lauk nauðsamningum í árslok 2015 færðist formlegt eignarhald á hendur kröfuhafa gömlu bankanna. Jóhannes Rúnar, sem hafði setið í skilanefnd og síðar slitastjórn Kaupþings allt frá upphafi slitameðferðar vorið 2009, tók þá sæti í fjögurra manna stjórn Kaupþings á fyrsta hluthafafundi hins nýja eignarhaldsfélags sem fór fram í mars2016. Þar var hann kjörinn í stjórn til tveggja ára og nam þóknun hans fyrir stjórnarsetuna 250 þúsund evrum, jafnvirði 32 milljóna króna á núverandi gengi, á ári. Í byrjun nóvember sama ár var hins vegar tilkynnt að Jóhannes Rúnar væri hættur í stjórn félagsins. Jóhannes Rúnar var í hópi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt fyrr á árinu og var á meðal fimmtán hæfustu umsækjenda samkvæmt matsnefnd dómsmálaráðherra. Hann var hins vegar ekki skipaður dómari við Landsrétt af ráðherra og í kjölfarið höfðaði hann mál gegn ríkinu. Í dómi Hæstaréttar 31. síðastliðinn var staðfest fyrri niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa ógildingarkröfu Jóhannesar Rúnars frá dómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira