Launaskrið hjá sjóðastýringarfélögum bankanna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 4. október 2017 09:00 Stærstu sjóðastýringarfélög landsins eru í eigu stóru viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. Meðallaun starfsmanna í stóru sjóðastýringarfélögunum þremur – Íslandssjóðum, Landsbréfum og Stefni – á fyrri helmingi ársins hækkuðu á bilinu um 180 til 320 þúsund krónur á mánuði frá sama tíma í fyrra. Mesta launaskriðið var hjá Stefni, en starfsmenn félagsins voru að meðaltali með um 2.070 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði á fyrstu sex mánuðum ársins. Hækkuðu launin um 18 prósent á milli ára. Af þremur stóru sjóðastýringarfélögunum, sem eru í eigu Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, greiddi Stefnir sem fyrr hæstu launin á fyrri helmingi ársins, en til samanburðar voru starfsmenn Íslandssjóða að meðaltali með um 1.710 þúsund krónur í mánaðarlaun og hjá Landsbréfum námu launin um 1.690 þúsund krónum. Meðallaun starfsmanna Íslandssjóða hækkuðu um liðlega 15 prósent á milli ára en hjá Landsbréfum hækkuðu launin um 12 prósent. Þess má geta að meðalmánaðarlaun starfsmanna Stefnis námu um 820 þúsund krónum árið 2009 og hafa þau þannig hækkað um rúmlega 150 prósent á átta árum. Á sama tíma hefur almenn launavísitala hækkað um 60 prósent. Upplýsingar um launagreiðslur félaganna byggja á árshlutareikningum þeirra um heildarlaun og meðalfjölda starfsmanna á fyrstu sex mánuðum ársins. Í einhverjum tilfellum innihalda þær greiðslur kaupauka sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félaganna fengu í sinn hlut. Íslandsbanki og Landsbankinn eru eins og kunnugt er í eigu íslenska ríkisins sem fer jafnframt með 13 prósenta hlut í Arion banka. Meðallaun starfsmanna í sjóðastýringarfélögunum eru töluvert hærri en meðallaun í fjármálageiranum. Þannig námu heildarlaun í fjármála- og vátryggingastarfsemi að meðaltali 893 þúsund krónum á mánuði í fyrra, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Þá var greint frá því í Markaðinum í síðasta mánuði að meðallaun starfsmanna smærri fjármálafyrirtækja landsins hefðu nokkurn veginn staðið í stað á milli áranna 2015 og 2016. Fengu starfsmenn fyrirtækjanna almennt að meðaltali á bilinu 780 þúsund til 1.610 þúsund krónur í mánaðarlaun í fyrra. Hins vegar hækkuðu arð- og kaupaukagreiðslur til starfsmannanna umtalsvert á milli ára.Hagnaður stórjókst Hagnaður af rekstri sjóðastýringarfélaganna þriggja jókst verulega á fyrri helmingi ársins. Stefnir hagnaðist hvað mest eða um 669 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við 322 milljónir á sama tímabili í fyrra. Jókst hagnaðurinn þannig um 108 prósent á milli ára. Hagnaður af rekstri Íslandssjóða nam 114 milljónum króna á tímabilinu, en var 46 milljónir á sama tíma í fyrra. Þá jókst hagnaður Landsbréfa um 91 prósent og nam 556 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Heildareignir í stýringu félaganna námu um 630 milljörðum króna í lok júnímánaðar. Eignir í stýringu Stefnis voru 377 milljarðar króna en þær drógust saman um 31 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Hjá Íslandssjóðum voru eignir í stýringu 197 milljarðar króna í lok júní og jukust þær umtalsvert á árinu sem má rekja til aukningar í eignastýringu á sérgreindum eignasöfnum sem félagið tók að sér á tímabilinu, að því er fram kemur í árshlutareikningi Íslandssjóða. Eignir í stýringu Landsbréfa námu 157 milljörðum króna í lok júní og drógust saman um 27 milljarða króna á fyrri helmingi ársins.Skila neikvæðri ávöxtun Allir hlutabréfasjóðir sjóðastýringarfélaganna þriggja hafa skilað neikvæðri ávöxtun það sem af er ári. Lökust er hún hjá hlutabréfasjóðum í stýringu Landsbréfa, en sem dæmi hefur sjóðurinn Öndvegisbréf skilað neikvæðri ávöxtun upp á 8,7 prósent og sjóðurinn Úrvalsbréf neikvæðri ávöxtun upp á 12,4 prósent. Hlutabréfasjóðurinn Stefnir – ÍS 15 hefur á árinu skilað neikvæðri ávöxtun upp á 4,9 prósent og þá eru hlutabréfasjóðir í stýringu Íslandssjóða með neikvæða ávöxtun upp á eitt til tvö prósent, samkvæmt upplýsingum á vef Keldunnar. Til samanburðar hefur úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 3,7 prósent það sem af er árinu.Uppfært 5. október: Rétt er að árétta að upplýsingar í árshlutreikningum um heildarlaunagreiðslur sjóðastýringarfélaganna ná einnig til þóknana til stjórnarmanna, undirnefnda stjórna, annarra nefnda á vegum félaganna auk starfslokasamninga.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Meðallaun starfsmanna í stóru sjóðastýringarfélögunum þremur – Íslandssjóðum, Landsbréfum og Stefni – á fyrri helmingi ársins hækkuðu á bilinu um 180 til 320 þúsund krónur á mánuði frá sama tíma í fyrra. Mesta launaskriðið var hjá Stefni, en starfsmenn félagsins voru að meðaltali með um 2.070 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði á fyrstu sex mánuðum ársins. Hækkuðu launin um 18 prósent á milli ára. Af þremur stóru sjóðastýringarfélögunum, sem eru í eigu Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, greiddi Stefnir sem fyrr hæstu launin á fyrri helmingi ársins, en til samanburðar voru starfsmenn Íslandssjóða að meðaltali með um 1.710 þúsund krónur í mánaðarlaun og hjá Landsbréfum námu launin um 1.690 þúsund krónum. Meðallaun starfsmanna Íslandssjóða hækkuðu um liðlega 15 prósent á milli ára en hjá Landsbréfum hækkuðu launin um 12 prósent. Þess má geta að meðalmánaðarlaun starfsmanna Stefnis námu um 820 þúsund krónum árið 2009 og hafa þau þannig hækkað um rúmlega 150 prósent á átta árum. Á sama tíma hefur almenn launavísitala hækkað um 60 prósent. Upplýsingar um launagreiðslur félaganna byggja á árshlutareikningum þeirra um heildarlaun og meðalfjölda starfsmanna á fyrstu sex mánuðum ársins. Í einhverjum tilfellum innihalda þær greiðslur kaupauka sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félaganna fengu í sinn hlut. Íslandsbanki og Landsbankinn eru eins og kunnugt er í eigu íslenska ríkisins sem fer jafnframt með 13 prósenta hlut í Arion banka. Meðallaun starfsmanna í sjóðastýringarfélögunum eru töluvert hærri en meðallaun í fjármálageiranum. Þannig námu heildarlaun í fjármála- og vátryggingastarfsemi að meðaltali 893 þúsund krónum á mánuði í fyrra, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Þá var greint frá því í Markaðinum í síðasta mánuði að meðallaun starfsmanna smærri fjármálafyrirtækja landsins hefðu nokkurn veginn staðið í stað á milli áranna 2015 og 2016. Fengu starfsmenn fyrirtækjanna almennt að meðaltali á bilinu 780 þúsund til 1.610 þúsund krónur í mánaðarlaun í fyrra. Hins vegar hækkuðu arð- og kaupaukagreiðslur til starfsmannanna umtalsvert á milli ára.Hagnaður stórjókst Hagnaður af rekstri sjóðastýringarfélaganna þriggja jókst verulega á fyrri helmingi ársins. Stefnir hagnaðist hvað mest eða um 669 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við 322 milljónir á sama tímabili í fyrra. Jókst hagnaðurinn þannig um 108 prósent á milli ára. Hagnaður af rekstri Íslandssjóða nam 114 milljónum króna á tímabilinu, en var 46 milljónir á sama tíma í fyrra. Þá jókst hagnaður Landsbréfa um 91 prósent og nam 556 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Heildareignir í stýringu félaganna námu um 630 milljörðum króna í lok júnímánaðar. Eignir í stýringu Stefnis voru 377 milljarðar króna en þær drógust saman um 31 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Hjá Íslandssjóðum voru eignir í stýringu 197 milljarðar króna í lok júní og jukust þær umtalsvert á árinu sem má rekja til aukningar í eignastýringu á sérgreindum eignasöfnum sem félagið tók að sér á tímabilinu, að því er fram kemur í árshlutareikningi Íslandssjóða. Eignir í stýringu Landsbréfa námu 157 milljörðum króna í lok júní og drógust saman um 27 milljarða króna á fyrri helmingi ársins.Skila neikvæðri ávöxtun Allir hlutabréfasjóðir sjóðastýringarfélaganna þriggja hafa skilað neikvæðri ávöxtun það sem af er ári. Lökust er hún hjá hlutabréfasjóðum í stýringu Landsbréfa, en sem dæmi hefur sjóðurinn Öndvegisbréf skilað neikvæðri ávöxtun upp á 8,7 prósent og sjóðurinn Úrvalsbréf neikvæðri ávöxtun upp á 12,4 prósent. Hlutabréfasjóðurinn Stefnir – ÍS 15 hefur á árinu skilað neikvæðri ávöxtun upp á 4,9 prósent og þá eru hlutabréfasjóðir í stýringu Íslandssjóða með neikvæða ávöxtun upp á eitt til tvö prósent, samkvæmt upplýsingum á vef Keldunnar. Til samanburðar hefur úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 3,7 prósent það sem af er árinu.Uppfært 5. október: Rétt er að árétta að upplýsingar í árshlutreikningum um heildarlaunagreiðslur sjóðastýringarfélaganna ná einnig til þóknana til stjórnarmanna, undirnefnda stjórna, annarra nefnda á vegum félaganna auk starfslokasamninga.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira