John Wall, leikmaður Washington Wizards í NBA-deildinni, skrifaði undir fjögurra ára framlenginu á samningi sínum við Wizards upp á 170 milljón dollara.
Wall var valinn fyrstur allra af Wizards í nýliðavalinu árið 2010 og hefur leikið með liðinu síðan þá. Wall hefur verið valinn fjórum sinnum í stjörnulið deildarinnar og hefur verið aðalmaðurinn í liði Wizards síðustu fimm ár.
Hann átti gott tímabil með Washington í ár en hann var með 23.1 stig, 10.7 stoðsendingar og 4.2 fráköst að meðaltali í vetur og er því kærkomið fyrir Wizards að ná að halda í Wall.

