NBA: Draugavilla réð úrslitum í Chicago í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 07:45 Dramatíkin var mikil í nótt þeagar Chicago Bulls vann Boston Celtics í æsispennandi lokaleik fyrir hlé vegna Stjörnuleikshátíðar NBA-deildarinnar í körfubolta sem fer fram um helgina. Aðeins tveir leikir fóru fram og nú er deildin komin í vikufrí.Jimmy Butler fiskaði villu á Marcus Smart þegar 0,9 sekúndur voru eftir, setti bæði vítin sín niður og tryggði Chicago Bulls 104-103 sigur á Boston Celtics. Fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum lýstu þessu sem draugavillu en það er mjög óalgengt í NBA-deildinni að dómararnir dæmi á litla snertingar á lokasekúndum leikjanna. Jimmy Butler og Isaiah Thomas hjá Boston háðu mikið einvígi í leiknum en þeir enduðu báðir með 29 stig, 7 stoðsendingar og settu hvor um sig niður öll níu vítin sín. Thomas skoraði 11 af síðustu 14 stigum Boston en Butler 6 af síðustu 14 stigum Chicago. Eftir að Butler setti vítin sín niður af mikilli yfirvegun þá fékk Al Horford vonlítið lokaskot sem var of stutt og hitti ekkert nema loft. Jimmy Butler hefur komið sterkur inn í Chicago Bulls liðið eftir meiðsli og liðið hefur unnið Toronto Raptors og Boston Celtics í fyrstu tveimur leikjum hans eftir fjarveruna. Þetta var aðeins annað tap Boston Celtics í síðustu þrettán leikjum og Isaiah Thomas hefur verið stighæstu í öllum leikjunum. Hann varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston Celtics sem skoraði 20 stig eða meira í 41 leik í röð. John Havlicek átti áður metið sem voru 40 leikir. Kelly Olynyk var næststigahæstur hjá Boston með 17 stig, Terry Rozier skoraði 11 stig og Amir Johnson var með 10 stig. Bobby Portis kom með 19 stig inn af bekknum og Robin Lopez var með 15 stig. Dwyane Wade lék ekki með Chicago vegna veikinda.Otto Porter yngri skoraði sex þrista og alls 25 stig þegar Washington vann 11-98 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var fjórði sigur Washington í röð. Markieff Morris skoraði 21 stig fyrir Wizards-liðið, John Wall bætti við 20 stigum og 12 stoðsendingum og Bradley Beal var með 19 stig. Myles Turner og Paul George voru stigahæstir hjá Indiana með 17 stig hvor. NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Dramatíkin var mikil í nótt þeagar Chicago Bulls vann Boston Celtics í æsispennandi lokaleik fyrir hlé vegna Stjörnuleikshátíðar NBA-deildarinnar í körfubolta sem fer fram um helgina. Aðeins tveir leikir fóru fram og nú er deildin komin í vikufrí.Jimmy Butler fiskaði villu á Marcus Smart þegar 0,9 sekúndur voru eftir, setti bæði vítin sín niður og tryggði Chicago Bulls 104-103 sigur á Boston Celtics. Fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum lýstu þessu sem draugavillu en það er mjög óalgengt í NBA-deildinni að dómararnir dæmi á litla snertingar á lokasekúndum leikjanna. Jimmy Butler og Isaiah Thomas hjá Boston háðu mikið einvígi í leiknum en þeir enduðu báðir með 29 stig, 7 stoðsendingar og settu hvor um sig niður öll níu vítin sín. Thomas skoraði 11 af síðustu 14 stigum Boston en Butler 6 af síðustu 14 stigum Chicago. Eftir að Butler setti vítin sín niður af mikilli yfirvegun þá fékk Al Horford vonlítið lokaskot sem var of stutt og hitti ekkert nema loft. Jimmy Butler hefur komið sterkur inn í Chicago Bulls liðið eftir meiðsli og liðið hefur unnið Toronto Raptors og Boston Celtics í fyrstu tveimur leikjum hans eftir fjarveruna. Þetta var aðeins annað tap Boston Celtics í síðustu þrettán leikjum og Isaiah Thomas hefur verið stighæstu í öllum leikjunum. Hann varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston Celtics sem skoraði 20 stig eða meira í 41 leik í röð. John Havlicek átti áður metið sem voru 40 leikir. Kelly Olynyk var næststigahæstur hjá Boston með 17 stig, Terry Rozier skoraði 11 stig og Amir Johnson var með 10 stig. Bobby Portis kom með 19 stig inn af bekknum og Robin Lopez var með 15 stig. Dwyane Wade lék ekki með Chicago vegna veikinda.Otto Porter yngri skoraði sex þrista og alls 25 stig þegar Washington vann 11-98 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var fjórði sigur Washington í röð. Markieff Morris skoraði 21 stig fyrir Wizards-liðið, John Wall bætti við 20 stigum og 12 stoðsendingum og Bradley Beal var með 19 stig. Myles Turner og Paul George voru stigahæstir hjá Indiana með 17 stig hvor.
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira