Viðskipti innlent

Enginn á loðnuveiðum nema þrjú erlend skip

Haraldur Guðmundsson skrifar
Þrjú erlend skip veiða nú loðnu austur af landinu.
Þrjú erlend skip veiða nú loðnu austur af landinu. Vísir/Hari
Þrjú erlend uppsjávarskip veiða nú loðnu í íslensku fiskveiðilögsögunni og eru ein um hituna vegna verkfalls sjómanna. Gera má ráð fyrir að tvö þeirra, sem bæði eru skráð í Noregi, verði atkvæðamikil því Norðmenn mega veiða um 70 prósent heildarkvótans eða rúm 40 þúsund tonn.

Landhelgsigæslan vekur athygli á þessu í tilkynningu til fjölmiðla. Í henni segir að gæslunni hafi borist í gærkvöld tilkynning frá norska loðnuskipinu Fiskebas um að það væri komið inn í íslensku fiskveiðilögsöguna. Fiskebas sé fyrsta erlenda skipið sem komi hingað til loðnuveiða á yfirstandandi vertíð. Tvö skip til viðbótar hafi svo bæst við undanfarnar klukkustundir, eitt norskt og eitt færeyskt. Skipin eru að veiðum austur af landinu.

„Varðskipið Týr er nú á leið norður fyrir landið og er stefnan sett á loðnumiðin. Rétt eins og á fyrri loðnuvertíðum sinnir Landhelgisgæslan þar venjubundnu eftirliti og tryggir þannig að veiðarnar gangi vel og rétt fyrir sig.“ 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.