„Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“ Haraldur Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2017 09:35 Alveg frá árinu 2011 hafa ytri aðstæður verið Icelandair hagfelldar. Fargjöld hafa aftur á móti farið lækkandi og olíuverð tekið að hækka. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans lækkaði í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. Matið stendur nú í 18 krónum á hlut en var fyrir skeyti fyrirtækisins til Kauphallar Íslands í 33,9 krónum á hlut. IFS greining, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki á sviði greininga og fjármála, mat bréfin á genginu 20,7 krónur í gær, samanborið við 28,9 í síðustu spá fyrirtækisins, eða nærri 30 prósentum hærra en þau standa í nú skömmu eftir opnun markaða. Þetta kemur fram í uppfærðu verðmati fyrirtækjanna tveggja sem þau sendu viðskiptavinum sínum eftir lokun markaða í gær og Vísir hefur undir höndum. Hagfræðideild Landsbankans ráðleggur fjárfestum að halda í bréf sín í flugfélaginu en IFS að þeir kaupi. Í pósti Landsbankans er bent á að í síðustu afkomuspá hagfræðideildarinnar fyrir Icelandair var gert ráð fyrir að EBITDA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, á árinu 2017 yrði 208,7 milljónir Bandaríkjadala. Líkt og kom fram í tilkynningu flugfélagsins í gær er útlit fyrir að hún verði aftur á móti á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Bendir deildin á að líklegt sé að bókunarstaða fyrirtækisins hafi versnað á skömmum tíma þrátt fyrir að spá Isavia fyrir 2017 sé jákvæð og óbreytt og hótel virðast „ætla að vera stútfull á árinu“. „Lýst hefur verið áhyggjum af ferðalögum Evrópubúa til Bandaríkjanna. Breyttar horfur eru sambland af mörgu, en tilkynning félagsins var rýr og gaf markaðnum enga hjálp. Í tilkynningunni kom fram að félagið hafi þegar gripið til aðgerða sem eiga að skila hagræðingu og auknum tekjum. Ekki kemur hinsvegar fram í hverju þessar aðgerðir eru fólgnar og hvert umfang þeirra er. Vonandi verður farið djúpt í þau mál við uppgjör félagsins þann 7. febrúar,“ segja greinendur Landsbankans. Hagfræðideildin bendir einnig á að Icelandair er ekki eina flugfélagið sem líður fyrir lægri fargjöld. Aftur á móti bendi allt til þess að fyrirtækið sé að selja lággjaldafargjöld með kostnaðarstrúktur hefðbundins (e. full service) flugfélags. „Félagið talar um aðgerðir og verður fróðlegt að vita í hverju þær munu felast, en breytingar á töskugjöldum og heimildum munu duga skammt. Önnur hefðbundin félög hafa verið að tilkynna breytingar að undanförnu, nú síðast í gær þegar SAS tilkynnti að félagið hyggist opna bækistöðvar á Írlandi til að bregðast við harðnandi samkeppni lággjaldaflugfélaga.“ Að mati hagfræðideildarinnar ættu fyrirhuguð kaup Icelandair á nýjum vélum ekki að hafa áhrif að öðru leyti en að stjórnendur fyrirtækisins óski þess nú að vélarnar kæmu fyrr. Ljóst sé að sparneytnar vélar skipti miklu máli í núverandi árferði og verðmat Landsbankans geri ráð fyrir vélarnar komi á áætluðum tíma. „Áhættan niður við liggur ekki að okkar mati í versnandi ytri þáttum, heldur frekar getu félagsins til að halda niðri kostnaði og aðlaga viðskiptamódelið og flugleiðir að breyttum aðstæðum á markaði,“ segir Hagfræðideildin. Tengdar fréttir Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45 Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans lækkaði í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. Matið stendur nú í 18 krónum á hlut en var fyrir skeyti fyrirtækisins til Kauphallar Íslands í 33,9 krónum á hlut. IFS greining, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki á sviði greininga og fjármála, mat bréfin á genginu 20,7 krónur í gær, samanborið við 28,9 í síðustu spá fyrirtækisins, eða nærri 30 prósentum hærra en þau standa í nú skömmu eftir opnun markaða. Þetta kemur fram í uppfærðu verðmati fyrirtækjanna tveggja sem þau sendu viðskiptavinum sínum eftir lokun markaða í gær og Vísir hefur undir höndum. Hagfræðideild Landsbankans ráðleggur fjárfestum að halda í bréf sín í flugfélaginu en IFS að þeir kaupi. Í pósti Landsbankans er bent á að í síðustu afkomuspá hagfræðideildarinnar fyrir Icelandair var gert ráð fyrir að EBITDA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, á árinu 2017 yrði 208,7 milljónir Bandaríkjadala. Líkt og kom fram í tilkynningu flugfélagsins í gær er útlit fyrir að hún verði aftur á móti á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Bendir deildin á að líklegt sé að bókunarstaða fyrirtækisins hafi versnað á skömmum tíma þrátt fyrir að spá Isavia fyrir 2017 sé jákvæð og óbreytt og hótel virðast „ætla að vera stútfull á árinu“. „Lýst hefur verið áhyggjum af ferðalögum Evrópubúa til Bandaríkjanna. Breyttar horfur eru sambland af mörgu, en tilkynning félagsins var rýr og gaf markaðnum enga hjálp. Í tilkynningunni kom fram að félagið hafi þegar gripið til aðgerða sem eiga að skila hagræðingu og auknum tekjum. Ekki kemur hinsvegar fram í hverju þessar aðgerðir eru fólgnar og hvert umfang þeirra er. Vonandi verður farið djúpt í þau mál við uppgjör félagsins þann 7. febrúar,“ segja greinendur Landsbankans. Hagfræðideildin bendir einnig á að Icelandair er ekki eina flugfélagið sem líður fyrir lægri fargjöld. Aftur á móti bendi allt til þess að fyrirtækið sé að selja lággjaldafargjöld með kostnaðarstrúktur hefðbundins (e. full service) flugfélags. „Félagið talar um aðgerðir og verður fróðlegt að vita í hverju þær munu felast, en breytingar á töskugjöldum og heimildum munu duga skammt. Önnur hefðbundin félög hafa verið að tilkynna breytingar að undanförnu, nú síðast í gær þegar SAS tilkynnti að félagið hyggist opna bækistöðvar á Írlandi til að bregðast við harðnandi samkeppni lággjaldaflugfélaga.“ Að mati hagfræðideildarinnar ættu fyrirhuguð kaup Icelandair á nýjum vélum ekki að hafa áhrif að öðru leyti en að stjórnendur fyrirtækisins óski þess nú að vélarnar kæmu fyrr. Ljóst sé að sparneytnar vélar skipti miklu máli í núverandi árferði og verðmat Landsbankans geri ráð fyrir vélarnar komi á áætluðum tíma. „Áhættan niður við liggur ekki að okkar mati í versnandi ytri þáttum, heldur frekar getu félagsins til að halda niðri kostnaði og aðlaga viðskiptamódelið og flugleiðir að breyttum aðstæðum á markaði,“ segir Hagfræðideildin.
Tengdar fréttir Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45 Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Sjá meira
Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45
Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00
Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09