Einn stærsti hluthafi HB Granda kaupir í Kviku banka Hörður Ægisson skrifar 6. desember 2017 08:00 Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í Kviku verið að ganga kaupum og sölum að undanförnu á genginu 6,3 krónur á hlut. Vísir/GVA Eiríkur Vignisson, framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar, dótturfélags HB Granda, hefur eignast tæplega 1,4 prósenta hlut í Kviku banka. Eftir kaupin er Eiríkur fjórtándi stærsti hluthafi bankans en eignarhlutur hans er í gegnum safnreikning hjá Virðingu. Eignarhaldsfélagið VGJ, sem er að 90 prósenta hluta í eigu Eiríks, er á meðal stærstu hluthafa sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda með 4,46 prósenta eignarhlut. Hagnaður VGJ í fyrra var rúmlega 144 milljónir og nam eigið fé þess um 4,7 milljörðum króna. Eiríkur keypti hlutinn í Kviku af Robert Raich, kanadískum fjárfesti og lögfræðingi, en hann hefur selt öll bréf sín í bankanum. Félag Roberts, MP Canada Iceland Ventures Inc., átti fyrir söluna 2,42 prósenta hlut í Kviku en hann var í hópi fjárfesta, sem var leiddur af Skúla Mogensen, sem stóðu að hlutfjáraukningu MP banka árið 2011. MP banki sameinaðist fjórum árum síðar Straumi fjárfestingabanka undir nafni Kviku. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í Kviku verið að ganga kaupum og sölum að undanförnu á genginu 6,3 krónur á hlut. Því má áætla að félag Roberts hafi fengið samtals um 215 milljónir fyrir hlut sinn í bankanum.Eiríkur Vignisson er á meðal stærstu hluthafa HB Granda í gegnum Eignarhaldsfélagið VGJ.Gríðarmikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku á síðustu mánuðum og misserum. Meðal nýrra hluthafa í bankanum eru Sigurður Sigurgeirsson, fjárfestir og fyrrverandi byggingaverktaki, hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, eigendur Johan Rönning, Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson, eigendur RE/MAX á Íslandi, Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, og Lífsverk lífeyrissjóður. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Eiríkur Vignisson, framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar, dótturfélags HB Granda, hefur eignast tæplega 1,4 prósenta hlut í Kviku banka. Eftir kaupin er Eiríkur fjórtándi stærsti hluthafi bankans en eignarhlutur hans er í gegnum safnreikning hjá Virðingu. Eignarhaldsfélagið VGJ, sem er að 90 prósenta hluta í eigu Eiríks, er á meðal stærstu hluthafa sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda með 4,46 prósenta eignarhlut. Hagnaður VGJ í fyrra var rúmlega 144 milljónir og nam eigið fé þess um 4,7 milljörðum króna. Eiríkur keypti hlutinn í Kviku af Robert Raich, kanadískum fjárfesti og lögfræðingi, en hann hefur selt öll bréf sín í bankanum. Félag Roberts, MP Canada Iceland Ventures Inc., átti fyrir söluna 2,42 prósenta hlut í Kviku en hann var í hópi fjárfesta, sem var leiddur af Skúla Mogensen, sem stóðu að hlutfjáraukningu MP banka árið 2011. MP banki sameinaðist fjórum árum síðar Straumi fjárfestingabanka undir nafni Kviku. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í Kviku verið að ganga kaupum og sölum að undanförnu á genginu 6,3 krónur á hlut. Því má áætla að félag Roberts hafi fengið samtals um 215 milljónir fyrir hlut sinn í bankanum.Eiríkur Vignisson er á meðal stærstu hluthafa HB Granda í gegnum Eignarhaldsfélagið VGJ.Gríðarmikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku á síðustu mánuðum og misserum. Meðal nýrra hluthafa í bankanum eru Sigurður Sigurgeirsson, fjárfestir og fyrrverandi byggingaverktaki, hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, eigendur Johan Rönning, Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson, eigendur RE/MAX á Íslandi, Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, og Lífsverk lífeyrissjóður. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira