Ríkið sýknað af kröfu Sigurðar Einarssonar vegna milljarð króna skattlagningar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júní 2017 15:18 Sigurður Einarsson, til vinstri. Vísir/Daníel Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. Deilt var um hvort skattleggja bæri tekjur af kauprétti á hlutabréfum í bankanum sem Sigurður fékk sem stjórnarlaun eða almenn laun á grundvelli tvísköttunarsamnings milli Íslands og Bretlands.Héraðsdómur hafði áður dæmt á sama vegu og var dómur héraðsdóms staðfestur af Hæstarétti í dag. Sigurður þarf jafnframt að greiða ríkinu milljón krónur í málsvarnarkostnað. Tekjur Sigurðar vegna kaupa hans á hlutabréfum í Kaupþingi árin 2006, 2007 og 2008 voru 674 milljónir, 599 milljónir króna og 328 milljónir króna. Nam fjárhæð álagsins 168, 149 og 82 milljónum króna fyrir hvert ár. Í dómi héraðsdóms sem staðfestur var af Hæstarétti kemur fram að samkvæmt lögum um hlutafélög skuli formaður félagsstjórnar ekki taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem teljast eðlilegur hluti starfa hans sem stjórnarformanns að undanskildum einstökum verkefnum sem stjórnin felur honum. „Þau störf sem stefnandi tók að sér að inna samkvæmt ráðningarsamningi ber að skýra með hliðsjón þessu. Helsta verkefni stefnanda var að samræma störf hinna ýmsu alþjóðlegu útibúa og dótturfyrirtækja, gegna starfi stjórnarformanns systur- og dótturfélaga og leita tækifæra til að þróa starfsemi bankans,“ sagði í umfjöllun um dóminn á vefsíðu á heimasíðu ríkisskattstjóra. Með vísan til þessa taldi héraðsdómur að greiðslur til stefnanda og þar með talin þau hlunnindi sem honum voru veitt með kauprétti á hlutabréfum í bankanum væru hluti af greiðslum til stefnanda fyrir stjórnarsetu í bankanum. Ákvæði 16. gr. tvísköttunarsamnings á milli Íslands og Bretlands kveða á um að greiðslur og hlunnindi fyrir stjórnarsetu skuli skattleggjast í því ríki sem félagið sem greiðir launin er heimilisfast. Tengdar fréttir Sigurður undir í baráttu við íslenska ríkið vegna skattlagningar á milljarð króna Tekjur Sigurðar Einarssonar árin 2006, 2007 og 2008 upp á vel á annan milljarð króna eru skattskyldar á Íslandi. 9. maí 2016 15:44 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. Deilt var um hvort skattleggja bæri tekjur af kauprétti á hlutabréfum í bankanum sem Sigurður fékk sem stjórnarlaun eða almenn laun á grundvelli tvísköttunarsamnings milli Íslands og Bretlands.Héraðsdómur hafði áður dæmt á sama vegu og var dómur héraðsdóms staðfestur af Hæstarétti í dag. Sigurður þarf jafnframt að greiða ríkinu milljón krónur í málsvarnarkostnað. Tekjur Sigurðar vegna kaupa hans á hlutabréfum í Kaupþingi árin 2006, 2007 og 2008 voru 674 milljónir, 599 milljónir króna og 328 milljónir króna. Nam fjárhæð álagsins 168, 149 og 82 milljónum króna fyrir hvert ár. Í dómi héraðsdóms sem staðfestur var af Hæstarétti kemur fram að samkvæmt lögum um hlutafélög skuli formaður félagsstjórnar ekki taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem teljast eðlilegur hluti starfa hans sem stjórnarformanns að undanskildum einstökum verkefnum sem stjórnin felur honum. „Þau störf sem stefnandi tók að sér að inna samkvæmt ráðningarsamningi ber að skýra með hliðsjón þessu. Helsta verkefni stefnanda var að samræma störf hinna ýmsu alþjóðlegu útibúa og dótturfyrirtækja, gegna starfi stjórnarformanns systur- og dótturfélaga og leita tækifæra til að þróa starfsemi bankans,“ sagði í umfjöllun um dóminn á vefsíðu á heimasíðu ríkisskattstjóra. Með vísan til þessa taldi héraðsdómur að greiðslur til stefnanda og þar með talin þau hlunnindi sem honum voru veitt með kauprétti á hlutabréfum í bankanum væru hluti af greiðslum til stefnanda fyrir stjórnarsetu í bankanum. Ákvæði 16. gr. tvísköttunarsamnings á milli Íslands og Bretlands kveða á um að greiðslur og hlunnindi fyrir stjórnarsetu skuli skattleggjast í því ríki sem félagið sem greiðir launin er heimilisfast.
Tengdar fréttir Sigurður undir í baráttu við íslenska ríkið vegna skattlagningar á milljarð króna Tekjur Sigurðar Einarssonar árin 2006, 2007 og 2008 upp á vel á annan milljarð króna eru skattskyldar á Íslandi. 9. maí 2016 15:44 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Sigurður undir í baráttu við íslenska ríkið vegna skattlagningar á milljarð króna Tekjur Sigurðar Einarssonar árin 2006, 2007 og 2008 upp á vel á annan milljarð króna eru skattskyldar á Íslandi. 9. maí 2016 15:44