Viðskipti innlent

Sigurður undir í baráttu við íslenska ríkið vegna skattlagningar á milljarð króna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Einarsson lýsti sig gjaldþrota í september á síðasta ári.
Sigurður Einarsson lýsti sig gjaldþrota í september á síðasta ári. vísir/stefán
Íslenska ríkið var í síðustu viku sýknað af kröfu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. Í málinu var deilt um hvort skattleggja bæri tekjur af kauprétti á hlutabréfum í bankanum sem Sigurður fékk sem stjórnarlaun sbr. 16. grein tvísköttunarsamnings milli Íslands og Bretlands eða sem almenn laun skv. 15. grein tilvitnaðs samnings.

Tekur Sigurðar vegna kaupa hans á hlutabréfum í Kaupþingi árin 2006, 2007 og 2008 voru 674 milljónir, 599 milljónir króna og 328 milljónir króna. Nam fjárhæð álagsins 168, 149 og 82 milljónum króna fyrir hvert ár. 

Í dómi héraðsdóms kemur fram að samkvæmt lögum um hlutafélög skuli formaður félagsstjórnar ekki taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem teljast eðlilegur hluti starfa hans sem stjórnarformanns að undanskildum einstökum verkefnum sem stjórnin felur honum.  

„Þau störf sem stefnandi tók að sér að inna samkvæmt ráðningarsamningi ber að skýra með hliðsjón þessu. Helsta verkefni stefnanda var að samræma störf hinna ýmsu alþjóðlegu útibúa og dótturfyrirtækja, gegna starfi stjórnarformanns systur- og dótturfélaga og leita tækifæra til að þróa starfsemi bankans,“ segir í umfjöllun um dóminn á vefsíðu á heimasíðu ríkisskattstjóra

Með vísan til þessa taldi dómurinn að greiðslur til stefnanda og þar með talin þau hlunnindi sem honum voru veitt með kauprétti á hlutabréfum í bankanum væru hluti af greiðslum til stefnanda fyrir stjórnarsetu í bankanum.  Ákvæði 16. gr. tvísköttunarsamnings á milli Íslands og Bretlands kveða á um að greiðslur og hlunnindi fyrir stjórnarsetu skuli skattleggjast í því ríki sem félagið sem greiðir launin er heimilisfast. 

Dóminn í heild sinni má lesa hér.



Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×