Fylgist betur með fjármálamarkaði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. júní 2017 06:00 Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sótti Ísland heim fyrr á árinu og fundaði með fulltrúum stjórnvalda og viðskiptalífsins. Ashok Bhatia, fyrir miðju, er formaður nefndarinnar. vísir/gva Miklu máli skiptir að íslensk stjórnvöld herði eftirlit með fjármálamarkaðinum, veiti eftirlitsstofnunum öflugar valdheimildir og efli sjálfstæði þeirra, að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Kaup bandarískra vogunarsjóða á nær þriðjungshlut í Arion banka verði prófsteinn á Fjármálaeftirlitið er það leggur mat á hvort þeir séu hæfir til þess að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Í nýrri skýrslu sendinefndarinnar segir að hætta felist í því að gefa flæði fjármagns frjálst án þess að herða um leið eftirlit með fjármálamarkaðinum. Hvetur nefndin ríkisstjórnina til að stíga strax stór skref í þá átt að styrkja alla eftirlitsstarfsemi sem og regluverk. Nefndin segir afnám gjaldeyrishafta leiða til gjörbreytts fjármálaumhverfis og vísar sérstaklega til kaupendanna í Arion. Nái þeir völdum í bankanum gætu þeir „sóst af hörku eftir háum arðgreiðslum, sölu eigna og endurskipulagningu“ á rekstri bankans. Í skýrslunni nefnir nefndin auk þess að aukin samkeppni um innstæður muni hækka fjármagnskostnað í bankakerfinu og stuðla þannig að meiri áhættusækni. Og eftir því sem samkeppnin á bankamarkaði harðnar telur sendinefnd AGS þeim mun nauðsynlegra að tryggja að íslensku bankarnir verði í höndum traustra og hæfra eigenda. Beinir nefndin þeim tilmælum til stjórnvalda að einkavæða ekki ríkisbankana tvo, Íslandsbanka og Landsbankann, í of miklum flýti, heldur að sýna þolinmæði og finna íhaldssama kaupendur, með gott orðspor, sem eru reiðubúnir til þess að fjárfesta á Íslandi til langs tíma. „Í öllum tilvikum ættu gæði nýrra eigenda að ganga fyrir hraða viðskiptanna eða verði,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Eins og áður segir leggur sendinefndin mikla áherslu á að eftirlit með fjármálamarkaðinum verði hert. Eftirlitsstofnanir líkt og Fjármálaeftirlitið þurfi að vera í stakk búnar til þess að draga úr áhættu í fjármálakerfinu eftir því sem flæði fjármagns til og frá landinu eykst. Sendinefndin vekur sérstaka athygli á „tveggja turna“ lausninni sem felst í því að sameina regluverk og eftirlit með bönkum innan Seðlabanka Íslands og fela Fjármálaeftirlitinu þess í stað að fylgjast með öðrum smærri fjármálafyrirtækjum. Telur sendinefndin það ýmsum vandkvæðum bundið að láta eina stofnun annast eftirlit með eiginfjárstöðu banka en aðra með lausafjárstöðu þeirra, líkt og í núverandi fyrirkomulagi. Augljós tækifæri séu til hagræðingar, sér í lagi í eins fámennu landi og Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Miklu máli skiptir að íslensk stjórnvöld herði eftirlit með fjármálamarkaðinum, veiti eftirlitsstofnunum öflugar valdheimildir og efli sjálfstæði þeirra, að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Kaup bandarískra vogunarsjóða á nær þriðjungshlut í Arion banka verði prófsteinn á Fjármálaeftirlitið er það leggur mat á hvort þeir séu hæfir til þess að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Í nýrri skýrslu sendinefndarinnar segir að hætta felist í því að gefa flæði fjármagns frjálst án þess að herða um leið eftirlit með fjármálamarkaðinum. Hvetur nefndin ríkisstjórnina til að stíga strax stór skref í þá átt að styrkja alla eftirlitsstarfsemi sem og regluverk. Nefndin segir afnám gjaldeyrishafta leiða til gjörbreytts fjármálaumhverfis og vísar sérstaklega til kaupendanna í Arion. Nái þeir völdum í bankanum gætu þeir „sóst af hörku eftir háum arðgreiðslum, sölu eigna og endurskipulagningu“ á rekstri bankans. Í skýrslunni nefnir nefndin auk þess að aukin samkeppni um innstæður muni hækka fjármagnskostnað í bankakerfinu og stuðla þannig að meiri áhættusækni. Og eftir því sem samkeppnin á bankamarkaði harðnar telur sendinefnd AGS þeim mun nauðsynlegra að tryggja að íslensku bankarnir verði í höndum traustra og hæfra eigenda. Beinir nefndin þeim tilmælum til stjórnvalda að einkavæða ekki ríkisbankana tvo, Íslandsbanka og Landsbankann, í of miklum flýti, heldur að sýna þolinmæði og finna íhaldssama kaupendur, með gott orðspor, sem eru reiðubúnir til þess að fjárfesta á Íslandi til langs tíma. „Í öllum tilvikum ættu gæði nýrra eigenda að ganga fyrir hraða viðskiptanna eða verði,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Eins og áður segir leggur sendinefndin mikla áherslu á að eftirlit með fjármálamarkaðinum verði hert. Eftirlitsstofnanir líkt og Fjármálaeftirlitið þurfi að vera í stakk búnar til þess að draga úr áhættu í fjármálakerfinu eftir því sem flæði fjármagns til og frá landinu eykst. Sendinefndin vekur sérstaka athygli á „tveggja turna“ lausninni sem felst í því að sameina regluverk og eftirlit með bönkum innan Seðlabanka Íslands og fela Fjármálaeftirlitinu þess í stað að fylgjast með öðrum smærri fjármálafyrirtækjum. Telur sendinefndin það ýmsum vandkvæðum bundið að láta eina stofnun annast eftirlit með eiginfjárstöðu banka en aðra með lausafjárstöðu þeirra, líkt og í núverandi fyrirkomulagi. Augljós tækifæri séu til hagræðingar, sér í lagi í eins fámennu landi og Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira