Hagnaður Landsvirkjunar 7,6 milljarðar á síðasta ári Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2017 21:46 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsvirkjunar nam 66,8 milljónum Bandaríkjadala, eða 7,6 milljarða króna, á síðasta ári. Hagnaðurinn var 84,2 milljónir Bandaríkjadala árið 2015. Ársreikningur Landsvirkjunar var kynntur í dag þar sem kom fram að rekstrartekjur námu 420,4 milljónum Bandaríkjadala (47,5 milljarða króna) og lækkuðu um 1,1 milljón Bandaríkjadala frá fyrra ári. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir afkomu á árinu 2016 vera vel ásættanlega, þótt hún hafi dregist saman milli ára. „Ytri aðstæður voru ekki hagfelldar á árinu 2016. Álverð var áfram lágt, þótt það hafi farið hækkandi á seinni hluta ársins. Enn eru tekjur okkar að nokkru leyti bundnar við álverð. Þá minnkaði selt magn milli ára þvert á áætlanir, vegna rekstrarvanda viðskiptavina. Þrátt fyrir þetta héldust tekjur nærri óbreyttar milli ára,“ segir Hörður.Nettó skuldir lækkuðu Í tilkynningu segir að EBITDA hafi numið 301,7 milljónum Bandaríkjadala (34,1 milljarðar króna) og lækkar um 20 milljónir dala frá fyrra ári. EBITDA hlutfall er 71,8 prósent af tekjum, en var 76,3 prósent árið áður. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 117,7 milljónum Bandaríkjadala (13,3 milljarðar króna), en var 130,6 milljónir Bandaríkjadala árið áður og lækkar því um 9,9 prósent milli tímabila. Nettó skuldir lækkuðu um 24,9 milljónir dala (2,8 milljarðar króna) á árinu 2016 og voru í árslok 1.960,5 milljónir dala (221,5 milljarðar króna). Handbært fé frá rekstri nam 229,8 milljónum Bandaríkjadala (26,0 milljarðar króna), 7,7 prósenta lækkun frá 2015.Sterkt sjóðsstreymi Hörður segir að sterkt sjóðstreymi hafi gert meira en að standa undir framkvæmdum við nýja vatnsaflsvirkjun Búrfell II og jarðvarmavirkjun við Þeistareyki. „Það er ánægjulegt að geta unnið að þessari uppbyggingu og hækka ekki skuldir, heldur þvert á móti lækka þær. Lækkun skulda á undanförnum árum er að skila sér í auknum mæli í rekstri fyrirtækisins en það sést á verulegri lækkun vaxtagjalda milli ára. Lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar hækkaði um einn flokk í janúar 2017 og hefur fyrirtækið hækkað um þrjá flokka á síðustu árum. Fyrirtækið er í fjárfestingarflokki án ríkisábyrgðar og nálgast nú sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndunum að þessu leyti,“ segir Hörður. Nánar má lesa um ársreikninginn á heimasíðu Landsvirkjunar. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Hagnaður Landsvirkjunar nam 66,8 milljónum Bandaríkjadala, eða 7,6 milljarða króna, á síðasta ári. Hagnaðurinn var 84,2 milljónir Bandaríkjadala árið 2015. Ársreikningur Landsvirkjunar var kynntur í dag þar sem kom fram að rekstrartekjur námu 420,4 milljónum Bandaríkjadala (47,5 milljarða króna) og lækkuðu um 1,1 milljón Bandaríkjadala frá fyrra ári. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir afkomu á árinu 2016 vera vel ásættanlega, þótt hún hafi dregist saman milli ára. „Ytri aðstæður voru ekki hagfelldar á árinu 2016. Álverð var áfram lágt, þótt það hafi farið hækkandi á seinni hluta ársins. Enn eru tekjur okkar að nokkru leyti bundnar við álverð. Þá minnkaði selt magn milli ára þvert á áætlanir, vegna rekstrarvanda viðskiptavina. Þrátt fyrir þetta héldust tekjur nærri óbreyttar milli ára,“ segir Hörður.Nettó skuldir lækkuðu Í tilkynningu segir að EBITDA hafi numið 301,7 milljónum Bandaríkjadala (34,1 milljarðar króna) og lækkar um 20 milljónir dala frá fyrra ári. EBITDA hlutfall er 71,8 prósent af tekjum, en var 76,3 prósent árið áður. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 117,7 milljónum Bandaríkjadala (13,3 milljarðar króna), en var 130,6 milljónir Bandaríkjadala árið áður og lækkar því um 9,9 prósent milli tímabila. Nettó skuldir lækkuðu um 24,9 milljónir dala (2,8 milljarðar króna) á árinu 2016 og voru í árslok 1.960,5 milljónir dala (221,5 milljarðar króna). Handbært fé frá rekstri nam 229,8 milljónum Bandaríkjadala (26,0 milljarðar króna), 7,7 prósenta lækkun frá 2015.Sterkt sjóðsstreymi Hörður segir að sterkt sjóðstreymi hafi gert meira en að standa undir framkvæmdum við nýja vatnsaflsvirkjun Búrfell II og jarðvarmavirkjun við Þeistareyki. „Það er ánægjulegt að geta unnið að þessari uppbyggingu og hækka ekki skuldir, heldur þvert á móti lækka þær. Lækkun skulda á undanförnum árum er að skila sér í auknum mæli í rekstri fyrirtækisins en það sést á verulegri lækkun vaxtagjalda milli ára. Lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar hækkaði um einn flokk í janúar 2017 og hefur fyrirtækið hækkað um þrjá flokka á síðustu árum. Fyrirtækið er í fjárfestingarflokki án ríkisábyrgðar og nálgast nú sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndunum að þessu leyti,“ segir Hörður. Nánar má lesa um ársreikninginn á heimasíðu Landsvirkjunar.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira