Gamma skiptir um forstjóra Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2017 16:20 Valdimar Ármann er með reynslu af störfum á fjármálamarkaði og er með fyrstu starfsmönnum GAMMA á upphafsárum félagsins. Valdimar Ármann tekur við sem forstjóri GAMMA Capital Management á Íslandi nú um mánaðamótin. Valdimar hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra sjóða hjá GAMMA undanfarin ár og er meðal fyrstu starfsmanna félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gamma en þar segir að Gísli Hauksson, fráfarandi forstjóri og annar stofnenda GAMMA, taki við sem stjórnarformaður félagsins á næsta aðalfundi þess. Ásamt því að móta stefnu GAMMA á Íslandi mun Gísli stýra uppbyggingu starfseminnar í New York og Lundúnum, þar sem hann hefur verið búsettur síðan 2015. Samhliða þessu hefur Ingvi Hrafn Óskarsson störf hjá GAMMA sem framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga og fyrirtækjaverkefna. Guðmundur Björnsson, sem er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, fjármála og áhættustýringar hjá GAMMA, verður staðgengill forstjóra. Agnar Tómas Möller verður framkvæmdastjóri sjóða. Um leið lætur Lýður Þór Þorgeirsson af störfum hjá GAMMA. Eru honum þökkuð störf hans og ánægjulegt samstarf undanfarin ár og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Valdimar Ármann er með reynslu af störfum á fjármálamarkaði og er með fyrstu starfsmönnum GAMMA á upphafsárum félagsins. Áður en hann kom til starfa hjá GAMMA starfaði hann um 7 ára skeið í Lundúnum og New York við verðbólgutengd afleiðuviðskipti, fyrst hjá ABN AMRO og síðast hjá Royal Bank of Scotland. Valdimar er einnig aðjúnkt við Háskóla Íslands og kennir hann nú meðal annars námskeiðið Skuldabréf í meistaranámi í fjármálahagfræði. Hann hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum í Lundúnum, New York og á Íslandi. Ingvi Hrafn Óskarsson hefur undanfarin ár starfað sem lögmaður og verið meðeigandi að lögfræðiskrifstofunni Lögmenn Lækjargötu. Áður starfaði Ingvi um sjö ára skeið fyrir Íslandsbanka hf. og áður Glitni banka hf., meðal annars sem forstöðumaður lögfræðiráðgjafar og sem verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf. Þá var hann aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra. Ingvi hefur auk embættisprófs í lögum frá Háskóla Íslands lokið meistaraprófi (LL.M.) í lögum frá Columbia háskóla í New York og meistaraprófi (M.Sc.) í fjármálum frá London Business School. Þá hefur hann enn fremur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management er nú með rúmlega 120 milljarða króna í stýringu fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Viðskiptavinir félagsins eru stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingafélög, efnameiri einstaklingar og bankastofnanir, innlendar og erlendar. Þá eru sjóðir í rekstri hjá GAMMA meðal stærstu fjárfesta á íslenskum fasteignamarkaði og reka meðal annars yfir 1.250 íbúðir ásamt því að standa að byggingu og þróun hátt í 1.800 íbúða. Fasteignastarfsemi sjóða í rekstri hjá GAMMA er rekin af félögunum Almenna leigufélaginu, Upphafi fasteignafélagi og Heild fasteignafélagi. Sömuleiðis eru stærstu fyrirtækjaskuldabréfasjóðir á Íslandi í rekstri hjá GAMMA. Sjóðirnir fjárfesta meðal annars í hlutabréfum, ríkisskuldabréfum, innlánum og fleiru. Aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Reykjavík en frá árinu 2015 hefur GAMMA einnig haft starfsemi í Lundúnum og fékk á síðasta ári sjálfstætt starfsleyfi frá breska fjármálaeftirlitinu. Þá opnar GAMMA þriðju starfsstöð sína í New York í Bandaríkjunum á þessu ári. Erlendis kemur GAMMA að fyrirtækjaverkefnum fyrir íslenska viðskiptavini og sinnir fjárfestingarráðgjöf ásamt því að reka sjóði á Írlandi sem fjárfesta á Íslandi. Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Valdimar Ármann tekur við sem forstjóri GAMMA Capital Management á Íslandi nú um mánaðamótin. Valdimar hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra sjóða hjá GAMMA undanfarin ár og er meðal fyrstu starfsmanna félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gamma en þar segir að Gísli Hauksson, fráfarandi forstjóri og annar stofnenda GAMMA, taki við sem stjórnarformaður félagsins á næsta aðalfundi þess. Ásamt því að móta stefnu GAMMA á Íslandi mun Gísli stýra uppbyggingu starfseminnar í New York og Lundúnum, þar sem hann hefur verið búsettur síðan 2015. Samhliða þessu hefur Ingvi Hrafn Óskarsson störf hjá GAMMA sem framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga og fyrirtækjaverkefna. Guðmundur Björnsson, sem er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, fjármála og áhættustýringar hjá GAMMA, verður staðgengill forstjóra. Agnar Tómas Möller verður framkvæmdastjóri sjóða. Um leið lætur Lýður Þór Þorgeirsson af störfum hjá GAMMA. Eru honum þökkuð störf hans og ánægjulegt samstarf undanfarin ár og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Valdimar Ármann er með reynslu af störfum á fjármálamarkaði og er með fyrstu starfsmönnum GAMMA á upphafsárum félagsins. Áður en hann kom til starfa hjá GAMMA starfaði hann um 7 ára skeið í Lundúnum og New York við verðbólgutengd afleiðuviðskipti, fyrst hjá ABN AMRO og síðast hjá Royal Bank of Scotland. Valdimar er einnig aðjúnkt við Háskóla Íslands og kennir hann nú meðal annars námskeiðið Skuldabréf í meistaranámi í fjármálahagfræði. Hann hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum í Lundúnum, New York og á Íslandi. Ingvi Hrafn Óskarsson hefur undanfarin ár starfað sem lögmaður og verið meðeigandi að lögfræðiskrifstofunni Lögmenn Lækjargötu. Áður starfaði Ingvi um sjö ára skeið fyrir Íslandsbanka hf. og áður Glitni banka hf., meðal annars sem forstöðumaður lögfræðiráðgjafar og sem verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf. Þá var hann aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra. Ingvi hefur auk embættisprófs í lögum frá Háskóla Íslands lokið meistaraprófi (LL.M.) í lögum frá Columbia háskóla í New York og meistaraprófi (M.Sc.) í fjármálum frá London Business School. Þá hefur hann enn fremur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management er nú með rúmlega 120 milljarða króna í stýringu fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Viðskiptavinir félagsins eru stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingafélög, efnameiri einstaklingar og bankastofnanir, innlendar og erlendar. Þá eru sjóðir í rekstri hjá GAMMA meðal stærstu fjárfesta á íslenskum fasteignamarkaði og reka meðal annars yfir 1.250 íbúðir ásamt því að standa að byggingu og þróun hátt í 1.800 íbúða. Fasteignastarfsemi sjóða í rekstri hjá GAMMA er rekin af félögunum Almenna leigufélaginu, Upphafi fasteignafélagi og Heild fasteignafélagi. Sömuleiðis eru stærstu fyrirtækjaskuldabréfasjóðir á Íslandi í rekstri hjá GAMMA. Sjóðirnir fjárfesta meðal annars í hlutabréfum, ríkisskuldabréfum, innlánum og fleiru. Aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Reykjavík en frá árinu 2015 hefur GAMMA einnig haft starfsemi í Lundúnum og fékk á síðasta ári sjálfstætt starfsleyfi frá breska fjármálaeftirlitinu. Þá opnar GAMMA þriðju starfsstöð sína í New York í Bandaríkjunum á þessu ári. Erlendis kemur GAMMA að fyrirtækjaverkefnum fyrir íslenska viðskiptavini og sinnir fjárfestingarráðgjöf ásamt því að reka sjóði á Írlandi sem fjárfesta á Íslandi.
Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira