Háir skattar íþyngja brugghúsunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. nóvember 2017 08:00 Innlendum brugghúsum hefur fjölgað síðustu ár og vöruúrval aukist þar af leiðandi í ÁTVR. vísir/Ernir Skattlagning á áfengisframleiðendur er eitt helsta vandamálið sem litlir bjórframleiðendur standa frammi fyrir. Þetta segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Töluverð aukning hefur verið í neyslu bjórs á undanförnum árum, en sala í Vínbúðunum jókst um rúm 13 prósent á árunum 2012 til 2016. Fór úr 14,5 milljónum lítra í 16,4 milljónir lítra. Um 70 prósent af sölunni er íslensk framleiðsla. Á sama tíma hafa tekjur íslenskra bjórverksmiðja aukist. Eitt besta dæmið er kannski bruggverksmiðjan á Árskógssandi þar sem bjórinn Kaldi er framleiddur. Sölutekjur verksmiðjunnar voru 436 milljónir króna á árinu 2016 og jukust um 44,6 milljónir króna eða 11,4 prósent. Ölvisholt brugghús seldi vörur fyrir 74 milljónir króna í fyrra og Einstök ölgerð seldi bjór fyrir tæpar 46 milljónir, svo dæmi séu tekin. Bjórframleiðsla stærri fyrirtækja á borð við Vífilfell og Ölgerðina er síðan mun umfangsmeiri.Björg Ásta Þórðardóttir„Tækifærin eru náttúrlega fólgin í því að það er aukin ferðamennska og við erum með mjög flotta aðila sem eru að spretta upp í þessu umhverfi þó að það sé svona erfitt umfangs,“ segir Björg. Félag Viðskipta og hagfræðinga og Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar um íslenska bjórframleiðslu í vikunni. „Þessir minni bjórframleiðendur hafa viljað fá einhvern svona vettvang til að berjast fyrir sínum hagsmunamálum, sem eru reyndar sameiginleg stærri framleiðendum líka. Við höfum sagt að við viljum styðja við það,“ segir Björg Ásta um tilefni fundarins. Opinber gjöld sem lögð eru á bjór eru misjafnlega há eftir því hve há áfengisprósentan er, getur verið meira en helmingurinn af söluverðinu. „Svo eftir því sem áfengisprósentan hækkar þá hækkar gjaldið,“ útskýrir hún. Björg Ásta segir íþyngjandi fyrir bjórframleiðandann að þurfa að standa skil á opinberum greiðslum til ríkisins áður en varan er seld. „Áfengisframleiðandinn þarf að standa skil á skattinum til ríkisins. Hann selur síðan vöruna til birgja, vínveitingahúsa eða ÁTVR sem fær þá 30 daga greiðslufrest,“ segir Björg Ásta. Það geti því liðið 30 dagar frá því að framleiðandinn er búinn að greiða opinber gjöld og þangað til hann fær sölutekjur af vörunni. „Þannig að þetta er mög þungur rekstur. Svo er markaðssetningin takmörkuð út af áfengisauglýsingabanni og fleira,“ bætir hún við. Björg Ásta telur að Íslendingar hafi sett heimsmet í skattlagningu á áfengi. „Þessi staða er erfið fyrir litlu aðilana sem eru að reyna að starta fyrirtæki með allt sem því fylgir og reyna að markaðssetja sig,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
Skattlagning á áfengisframleiðendur er eitt helsta vandamálið sem litlir bjórframleiðendur standa frammi fyrir. Þetta segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Töluverð aukning hefur verið í neyslu bjórs á undanförnum árum, en sala í Vínbúðunum jókst um rúm 13 prósent á árunum 2012 til 2016. Fór úr 14,5 milljónum lítra í 16,4 milljónir lítra. Um 70 prósent af sölunni er íslensk framleiðsla. Á sama tíma hafa tekjur íslenskra bjórverksmiðja aukist. Eitt besta dæmið er kannski bruggverksmiðjan á Árskógssandi þar sem bjórinn Kaldi er framleiddur. Sölutekjur verksmiðjunnar voru 436 milljónir króna á árinu 2016 og jukust um 44,6 milljónir króna eða 11,4 prósent. Ölvisholt brugghús seldi vörur fyrir 74 milljónir króna í fyrra og Einstök ölgerð seldi bjór fyrir tæpar 46 milljónir, svo dæmi séu tekin. Bjórframleiðsla stærri fyrirtækja á borð við Vífilfell og Ölgerðina er síðan mun umfangsmeiri.Björg Ásta Þórðardóttir„Tækifærin eru náttúrlega fólgin í því að það er aukin ferðamennska og við erum með mjög flotta aðila sem eru að spretta upp í þessu umhverfi þó að það sé svona erfitt umfangs,“ segir Björg. Félag Viðskipta og hagfræðinga og Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar um íslenska bjórframleiðslu í vikunni. „Þessir minni bjórframleiðendur hafa viljað fá einhvern svona vettvang til að berjast fyrir sínum hagsmunamálum, sem eru reyndar sameiginleg stærri framleiðendum líka. Við höfum sagt að við viljum styðja við það,“ segir Björg Ásta um tilefni fundarins. Opinber gjöld sem lögð eru á bjór eru misjafnlega há eftir því hve há áfengisprósentan er, getur verið meira en helmingurinn af söluverðinu. „Svo eftir því sem áfengisprósentan hækkar þá hækkar gjaldið,“ útskýrir hún. Björg Ásta segir íþyngjandi fyrir bjórframleiðandann að þurfa að standa skil á opinberum greiðslum til ríkisins áður en varan er seld. „Áfengisframleiðandinn þarf að standa skil á skattinum til ríkisins. Hann selur síðan vöruna til birgja, vínveitingahúsa eða ÁTVR sem fær þá 30 daga greiðslufrest,“ segir Björg Ásta. Það geti því liðið 30 dagar frá því að framleiðandinn er búinn að greiða opinber gjöld og þangað til hann fær sölutekjur af vörunni. „Þannig að þetta er mög þungur rekstur. Svo er markaðssetningin takmörkuð út af áfengisauglýsingabanni og fleira,“ bætir hún við. Björg Ásta telur að Íslendingar hafi sett heimsmet í skattlagningu á áfengi. „Þessi staða er erfið fyrir litlu aðilana sem eru að reyna að starta fyrirtæki með allt sem því fylgir og reyna að markaðssetja sig,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent