Tryggvi um ESPN-fréttina og alla athyglina: Ég er bara rólegur yfir þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 19:00 Tryggvi Snær Hlinason er á einu augabragði orðinn heitasta nafnið í íslenskum körfubolta og stærstu fjölmiðlarnir í Bandaríkjum eru farnir að orða miðherjann við NBA-deildina. Tryggvi Snær er nýkominn heim eftir Evrópumót tuttugu ára liða þar sem hann var valinn í lið mótsins. Hann fær ekki mikla hvíld á milli landsliðsverkefna því nú er strákurinn að detta inn í undirbúningi íslenska karlalandsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta. Riðill Íslands fer fram í Helsinki í Finnlandi og hefst í lok ágúst. Hörður Magnússon hitti Tryggva Snæ og landsliðsþjálfarann Craig Pedersen í dag en framundan eru tveir æfingalandsleikir við Belgíu hér á landi. Það verða einu leikirnir sem íslenska landsliðið spilar á Íslandi fyrir Evrópumótið. ESPN birti nýlega langa og ítarlega grein um Tryggva og velti fyrir sér möguleikum sveitastráksins frá Suður-Þingeyjarsýslu á að komast í NBA-deildina í framtíðinni. „Það er alltaf skemmtilegt að fá athyglina og ég talaði við þennan karl eftir Svíaleikinn. Hann sagði hvað vantaði í leikinn minn og það var margt sem ég veit af og er að vinna í. Það er samt gott að sjá önnur sjónarmið. Ég held samt bara áfram á sama róli og læt þetta ekki hafa svo mikil áhrif á mig,“ sagði Tryggvi. „Ég reyni að halda mér niðri á jörðinni eins lengi og ég get. Ég er bara rólegur yfir þessu og leiði þetta bara framhjá mér,“ sagði Tryggvi. Tryggvi fær frí frá verkefnum A-landsliðsins þessa vikuna. Hann verður á æfingunum en verður ekki í miklum átökum á þessum æfingum. „Ég tek þetta létt á æfingunum í örfáa daga. Ég mun reyna að ná kerfunum og vinna þetta upp sem ég er búinn að missa af. Það er fínt að taka því rólega í nokkra daga og taka síðan allt á fullu eftir það,“ sagði Tryggvi. Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen er virkilega ánægður með líkamlegt ástand manna á þessum tímapunkti. „Leikmennirnir komu aftur til æfinga í mjög góðu formi sem gerir það að verkum að við höfum getað verið á fullum krafti frá fyrstu æfingu. Við höfum því náð að gera mikið á þessum æfingum sem eru búnar. Þetta er búið að vera framúrskarandi,“ sagði Craig Pedersen. Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason er á einu augabragði orðinn heitasta nafnið í íslenskum körfubolta og stærstu fjölmiðlarnir í Bandaríkjum eru farnir að orða miðherjann við NBA-deildina. Tryggvi Snær er nýkominn heim eftir Evrópumót tuttugu ára liða þar sem hann var valinn í lið mótsins. Hann fær ekki mikla hvíld á milli landsliðsverkefna því nú er strákurinn að detta inn í undirbúningi íslenska karlalandsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta. Riðill Íslands fer fram í Helsinki í Finnlandi og hefst í lok ágúst. Hörður Magnússon hitti Tryggva Snæ og landsliðsþjálfarann Craig Pedersen í dag en framundan eru tveir æfingalandsleikir við Belgíu hér á landi. Það verða einu leikirnir sem íslenska landsliðið spilar á Íslandi fyrir Evrópumótið. ESPN birti nýlega langa og ítarlega grein um Tryggva og velti fyrir sér möguleikum sveitastráksins frá Suður-Þingeyjarsýslu á að komast í NBA-deildina í framtíðinni. „Það er alltaf skemmtilegt að fá athyglina og ég talaði við þennan karl eftir Svíaleikinn. Hann sagði hvað vantaði í leikinn minn og það var margt sem ég veit af og er að vinna í. Það er samt gott að sjá önnur sjónarmið. Ég held samt bara áfram á sama róli og læt þetta ekki hafa svo mikil áhrif á mig,“ sagði Tryggvi. „Ég reyni að halda mér niðri á jörðinni eins lengi og ég get. Ég er bara rólegur yfir þessu og leiði þetta bara framhjá mér,“ sagði Tryggvi. Tryggvi fær frí frá verkefnum A-landsliðsins þessa vikuna. Hann verður á æfingunum en verður ekki í miklum átökum á þessum æfingum. „Ég tek þetta létt á æfingunum í örfáa daga. Ég mun reyna að ná kerfunum og vinna þetta upp sem ég er búinn að missa af. Það er fínt að taka því rólega í nokkra daga og taka síðan allt á fullu eftir það,“ sagði Tryggvi. Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen er virkilega ánægður með líkamlegt ástand manna á þessum tímapunkti. „Leikmennirnir komu aftur til æfinga í mjög góðu formi sem gerir það að verkum að við höfum getað verið á fullum krafti frá fyrstu æfingu. Við höfum því náð að gera mikið á þessum æfingum sem eru búnar. Þetta er búið að vera framúrskarandi,“ sagði Craig Pedersen. Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira