Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2017 07:40 Frá Fúskrúðsfirði. Vísir/Egill Aðalsteinsson Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði sem nú er í umsagnarferli. Vill stjórnin að áður en slíkar ákvarðanir séu teknir fari fram heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Í yfirlýsingu frá stjórn Loðnuvinnslunnar eru málsatvik reifuð en samkvæmt fyrirliggjandi frummatsáætlun eru áform um 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði. Stjórnin segir að þessu muni fylgja margvísleg umhverfisáhrif. „Fyrirtækið Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á reglbogasilungi/laxi sem ekki er enn farið að nýta og til viðbótar eru í ferli áætlanir fyrirtækisins um 7.854 tonna framleiðsluaukningu í Fáskrúðsfirði. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum en gangi þessi áform eftir stefnir í um 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er sambærilegt og öll eldisframleiðsla í landinu í dag.“ Segir stjórnin, með vísan í útreikninga Landssamtaka fiskeldisstöðva, að mengun úr 15 þúsund tonna laxeldi jafngildi því að frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn.Hrognavinnslan í hættu „Loðnuvinnslan hf. er stærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði en þar starfa að jafnaði 150 manns. Hrognavinnsla er mjög mikilvæg í rekstrinum og er á þessu ári yfir 20% af framleiðsluverðmæti fyrirtækisins. Undirstaða þessarar vinnslu er mikið magn af hreinum og ómenguðum sjó sem dælt er úr firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar gerir alvarlega athugasemd við að ekki var leitað umsagnar félagsins um þessi áform og að hvergi í frummatsskýrslunni er minnst á þann möguleika að mengandi efni frá fyrirhuguðu fiskeldi muni hafa áhrif á gæði sjávarins og þar með hrognavinnslu í Fáskrúðsfirði.“ Þá muni fyrirhugað laxeldi þrengja „verulega að siglingaleiðum“ í firðinum en stjórnin segir gott aðgengi skipa vera Loðnuvinnslunni lífsnauðsynlegt. „Stjórn Loðnuvinnslunnar furðar sig á að þessi áform hafi verið í undirbúningi í nær 4 ár án þess að umsagna fyrirtækisins hafi verið leitað. Þá er það óskiljanlegt að sveitarfélagið Fjarðabyggð skuli ekki hafa neina lögsögu í máli sem varðar starfsemi sem hefur verið ein af lífæðum Fáskrúðsfjarðar um árabil, heldur er það fjöregg algjörlega á valdi Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.“ Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði sem nú er í umsagnarferli. Vill stjórnin að áður en slíkar ákvarðanir séu teknir fari fram heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Í yfirlýsingu frá stjórn Loðnuvinnslunnar eru málsatvik reifuð en samkvæmt fyrirliggjandi frummatsáætlun eru áform um 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði. Stjórnin segir að þessu muni fylgja margvísleg umhverfisáhrif. „Fyrirtækið Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á reglbogasilungi/laxi sem ekki er enn farið að nýta og til viðbótar eru í ferli áætlanir fyrirtækisins um 7.854 tonna framleiðsluaukningu í Fáskrúðsfirði. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum en gangi þessi áform eftir stefnir í um 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er sambærilegt og öll eldisframleiðsla í landinu í dag.“ Segir stjórnin, með vísan í útreikninga Landssamtaka fiskeldisstöðva, að mengun úr 15 þúsund tonna laxeldi jafngildi því að frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn.Hrognavinnslan í hættu „Loðnuvinnslan hf. er stærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði en þar starfa að jafnaði 150 manns. Hrognavinnsla er mjög mikilvæg í rekstrinum og er á þessu ári yfir 20% af framleiðsluverðmæti fyrirtækisins. Undirstaða þessarar vinnslu er mikið magn af hreinum og ómenguðum sjó sem dælt er úr firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar gerir alvarlega athugasemd við að ekki var leitað umsagnar félagsins um þessi áform og að hvergi í frummatsskýrslunni er minnst á þann möguleika að mengandi efni frá fyrirhuguðu fiskeldi muni hafa áhrif á gæði sjávarins og þar með hrognavinnslu í Fáskrúðsfirði.“ Þá muni fyrirhugað laxeldi þrengja „verulega að siglingaleiðum“ í firðinum en stjórnin segir gott aðgengi skipa vera Loðnuvinnslunni lífsnauðsynlegt. „Stjórn Loðnuvinnslunnar furðar sig á að þessi áform hafi verið í undirbúningi í nær 4 ár án þess að umsagna fyrirtækisins hafi verið leitað. Þá er það óskiljanlegt að sveitarfélagið Fjarðabyggð skuli ekki hafa neina lögsögu í máli sem varðar starfsemi sem hefur verið ein af lífæðum Fáskrúðsfjarðar um árabil, heldur er það fjöregg algjörlega á valdi Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.“
Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira