Hagnaður GAMMA tvöfaldast og nam um 850 milljónum Hörður Ægisson skrifar 11. maí 2017 11:40 Gísli Hauksson er stjórnarformaður GAMMA og á um 31 prósent hlut í félaginu. VÍSIR/GVA Hagnaður sjóðastýringarfyrirtækisins GAMMA Capital Management á árinu 2016 nam 846 milljónum króna eftir skatta borið saman við 417 milljónir árið áður. Samtals námu eignir í stýringu félagsins rúmlega 115 milljörðum í árslok 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GAMMA en þar segir að eigið fé félagsins hafi numið 1.728 milljónum og eiginfjárhlutfall rúmlega 52 prósent. Heildartekjur GAMMA í fyrra voru 2.156 milljónir. Á árinu 2016 voru tveir verðbréfasjóðir, sex fjárfestingasjóðir og 25 fagfjárfestasjóðir í rekstri hjá GAMMA. Þrír nýir erlendir sjóðir voru stofnaðir á árinu og aðrir þrír sjóðir verða opnaðir á þessu ári. „Uppgjör ársins sýnir að rekstur GAMMA stendur traustum fótum. Félagið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun árið 2008 og var með um 115 milljarða króna í stýringu um síðustu áramót. Rekstur sjóðanna gekk vel á síðasta ári og ávöxtun var góð í öllum helstu eignaflokkum. Skýrist sá árangur fyrst og fremst af sýn og trú GAMMA á fjárfestingum í íslenska hagkerfinu. Á sama tíma heldur viðskiptavinum áfram að fjölga,“ er haft eftir Gísla Haukssyni, stjórnarformanni GAMMA. Í ágúst á síðasta ári fékk GAMMA sjálfstætt starfsleyfi frá fjármálaeftirliti Bretlands og þá stefnir félagið jafnframt að opnun skrifstofu í New York síðar á þessu ári. Hefur GAMMA ráðið Laurent Lavigne du Cadet til að stýra starfseminni í Bandaríkjunum en hann starfaði síðast sem ráðgjafi hjá stærstu lögmannsstofu í heimi, Denton. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða, en þeir eiga báðir um 31 prósent hlut í félaginu. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Hagnaður sjóðastýringarfyrirtækisins GAMMA Capital Management á árinu 2016 nam 846 milljónum króna eftir skatta borið saman við 417 milljónir árið áður. Samtals námu eignir í stýringu félagsins rúmlega 115 milljörðum í árslok 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GAMMA en þar segir að eigið fé félagsins hafi numið 1.728 milljónum og eiginfjárhlutfall rúmlega 52 prósent. Heildartekjur GAMMA í fyrra voru 2.156 milljónir. Á árinu 2016 voru tveir verðbréfasjóðir, sex fjárfestingasjóðir og 25 fagfjárfestasjóðir í rekstri hjá GAMMA. Þrír nýir erlendir sjóðir voru stofnaðir á árinu og aðrir þrír sjóðir verða opnaðir á þessu ári. „Uppgjör ársins sýnir að rekstur GAMMA stendur traustum fótum. Félagið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun árið 2008 og var með um 115 milljarða króna í stýringu um síðustu áramót. Rekstur sjóðanna gekk vel á síðasta ári og ávöxtun var góð í öllum helstu eignaflokkum. Skýrist sá árangur fyrst og fremst af sýn og trú GAMMA á fjárfestingum í íslenska hagkerfinu. Á sama tíma heldur viðskiptavinum áfram að fjölga,“ er haft eftir Gísla Haukssyni, stjórnarformanni GAMMA. Í ágúst á síðasta ári fékk GAMMA sjálfstætt starfsleyfi frá fjármálaeftirliti Bretlands og þá stefnir félagið jafnframt að opnun skrifstofu í New York síðar á þessu ári. Hefur GAMMA ráðið Laurent Lavigne du Cadet til að stýra starfseminni í Bandaríkjunum en hann starfaði síðast sem ráðgjafi hjá stærstu lögmannsstofu í heimi, Denton. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða, en þeir eiga báðir um 31 prósent hlut í félaginu.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira