Vilja ramma inn frumkvöðlaumhverfið í Reykjavík og óska eftir tilnefningum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2017 12:50 Svona mun bókin koma til með að líta út. Icelandic Startups og alþjóðlega útgáfufyrirtækið Startup Guide vinna nú saman að því að ramma inn frumkvöðlaumhverfið á höfuðborgarsvæðinu og stefna að útgáfu bókarinnar Startup Guide Reykjavík í lok nóvember á þessu ári. Aðstandendur útgáfunnar hvetja alla áhugasama til að tilnefna fyrirtæki, viðskiptahraðla og frumkvöðla sem þeir myndu vilja sjá í bókinni. Opið er fyrir tilnefningar til og með 20. ágúst næstkomandi á vefsíðunni www.startupeverywhere.com/nominations/reykjavik. Meðal efnis í bókinni verða dæmisögur, leiðbeiningar og innblástur fyrir þá sem hafa áhuga á að hefja sinn eigin rekstur. Bókinni er ætlað að veita yfirsýn yfir núverandi stöðu frumkvöðlaumhverfisins og velta upp hugmyndum að því hvernig það gæti þróast á næstu árum. Haft er eftir Sissel Hansen, stofnanda Startup Guide, í tilkynningu að þau sem að verkefninu standa hlakki til að draga fram það sem Reykjavík hefur upp á að bjóða.Mikilvægt að koma Reykjavík á kortið „Ég hugsa að við gerum okkur ekki enn fyllilega grein fyrir því hvaða möguleikar eru til staðar á Íslandi þegar kemur að nýsköpun og frumkvöðlastarfi, en það er mikilvægt að koma Reykjavík á kortið. Sterkt íslenskt hagkerfi og vaxandi fjármögnunarmöguleikar er mjög mikilvægur þáttur og atvinnugreinar sem Ísland hefur staðið framarlega í eins og þróun sýndarveruleika og tölvuleikja eru mjög vel þekktar í alþjóðlegu sprotaumhverfi,“ segir Hansen. Startup Guide hefur fengið til liðs við sig Icelandic Startups, sem hafa fóstrað grasrót frumkvöðla á Íslandi, til að sjá um framkvæmd verkefnisins. „Frá því að við kynntumst hugmyndarfræði Startup Guide fyrir nokkrum árum síðan hefur okkur dreymt um okkar eigin útgáfu,” segir Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups. „Íslenska sprotasamfélagið er öflugt. Við erum að sjá aðra kynslóð af frumkvöðlum líta dagsins ljós og fjármögnunarumhverfið þroskast samhliða. Við teljum að Startup Guide Reykjavík sé fullkominn vettvangur til að draga fram helstu upplýsingar um frumkvöðlaumhverfið og koma á framfæri, bæði hér heima og erlendis, þeirri grósku og þeim krafti sem hér er til staðar.” Verkefnið er meðal annars styrkt af Reykjavíkurborg og gert er ráð fyrir því að bókin komi út þann 24. nóvember næstkomandi. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Icelandic Startups og alþjóðlega útgáfufyrirtækið Startup Guide vinna nú saman að því að ramma inn frumkvöðlaumhverfið á höfuðborgarsvæðinu og stefna að útgáfu bókarinnar Startup Guide Reykjavík í lok nóvember á þessu ári. Aðstandendur útgáfunnar hvetja alla áhugasama til að tilnefna fyrirtæki, viðskiptahraðla og frumkvöðla sem þeir myndu vilja sjá í bókinni. Opið er fyrir tilnefningar til og með 20. ágúst næstkomandi á vefsíðunni www.startupeverywhere.com/nominations/reykjavik. Meðal efnis í bókinni verða dæmisögur, leiðbeiningar og innblástur fyrir þá sem hafa áhuga á að hefja sinn eigin rekstur. Bókinni er ætlað að veita yfirsýn yfir núverandi stöðu frumkvöðlaumhverfisins og velta upp hugmyndum að því hvernig það gæti þróast á næstu árum. Haft er eftir Sissel Hansen, stofnanda Startup Guide, í tilkynningu að þau sem að verkefninu standa hlakki til að draga fram það sem Reykjavík hefur upp á að bjóða.Mikilvægt að koma Reykjavík á kortið „Ég hugsa að við gerum okkur ekki enn fyllilega grein fyrir því hvaða möguleikar eru til staðar á Íslandi þegar kemur að nýsköpun og frumkvöðlastarfi, en það er mikilvægt að koma Reykjavík á kortið. Sterkt íslenskt hagkerfi og vaxandi fjármögnunarmöguleikar er mjög mikilvægur þáttur og atvinnugreinar sem Ísland hefur staðið framarlega í eins og þróun sýndarveruleika og tölvuleikja eru mjög vel þekktar í alþjóðlegu sprotaumhverfi,“ segir Hansen. Startup Guide hefur fengið til liðs við sig Icelandic Startups, sem hafa fóstrað grasrót frumkvöðla á Íslandi, til að sjá um framkvæmd verkefnisins. „Frá því að við kynntumst hugmyndarfræði Startup Guide fyrir nokkrum árum síðan hefur okkur dreymt um okkar eigin útgáfu,” segir Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups. „Íslenska sprotasamfélagið er öflugt. Við erum að sjá aðra kynslóð af frumkvöðlum líta dagsins ljós og fjármögnunarumhverfið þroskast samhliða. Við teljum að Startup Guide Reykjavík sé fullkominn vettvangur til að draga fram helstu upplýsingar um frumkvöðlaumhverfið og koma á framfæri, bæði hér heima og erlendis, þeirri grósku og þeim krafti sem hér er til staðar.” Verkefnið er meðal annars styrkt af Reykjavíkurborg og gert er ráð fyrir því að bókin komi út þann 24. nóvember næstkomandi.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira