Costco áhrifin Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. ágúst 2017 10:00 Hef aldrei komið til Ameríku. En ef Tóti vill ekki fara til Ameríku þá verður Ameríka að koma til Tóta. Og það hefur hún loksins gert! Fagra gleði, guða logi, Costco, heill sé þér! Í þinn hásal hrifnir eldi, heilög gyðja, komum vér. Þínir blíðu töfrar tengja, tízkan meðan sundur slær; allir bræður aftur verða yndisvængjum þínum nær. Mest er talað um Costco sem einhverja ægilega kjarabót fyrir krónupínda íslenska aumingja. Skítt með það þótt lífeyrir okkar allra sé bundinn í sjóðum sem spillingargemlingar stjórna þannig að á meðan við græðum í Costco rýrnar framtíðarframfærsla okkar um skrilljónir vegna þess að einhverra undarlegra hluta vegna höfum við verið á fullu að fjárfesta í kúgurum okkar á matvörumarkaði. Og við töpum samt alltaf. Geggjað? Nei, bara íslenskt. En hverjum er ekki sama? Ameríka er komin! Sjálfum er mér slétt sama um að bleyjur og Kókó Pöffs eru einhverjum krónum ódýrari í Costco. Vöruúrvalið heillar mig. Borða þó ekkert sem blæðir ekki þannig að mér gæti ekki verið sama um jarðarber sem bragð er að og ferskt avókadó. Fyrir mér má það drasl enn vera jafn maðkað og gamla einokunarmjölið. En nú get ég steikt almennilega, hnausþykka hamborgara með Mexicana-osti eða grillað mér bragðsterka samloku með osti þessum og „Sliced honey roast ham“ sem kemur í svo þykkum sneiðum að hver og ein nýtist á í það minnsta fimm samlokur. Eins og frelsarinn sjálfur sé kominn að breyta útvötnuðu framsóknarvernduðu skinkudrasli í alvöru svínakjöt. Og þegar kuldaboli fer að bíta í viðkvæmu húðina mína í vetur þá maka ég á mig E45 cream þannig að ég verð mjúkur eins og dúnn. Costco hefur gert okkur frjáls! USA! USA! USA! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun
Hef aldrei komið til Ameríku. En ef Tóti vill ekki fara til Ameríku þá verður Ameríka að koma til Tóta. Og það hefur hún loksins gert! Fagra gleði, guða logi, Costco, heill sé þér! Í þinn hásal hrifnir eldi, heilög gyðja, komum vér. Þínir blíðu töfrar tengja, tízkan meðan sundur slær; allir bræður aftur verða yndisvængjum þínum nær. Mest er talað um Costco sem einhverja ægilega kjarabót fyrir krónupínda íslenska aumingja. Skítt með það þótt lífeyrir okkar allra sé bundinn í sjóðum sem spillingargemlingar stjórna þannig að á meðan við græðum í Costco rýrnar framtíðarframfærsla okkar um skrilljónir vegna þess að einhverra undarlegra hluta vegna höfum við verið á fullu að fjárfesta í kúgurum okkar á matvörumarkaði. Og við töpum samt alltaf. Geggjað? Nei, bara íslenskt. En hverjum er ekki sama? Ameríka er komin! Sjálfum er mér slétt sama um að bleyjur og Kókó Pöffs eru einhverjum krónum ódýrari í Costco. Vöruúrvalið heillar mig. Borða þó ekkert sem blæðir ekki þannig að mér gæti ekki verið sama um jarðarber sem bragð er að og ferskt avókadó. Fyrir mér má það drasl enn vera jafn maðkað og gamla einokunarmjölið. En nú get ég steikt almennilega, hnausþykka hamborgara með Mexicana-osti eða grillað mér bragðsterka samloku með osti þessum og „Sliced honey roast ham“ sem kemur í svo þykkum sneiðum að hver og ein nýtist á í það minnsta fimm samlokur. Eins og frelsarinn sjálfur sé kominn að breyta útvötnuðu framsóknarvernduðu skinkudrasli í alvöru svínakjöt. Og þegar kuldaboli fer að bíta í viðkvæmu húðina mína í vetur þá maka ég á mig E45 cream þannig að ég verð mjúkur eins og dúnn. Costco hefur gert okkur frjáls! USA! USA! USA!
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun