Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Sæunn Gísladóttir skrifar 8. júní 2017 07:00 Katarar óttast vöruskort í landinu. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. Business Insider greinir frá því að að á síðustu dögum hafi áhyggjuástand myndast í nokkrum atvinnugreinum, meðal annars í vöruflutningum, matvælum, hjá flugfélögum og á fjármálamarkaði. Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen ákváðu á dögunum að slíta stjórnmálasambandi við Katar og sökuðu ríkin yfirvöld þar í landi um að styðja við hryðjuverkahópa. Nú hafa sjö ríki slitið stjórnmálasambandi við Katar. Mikill innflutningur er á matvælum frá Sádi-Arabíu til Katars og hafa íbúar í Katar lýst yfir áhyggjum af því að landið gæti orðið uppiskroppa með mat vegna ákvörðunarinnar. Einnig verður erfitt að flytja út vörur frá Katar, verið er að skoða nýjar leiðir til þess sem getur hægt á útflutningi og verið gríðarlega kostnaðarsamt. Líklega mun ákvörðunin einnig hafa áhrif á flugflota landsins þar sem lofthelgi landsins er frekar lítil og þurfa flugfélög að fljúga um flughelgi Barein, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Katarar neita ásökununum og kallar utanríkisráðherra landsins, Mohammed Bin Abdulrahman al-Thani, eftir viðræðum við nágrannaríkin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. Business Insider greinir frá því að að á síðustu dögum hafi áhyggjuástand myndast í nokkrum atvinnugreinum, meðal annars í vöruflutningum, matvælum, hjá flugfélögum og á fjármálamarkaði. Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen ákváðu á dögunum að slíta stjórnmálasambandi við Katar og sökuðu ríkin yfirvöld þar í landi um að styðja við hryðjuverkahópa. Nú hafa sjö ríki slitið stjórnmálasambandi við Katar. Mikill innflutningur er á matvælum frá Sádi-Arabíu til Katars og hafa íbúar í Katar lýst yfir áhyggjum af því að landið gæti orðið uppiskroppa með mat vegna ákvörðunarinnar. Einnig verður erfitt að flytja út vörur frá Katar, verið er að skoða nýjar leiðir til þess sem getur hægt á útflutningi og verið gríðarlega kostnaðarsamt. Líklega mun ákvörðunin einnig hafa áhrif á flugflota landsins þar sem lofthelgi landsins er frekar lítil og þurfa flugfélög að fljúga um flughelgi Barein, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Katarar neita ásökununum og kallar utanríkisráðherra landsins, Mohammed Bin Abdulrahman al-Thani, eftir viðræðum við nágrannaríkin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00
Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27