Glowie opnar sig um einelti og kynferðisofbeldi: „Hinn aðilinn náði að stjórna mér“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. apríl 2017 11:20 Glowie Vísir/Hanna Söngkonan Sara Pétursdóttir, sem er betur þekkt sem Glowie, gekk í gegnum þunglyndi og erfiða reynslu í byrjun árs 2014, á svipuðum tíma og ferill hennar fór á flug. Hún vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Tækniskólans með laginu Make You Feel My Love. Stjarna hennar skín skært um þessar mundir en hún gerði nýlega samning við breska útgáfurisann Columbia.Rætt var við Glowie í þættinum Ísþjóðinni á RÚV í gær. Þar opnaði hún sig meðal annars um einelti sem hún varð fyrir í grunnskóla og kynferðislega misnotkun sem hún varð fyrir.Var rosalega ólík öðrum„Það verða allir einhvern tíman fyrir einhverju einelti. Það verða allir einhvern tíman fyrir einhverri stríðni. Ég held að mínar aðstæður hafi verið að ég var rosalega ólík öðrum og einhvern veginn öll grunnskólaárin þá var ég rosalega útundan og ég reyndi ekki að gera neitt mikið mál úr því, ég bara sætti mig við það. Mér fannst líka rosalega næs að vera ein stundum en það var ekkert næs heldur að aðrir vildu ekki vera með mér eða vildu ekki hafa mig með eða eitthvað svoleiðis,“ segir Glowie í viðtali við Ragnhildi Steinunni í Ísþjóðinni.Hvernig tókst þér að vinna þig út úr þessu?„Ég held þetta hafi bara verið það lengi að ég reyndi bara að læra það svolítið sjálf og tala um það við mömmu og pabba og eitthvað svoleiðis. Þau hjálpuðu mér rosalega mikið í gegnum það og bara að koma á réttu hugarfari, ekki vera alltaf að tala mig niður því allir í kringum mig létu mér líða þannig. Það skiptir engu máli þótt þeim líki ekki við mig. Ef ég er ánægð með mig, þá er það það eina sem skiptir máli. Ég held það hafi komið með árunum og þroskanum og svo bara á framhaldsskólaárunum þá kom ákveðið tímabil sem var erfitt í marga staði og margar ástæður fyrir því og það er líka erfiður aldur. Þarna kikkaði inn svona unglingaskeiðið hjá mér, versti punkturinn á því.“En hefurðu glímt við einhverja depurð eða þunglyndi?„Já það var í kringum, þegar ég byrjaði í Tækniskólanum. Það voru alls konar ástæður fyrir því. Ég held það hafi líka verið námið, ég hef alltaf átt erfitt með námið og ég hef alltaf þurft hjálp með námið, ég hef alltaf verið eftir á þannig mér leið bara eins og ég væri heimsk. Ég var alltaf að draga sjálfa mig niður og það tók mig svolítinn tíma að átta mig á að það væri ekki rétt.“Var tvisvar misnotuðGlowie var ein þeirra sem tók þátt í þöggunarbyltingunni. Hún varð tvisvar fyrir kynferðislegri misnotkun en segir það hafa tekið tíma að átta sig á hvað hafi gerst. „Þetta er bara eitthvað sem gerðist á þessum tíma sem ég var rosalega þung og átti rosalega erfitt, svona í byrjun framhaldsskólaáranna. Það voru einhver tvö skipti sem ég varð fyrir kynferðislegri misnotkun og ég áttaði mig ekkert á því fyrr en alveg töluverðum tíma seinna. Það tók svolítinn tíma að átta sig á hvað þetta var og hversu slæmt þetta var og viðurkenna að þetta væri ekki mér að kenna þó þetta hefði gerst og ég hefði kannski getað gert eitthvað í því. En aðstæðurnar voru bara þannig að hinn aðilinn náði að stjórna mér einhvern veginn og ég þorði ekki að gera neitt. Mér leið rosalega illa eftir á og síðan gerði þetta aftur og ég sagði engum frá. Af því að ég vissi ekki að þetta væri það sem þetta er, ég vissi ekki að þetta væri misnotkun,“ segir hún.„Þetta gerðist allt á einu ári, þetta gerðist snemma árið 2014. Ég segi frá þarna þegar ég er búin að vera með kærastanum mínum í örugglega þrjá mánuði. Ég held að það hafi hjálpað mér að átta mig á „þetta er rétt. Hitt var svo rangt.“ Tilfinningin að átta sig á því, það var ógeðslegt. En svo sagði ég frá og ég sagði kærastanum mínum frá þessu fyrst og svo sagði ég mömmu og pabba.“ Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir foreldra hennar að heyra að dóttir þeirra hafi verið misnotuð. „Að ræða það við aðra, það var svo stórt skref að bata eftir þetta og það hjálpaði mér að átta mig á þessu og það var rosalega erfitt fyrir mömmu og pabba. Ég vissi það ekki fyrr en svolítið seinna hvað þetta var erfitt fyrir þau. Það er ekkert auðvelt að heyra allt í einu að barnið þitt varð fyrir svona ógeði þegar þú gast ekki gert neitt því þetta gerðist allt þegar mamma og pabbi voru ekki heima. Þetta var bara rosa erfitt. Tengdar fréttir Semur við eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims: Glowie, Adele og Beyonce saman í liði Söngkonan Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, hefur gert samning við breska útgáfurisann Columbia og mun hún gefa út plötu undir merkum fyrirtækisins. 24. mars 2017 10:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Söngkonan Sara Pétursdóttir, sem er betur þekkt sem Glowie, gekk í gegnum þunglyndi og erfiða reynslu í byrjun árs 2014, á svipuðum tíma og ferill hennar fór á flug. Hún vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Tækniskólans með laginu Make You Feel My Love. Stjarna hennar skín skært um þessar mundir en hún gerði nýlega samning við breska útgáfurisann Columbia.Rætt var við Glowie í þættinum Ísþjóðinni á RÚV í gær. Þar opnaði hún sig meðal annars um einelti sem hún varð fyrir í grunnskóla og kynferðislega misnotkun sem hún varð fyrir.Var rosalega ólík öðrum„Það verða allir einhvern tíman fyrir einhverju einelti. Það verða allir einhvern tíman fyrir einhverri stríðni. Ég held að mínar aðstæður hafi verið að ég var rosalega ólík öðrum og einhvern veginn öll grunnskólaárin þá var ég rosalega útundan og ég reyndi ekki að gera neitt mikið mál úr því, ég bara sætti mig við það. Mér fannst líka rosalega næs að vera ein stundum en það var ekkert næs heldur að aðrir vildu ekki vera með mér eða vildu ekki hafa mig með eða eitthvað svoleiðis,“ segir Glowie í viðtali við Ragnhildi Steinunni í Ísþjóðinni.Hvernig tókst þér að vinna þig út úr þessu?„Ég held þetta hafi bara verið það lengi að ég reyndi bara að læra það svolítið sjálf og tala um það við mömmu og pabba og eitthvað svoleiðis. Þau hjálpuðu mér rosalega mikið í gegnum það og bara að koma á réttu hugarfari, ekki vera alltaf að tala mig niður því allir í kringum mig létu mér líða þannig. Það skiptir engu máli þótt þeim líki ekki við mig. Ef ég er ánægð með mig, þá er það það eina sem skiptir máli. Ég held það hafi komið með árunum og þroskanum og svo bara á framhaldsskólaárunum þá kom ákveðið tímabil sem var erfitt í marga staði og margar ástæður fyrir því og það er líka erfiður aldur. Þarna kikkaði inn svona unglingaskeiðið hjá mér, versti punkturinn á því.“En hefurðu glímt við einhverja depurð eða þunglyndi?„Já það var í kringum, þegar ég byrjaði í Tækniskólanum. Það voru alls konar ástæður fyrir því. Ég held það hafi líka verið námið, ég hef alltaf átt erfitt með námið og ég hef alltaf þurft hjálp með námið, ég hef alltaf verið eftir á þannig mér leið bara eins og ég væri heimsk. Ég var alltaf að draga sjálfa mig niður og það tók mig svolítinn tíma að átta mig á að það væri ekki rétt.“Var tvisvar misnotuðGlowie var ein þeirra sem tók þátt í þöggunarbyltingunni. Hún varð tvisvar fyrir kynferðislegri misnotkun en segir það hafa tekið tíma að átta sig á hvað hafi gerst. „Þetta er bara eitthvað sem gerðist á þessum tíma sem ég var rosalega þung og átti rosalega erfitt, svona í byrjun framhaldsskólaáranna. Það voru einhver tvö skipti sem ég varð fyrir kynferðislegri misnotkun og ég áttaði mig ekkert á því fyrr en alveg töluverðum tíma seinna. Það tók svolítinn tíma að átta sig á hvað þetta var og hversu slæmt þetta var og viðurkenna að þetta væri ekki mér að kenna þó þetta hefði gerst og ég hefði kannski getað gert eitthvað í því. En aðstæðurnar voru bara þannig að hinn aðilinn náði að stjórna mér einhvern veginn og ég þorði ekki að gera neitt. Mér leið rosalega illa eftir á og síðan gerði þetta aftur og ég sagði engum frá. Af því að ég vissi ekki að þetta væri það sem þetta er, ég vissi ekki að þetta væri misnotkun,“ segir hún.„Þetta gerðist allt á einu ári, þetta gerðist snemma árið 2014. Ég segi frá þarna þegar ég er búin að vera með kærastanum mínum í örugglega þrjá mánuði. Ég held að það hafi hjálpað mér að átta mig á „þetta er rétt. Hitt var svo rangt.“ Tilfinningin að átta sig á því, það var ógeðslegt. En svo sagði ég frá og ég sagði kærastanum mínum frá þessu fyrst og svo sagði ég mömmu og pabba.“ Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir foreldra hennar að heyra að dóttir þeirra hafi verið misnotuð. „Að ræða það við aðra, það var svo stórt skref að bata eftir þetta og það hjálpaði mér að átta mig á þessu og það var rosalega erfitt fyrir mömmu og pabba. Ég vissi það ekki fyrr en svolítið seinna hvað þetta var erfitt fyrir þau. Það er ekkert auðvelt að heyra allt í einu að barnið þitt varð fyrir svona ógeði þegar þú gast ekki gert neitt því þetta gerðist allt þegar mamma og pabbi voru ekki heima. Þetta var bara rosa erfitt.
Tengdar fréttir Semur við eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims: Glowie, Adele og Beyonce saman í liði Söngkonan Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, hefur gert samning við breska útgáfurisann Columbia og mun hún gefa út plötu undir merkum fyrirtækisins. 24. mars 2017 10:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Semur við eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims: Glowie, Adele og Beyonce saman í liði Söngkonan Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, hefur gert samning við breska útgáfurisann Columbia og mun hún gefa út plötu undir merkum fyrirtækisins. 24. mars 2017 10:30