„Samkeppni í verslun á leið til landsins í fyrsta sinn í 1100 ár“ Haraldur Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 09:57 Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, segir íslenskt viðskiptalíf í uppnámi. „Nú er viðskiptalíf á Íslandi í uppnámi enda margt að gerast. Stórverslanir eins og H&M og Costco eru komnar vel á veg með að opna útibú hér á landi. Þar fyrir utan hafa margir Íslingar tekið upp þann ósið að kaupa fatnað og annan óþarfa á Netinu,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, í hæðnum pistli á heimasíðu sinni sem ber fyrirsögnina Ógnin er yfirvofandi – vágestur á leið til landsins. Þráinn segir þessar breytingar eiga eftir að leiða til þess að „samkeppni í verslun sé nú huxanlega á leið til landsins í fyrsta sinn í ellefu hundruð ár sögu Íslandsbyggðar og sennilega mesta vá sem Íslandsbyggð hefur staðið frammi fyrir að meðtöldum bæði Svarta dauða og móðuharðindum“. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, fjallaði í gær um þær miklu breytingar sem útlit er fyrir að verði í fataverslun hér á landi með komu H&M og aukinnar netverslunar. Þá hefur blaðið einnig greint frá því að íslenskir heildsalar semji nú við erlenda birgja um lægri innkaupsverð vegna komu Costco. „Samkeppni í stað fákeppni, samráðs og einokunar getur kippt fótunum undan íslensku viðskiptalífi og valdið meira tjóni en tíu „vinstri stjórnir“ með tilheyrandi lífskjaraskerðingu. Hingað til hafa Íslingar verið að mestu lausir við samkeppni í viðskiptum, rétt eins og þjóðin hefur að segja má sloppið við plágur eins og hundaæði og félagshyggju. 7, 9, 13!,“ segir Þráinn í pistli sínum. „Til þessa hefur tekist að koma í veg fyrir þá samkeppni og alskonar leiðindasamanburð við aðrar þjóðir sem mundi fylgja því ef Ísland gengi í Evrópusambandið, en það verður ekki við öllu séð og í augnablikinu virðist sem „frjáls samkeppni“ þessi erlendi vágestur sé að ryðja sér til rúms hér á landi. Vonir standa þó til þess að okkar framsýna ríkisstjórn geti stöðvað þessa öfugþróun eða að minnsta kosti frestað henni um nokkrar kynslóðir,“ segir Þráinn og heldur áfram: „Það er þó huggun harmi gegn að sú samkeppni sem í vændum er nær ekki yfir mörg svið viðskiptalífsins, til dæmis heldur fákeppni áfram á bankamarkaði og samráð stórfyrirtækja mun haldast að mestu leyti óbreytt amk. á næstunni.“ Tengdar fréttir Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Varaforstjóri Costco hefur ekki séð önnur eins viðbrögð. 24. febrúar 2017 13:47 Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað Miklar breytingar eru í vændum í íslenskri fataverslun. Salan hefur dregist saman og H&M verður opnað á árinu. Hagar loka fjórum verslunum á þessu ári og læstu þremur í fyrra. Eigendur Next á Íslandi vilja færri fermetra í Kringlunni. 8. mars 2017 07:00 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Nú er viðskiptalíf á Íslandi í uppnámi enda margt að gerast. Stórverslanir eins og H&M og Costco eru komnar vel á veg með að opna útibú hér á landi. Þar fyrir utan hafa margir Íslingar tekið upp þann ósið að kaupa fatnað og annan óþarfa á Netinu,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, í hæðnum pistli á heimasíðu sinni sem ber fyrirsögnina Ógnin er yfirvofandi – vágestur á leið til landsins. Þráinn segir þessar breytingar eiga eftir að leiða til þess að „samkeppni í verslun sé nú huxanlega á leið til landsins í fyrsta sinn í ellefu hundruð ár sögu Íslandsbyggðar og sennilega mesta vá sem Íslandsbyggð hefur staðið frammi fyrir að meðtöldum bæði Svarta dauða og móðuharðindum“. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, fjallaði í gær um þær miklu breytingar sem útlit er fyrir að verði í fataverslun hér á landi með komu H&M og aukinnar netverslunar. Þá hefur blaðið einnig greint frá því að íslenskir heildsalar semji nú við erlenda birgja um lægri innkaupsverð vegna komu Costco. „Samkeppni í stað fákeppni, samráðs og einokunar getur kippt fótunum undan íslensku viðskiptalífi og valdið meira tjóni en tíu „vinstri stjórnir“ með tilheyrandi lífskjaraskerðingu. Hingað til hafa Íslingar verið að mestu lausir við samkeppni í viðskiptum, rétt eins og þjóðin hefur að segja má sloppið við plágur eins og hundaæði og félagshyggju. 7, 9, 13!,“ segir Þráinn í pistli sínum. „Til þessa hefur tekist að koma í veg fyrir þá samkeppni og alskonar leiðindasamanburð við aðrar þjóðir sem mundi fylgja því ef Ísland gengi í Evrópusambandið, en það verður ekki við öllu séð og í augnablikinu virðist sem „frjáls samkeppni“ þessi erlendi vágestur sé að ryðja sér til rúms hér á landi. Vonir standa þó til þess að okkar framsýna ríkisstjórn geti stöðvað þessa öfugþróun eða að minnsta kosti frestað henni um nokkrar kynslóðir,“ segir Þráinn og heldur áfram: „Það er þó huggun harmi gegn að sú samkeppni sem í vændum er nær ekki yfir mörg svið viðskiptalífsins, til dæmis heldur fákeppni áfram á bankamarkaði og samráð stórfyrirtækja mun haldast að mestu leyti óbreytt amk. á næstunni.“
Tengdar fréttir Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Varaforstjóri Costco hefur ekki séð önnur eins viðbrögð. 24. febrúar 2017 13:47 Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað Miklar breytingar eru í vændum í íslenskri fataverslun. Salan hefur dregist saman og H&M verður opnað á árinu. Hagar loka fjórum verslunum á þessu ári og læstu þremur í fyrra. Eigendur Next á Íslandi vilja færri fermetra í Kringlunni. 8. mars 2017 07:00 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Varaforstjóri Costco hefur ekki séð önnur eins viðbrögð. 24. febrúar 2017 13:47
Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað Miklar breytingar eru í vændum í íslenskri fataverslun. Salan hefur dregist saman og H&M verður opnað á árinu. Hagar loka fjórum verslunum á þessu ári og læstu þremur í fyrra. Eigendur Next á Íslandi vilja færri fermetra í Kringlunni. 8. mars 2017 07:00
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00