„Samkeppni í verslun á leið til landsins í fyrsta sinn í 1100 ár“ Haraldur Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 09:57 Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, segir íslenskt viðskiptalíf í uppnámi. „Nú er viðskiptalíf á Íslandi í uppnámi enda margt að gerast. Stórverslanir eins og H&M og Costco eru komnar vel á veg með að opna útibú hér á landi. Þar fyrir utan hafa margir Íslingar tekið upp þann ósið að kaupa fatnað og annan óþarfa á Netinu,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, í hæðnum pistli á heimasíðu sinni sem ber fyrirsögnina Ógnin er yfirvofandi – vágestur á leið til landsins. Þráinn segir þessar breytingar eiga eftir að leiða til þess að „samkeppni í verslun sé nú huxanlega á leið til landsins í fyrsta sinn í ellefu hundruð ár sögu Íslandsbyggðar og sennilega mesta vá sem Íslandsbyggð hefur staðið frammi fyrir að meðtöldum bæði Svarta dauða og móðuharðindum“. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, fjallaði í gær um þær miklu breytingar sem útlit er fyrir að verði í fataverslun hér á landi með komu H&M og aukinnar netverslunar. Þá hefur blaðið einnig greint frá því að íslenskir heildsalar semji nú við erlenda birgja um lægri innkaupsverð vegna komu Costco. „Samkeppni í stað fákeppni, samráðs og einokunar getur kippt fótunum undan íslensku viðskiptalífi og valdið meira tjóni en tíu „vinstri stjórnir“ með tilheyrandi lífskjaraskerðingu. Hingað til hafa Íslingar verið að mestu lausir við samkeppni í viðskiptum, rétt eins og þjóðin hefur að segja má sloppið við plágur eins og hundaæði og félagshyggju. 7, 9, 13!,“ segir Þráinn í pistli sínum. „Til þessa hefur tekist að koma í veg fyrir þá samkeppni og alskonar leiðindasamanburð við aðrar þjóðir sem mundi fylgja því ef Ísland gengi í Evrópusambandið, en það verður ekki við öllu séð og í augnablikinu virðist sem „frjáls samkeppni“ þessi erlendi vágestur sé að ryðja sér til rúms hér á landi. Vonir standa þó til þess að okkar framsýna ríkisstjórn geti stöðvað þessa öfugþróun eða að minnsta kosti frestað henni um nokkrar kynslóðir,“ segir Þráinn og heldur áfram: „Það er þó huggun harmi gegn að sú samkeppni sem í vændum er nær ekki yfir mörg svið viðskiptalífsins, til dæmis heldur fákeppni áfram á bankamarkaði og samráð stórfyrirtækja mun haldast að mestu leyti óbreytt amk. á næstunni.“ Tengdar fréttir Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Varaforstjóri Costco hefur ekki séð önnur eins viðbrögð. 24. febrúar 2017 13:47 Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað Miklar breytingar eru í vændum í íslenskri fataverslun. Salan hefur dregist saman og H&M verður opnað á árinu. Hagar loka fjórum verslunum á þessu ári og læstu þremur í fyrra. Eigendur Next á Íslandi vilja færri fermetra í Kringlunni. 8. mars 2017 07:00 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
„Nú er viðskiptalíf á Íslandi í uppnámi enda margt að gerast. Stórverslanir eins og H&M og Costco eru komnar vel á veg með að opna útibú hér á landi. Þar fyrir utan hafa margir Íslingar tekið upp þann ósið að kaupa fatnað og annan óþarfa á Netinu,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, í hæðnum pistli á heimasíðu sinni sem ber fyrirsögnina Ógnin er yfirvofandi – vágestur á leið til landsins. Þráinn segir þessar breytingar eiga eftir að leiða til þess að „samkeppni í verslun sé nú huxanlega á leið til landsins í fyrsta sinn í ellefu hundruð ár sögu Íslandsbyggðar og sennilega mesta vá sem Íslandsbyggð hefur staðið frammi fyrir að meðtöldum bæði Svarta dauða og móðuharðindum“. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, fjallaði í gær um þær miklu breytingar sem útlit er fyrir að verði í fataverslun hér á landi með komu H&M og aukinnar netverslunar. Þá hefur blaðið einnig greint frá því að íslenskir heildsalar semji nú við erlenda birgja um lægri innkaupsverð vegna komu Costco. „Samkeppni í stað fákeppni, samráðs og einokunar getur kippt fótunum undan íslensku viðskiptalífi og valdið meira tjóni en tíu „vinstri stjórnir“ með tilheyrandi lífskjaraskerðingu. Hingað til hafa Íslingar verið að mestu lausir við samkeppni í viðskiptum, rétt eins og þjóðin hefur að segja má sloppið við plágur eins og hundaæði og félagshyggju. 7, 9, 13!,“ segir Þráinn í pistli sínum. „Til þessa hefur tekist að koma í veg fyrir þá samkeppni og alskonar leiðindasamanburð við aðrar þjóðir sem mundi fylgja því ef Ísland gengi í Evrópusambandið, en það verður ekki við öllu séð og í augnablikinu virðist sem „frjáls samkeppni“ þessi erlendi vágestur sé að ryðja sér til rúms hér á landi. Vonir standa þó til þess að okkar framsýna ríkisstjórn geti stöðvað þessa öfugþróun eða að minnsta kosti frestað henni um nokkrar kynslóðir,“ segir Þráinn og heldur áfram: „Það er þó huggun harmi gegn að sú samkeppni sem í vændum er nær ekki yfir mörg svið viðskiptalífsins, til dæmis heldur fákeppni áfram á bankamarkaði og samráð stórfyrirtækja mun haldast að mestu leyti óbreytt amk. á næstunni.“
Tengdar fréttir Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Varaforstjóri Costco hefur ekki séð önnur eins viðbrögð. 24. febrúar 2017 13:47 Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað Miklar breytingar eru í vændum í íslenskri fataverslun. Salan hefur dregist saman og H&M verður opnað á árinu. Hagar loka fjórum verslunum á þessu ári og læstu þremur í fyrra. Eigendur Next á Íslandi vilja færri fermetra í Kringlunni. 8. mars 2017 07:00 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Varaforstjóri Costco hefur ekki séð önnur eins viðbrögð. 24. febrúar 2017 13:47
Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað Miklar breytingar eru í vændum í íslenskri fataverslun. Salan hefur dregist saman og H&M verður opnað á árinu. Hagar loka fjórum verslunum á þessu ári og læstu þremur í fyrra. Eigendur Next á Íslandi vilja færri fermetra í Kringlunni. 8. mars 2017 07:00
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00