„Samkeppni í verslun á leið til landsins í fyrsta sinn í 1100 ár“ Haraldur Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 09:57 Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, segir íslenskt viðskiptalíf í uppnámi. „Nú er viðskiptalíf á Íslandi í uppnámi enda margt að gerast. Stórverslanir eins og H&M og Costco eru komnar vel á veg með að opna útibú hér á landi. Þar fyrir utan hafa margir Íslingar tekið upp þann ósið að kaupa fatnað og annan óþarfa á Netinu,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, í hæðnum pistli á heimasíðu sinni sem ber fyrirsögnina Ógnin er yfirvofandi – vágestur á leið til landsins. Þráinn segir þessar breytingar eiga eftir að leiða til þess að „samkeppni í verslun sé nú huxanlega á leið til landsins í fyrsta sinn í ellefu hundruð ár sögu Íslandsbyggðar og sennilega mesta vá sem Íslandsbyggð hefur staðið frammi fyrir að meðtöldum bæði Svarta dauða og móðuharðindum“. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, fjallaði í gær um þær miklu breytingar sem útlit er fyrir að verði í fataverslun hér á landi með komu H&M og aukinnar netverslunar. Þá hefur blaðið einnig greint frá því að íslenskir heildsalar semji nú við erlenda birgja um lægri innkaupsverð vegna komu Costco. „Samkeppni í stað fákeppni, samráðs og einokunar getur kippt fótunum undan íslensku viðskiptalífi og valdið meira tjóni en tíu „vinstri stjórnir“ með tilheyrandi lífskjaraskerðingu. Hingað til hafa Íslingar verið að mestu lausir við samkeppni í viðskiptum, rétt eins og þjóðin hefur að segja má sloppið við plágur eins og hundaæði og félagshyggju. 7, 9, 13!,“ segir Þráinn í pistli sínum. „Til þessa hefur tekist að koma í veg fyrir þá samkeppni og alskonar leiðindasamanburð við aðrar þjóðir sem mundi fylgja því ef Ísland gengi í Evrópusambandið, en það verður ekki við öllu séð og í augnablikinu virðist sem „frjáls samkeppni“ þessi erlendi vágestur sé að ryðja sér til rúms hér á landi. Vonir standa þó til þess að okkar framsýna ríkisstjórn geti stöðvað þessa öfugþróun eða að minnsta kosti frestað henni um nokkrar kynslóðir,“ segir Þráinn og heldur áfram: „Það er þó huggun harmi gegn að sú samkeppni sem í vændum er nær ekki yfir mörg svið viðskiptalífsins, til dæmis heldur fákeppni áfram á bankamarkaði og samráð stórfyrirtækja mun haldast að mestu leyti óbreytt amk. á næstunni.“ Tengdar fréttir Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Varaforstjóri Costco hefur ekki séð önnur eins viðbrögð. 24. febrúar 2017 13:47 Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað Miklar breytingar eru í vændum í íslenskri fataverslun. Salan hefur dregist saman og H&M verður opnað á árinu. Hagar loka fjórum verslunum á þessu ári og læstu þremur í fyrra. Eigendur Next á Íslandi vilja færri fermetra í Kringlunni. 8. mars 2017 07:00 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
„Nú er viðskiptalíf á Íslandi í uppnámi enda margt að gerast. Stórverslanir eins og H&M og Costco eru komnar vel á veg með að opna útibú hér á landi. Þar fyrir utan hafa margir Íslingar tekið upp þann ósið að kaupa fatnað og annan óþarfa á Netinu,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, í hæðnum pistli á heimasíðu sinni sem ber fyrirsögnina Ógnin er yfirvofandi – vágestur á leið til landsins. Þráinn segir þessar breytingar eiga eftir að leiða til þess að „samkeppni í verslun sé nú huxanlega á leið til landsins í fyrsta sinn í ellefu hundruð ár sögu Íslandsbyggðar og sennilega mesta vá sem Íslandsbyggð hefur staðið frammi fyrir að meðtöldum bæði Svarta dauða og móðuharðindum“. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, fjallaði í gær um þær miklu breytingar sem útlit er fyrir að verði í fataverslun hér á landi með komu H&M og aukinnar netverslunar. Þá hefur blaðið einnig greint frá því að íslenskir heildsalar semji nú við erlenda birgja um lægri innkaupsverð vegna komu Costco. „Samkeppni í stað fákeppni, samráðs og einokunar getur kippt fótunum undan íslensku viðskiptalífi og valdið meira tjóni en tíu „vinstri stjórnir“ með tilheyrandi lífskjaraskerðingu. Hingað til hafa Íslingar verið að mestu lausir við samkeppni í viðskiptum, rétt eins og þjóðin hefur að segja má sloppið við plágur eins og hundaæði og félagshyggju. 7, 9, 13!,“ segir Þráinn í pistli sínum. „Til þessa hefur tekist að koma í veg fyrir þá samkeppni og alskonar leiðindasamanburð við aðrar þjóðir sem mundi fylgja því ef Ísland gengi í Evrópusambandið, en það verður ekki við öllu séð og í augnablikinu virðist sem „frjáls samkeppni“ þessi erlendi vágestur sé að ryðja sér til rúms hér á landi. Vonir standa þó til þess að okkar framsýna ríkisstjórn geti stöðvað þessa öfugþróun eða að minnsta kosti frestað henni um nokkrar kynslóðir,“ segir Þráinn og heldur áfram: „Það er þó huggun harmi gegn að sú samkeppni sem í vændum er nær ekki yfir mörg svið viðskiptalífsins, til dæmis heldur fákeppni áfram á bankamarkaði og samráð stórfyrirtækja mun haldast að mestu leyti óbreytt amk. á næstunni.“
Tengdar fréttir Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Varaforstjóri Costco hefur ekki séð önnur eins viðbrögð. 24. febrúar 2017 13:47 Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað Miklar breytingar eru í vændum í íslenskri fataverslun. Salan hefur dregist saman og H&M verður opnað á árinu. Hagar loka fjórum verslunum á þessu ári og læstu þremur í fyrra. Eigendur Next á Íslandi vilja færri fermetra í Kringlunni. 8. mars 2017 07:00 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Varaforstjóri Costco hefur ekki séð önnur eins viðbrögð. 24. febrúar 2017 13:47
Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað Miklar breytingar eru í vændum í íslenskri fataverslun. Salan hefur dregist saman og H&M verður opnað á árinu. Hagar loka fjórum verslunum á þessu ári og læstu þremur í fyrra. Eigendur Next á Íslandi vilja færri fermetra í Kringlunni. 8. mars 2017 07:00
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00