Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2017 13:47 Steve Pappas hefur, á sínum 26 árum hjá Costco, ekki séð annan eins áhuga og nú á Íslandi vegna fyrirhugaðrar opnunar. visir/anton brink Víst er að neytendur á Íslandi bíða opnunar búðar stórverslunarkeðjunnar Costco á Íslandi með mikilli eftirvæntingu. Til að geta verslað þar þurfa viðskiptavinir að vera meðlimir og hefur verið opnað fyrir skráningu og víst er að þar hrannast upp nöfnin. Varaforstjóri Costco í Evrópu, eða Senior Vice President, er Steve Pappas. Hann segir að venju samkvæmt sé alla jafna ekki gefið neitt út um meðlimaskrá eða skráningar. „En, ég get sagt þér að fyrstu viðtökur almennings við opnunartilboði við meðlimaskráningu á Kauptúni eru alveg einstaklega uppörvandi,“ segir Pappas. Hann segir viðbrögðin hafa staðist allar þeirra væntingar og gott betur. Pappas er á ferð og flugi um Evrópu starfa sinna vegna en þegar Vísir náði tali af honum var hann nýlentur á Heathrow-flugvelli í London. Pappas ber ábyrgð á rekstri Costco á Bretlandi, Spáni, í Frakklandi og nú Íslandi. „Á þeim 26 árum sem ég hef verið hjá Costco þá hef ég ekki séð þetta mikla eftirvæntingu og undirtektir á neinum nýjum markaði og nú á Íslandi.“ Ársaðild fyrir einstaklinga kostar 4.800 krónur og fyrirtækjaaðild er eitt þúsund krónum ódýrari. Aðgangur að verslun Costco verður einungis opinn meðlimum. Víst er að verulegs titrings gætir meðal þeirra sem fyrir eru á markaði vegna komu Costcos til landsins. Og, full ástæða er til ef marka má Steve Pappas sem veltir því fyrir sér hvort þessi mikli áhugi íslenskra neytenda geti verið vegna þess að þeir þekki til Costco og tilboða þar eftir ferðir sínar um Bandaríkin, Bretland og Kanada? Og hann lofar glæsilegri opnun verslunarinnar í maí. Tengdar fréttir Costco byrjað að ráða starfsfólk Verslunarrisinn leitar að starfsfólki í 9 deildir fyrirtækisins, allt frá bakaríinu til hjólbarðaverkstæðisins. 19. febrúar 2017 09:35 Costco opnar skráningarstöð í Kauptúni Costco á Íslandi opnaði skráningarstöð á lóð fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ um síðustu helgi. Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta þar keypt aðild að vöruhúsinu og var talsverð umferð inn á svæðið á sunnudag þegar blaðamaður átti leið framhjá. 23. febrúar 2017 09:55 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Víst er að neytendur á Íslandi bíða opnunar búðar stórverslunarkeðjunnar Costco á Íslandi með mikilli eftirvæntingu. Til að geta verslað þar þurfa viðskiptavinir að vera meðlimir og hefur verið opnað fyrir skráningu og víst er að þar hrannast upp nöfnin. Varaforstjóri Costco í Evrópu, eða Senior Vice President, er Steve Pappas. Hann segir að venju samkvæmt sé alla jafna ekki gefið neitt út um meðlimaskrá eða skráningar. „En, ég get sagt þér að fyrstu viðtökur almennings við opnunartilboði við meðlimaskráningu á Kauptúni eru alveg einstaklega uppörvandi,“ segir Pappas. Hann segir viðbrögðin hafa staðist allar þeirra væntingar og gott betur. Pappas er á ferð og flugi um Evrópu starfa sinna vegna en þegar Vísir náði tali af honum var hann nýlentur á Heathrow-flugvelli í London. Pappas ber ábyrgð á rekstri Costco á Bretlandi, Spáni, í Frakklandi og nú Íslandi. „Á þeim 26 árum sem ég hef verið hjá Costco þá hef ég ekki séð þetta mikla eftirvæntingu og undirtektir á neinum nýjum markaði og nú á Íslandi.“ Ársaðild fyrir einstaklinga kostar 4.800 krónur og fyrirtækjaaðild er eitt þúsund krónum ódýrari. Aðgangur að verslun Costco verður einungis opinn meðlimum. Víst er að verulegs titrings gætir meðal þeirra sem fyrir eru á markaði vegna komu Costcos til landsins. Og, full ástæða er til ef marka má Steve Pappas sem veltir því fyrir sér hvort þessi mikli áhugi íslenskra neytenda geti verið vegna þess að þeir þekki til Costco og tilboða þar eftir ferðir sínar um Bandaríkin, Bretland og Kanada? Og hann lofar glæsilegri opnun verslunarinnar í maí.
Tengdar fréttir Costco byrjað að ráða starfsfólk Verslunarrisinn leitar að starfsfólki í 9 deildir fyrirtækisins, allt frá bakaríinu til hjólbarðaverkstæðisins. 19. febrúar 2017 09:35 Costco opnar skráningarstöð í Kauptúni Costco á Íslandi opnaði skráningarstöð á lóð fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ um síðustu helgi. Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta þar keypt aðild að vöruhúsinu og var talsverð umferð inn á svæðið á sunnudag þegar blaðamaður átti leið framhjá. 23. febrúar 2017 09:55 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Costco byrjað að ráða starfsfólk Verslunarrisinn leitar að starfsfólki í 9 deildir fyrirtækisins, allt frá bakaríinu til hjólbarðaverkstæðisins. 19. febrúar 2017 09:35
Costco opnar skráningarstöð í Kauptúni Costco á Íslandi opnaði skráningarstöð á lóð fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ um síðustu helgi. Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta þar keypt aðild að vöruhúsinu og var talsverð umferð inn á svæðið á sunnudag þegar blaðamaður átti leið framhjá. 23. febrúar 2017 09:55
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00