Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun Haraldur Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Umfang Umhverfisstofnunar í eftirliti gagnvart United Silicon er fordæmalaust. vísir/vilhelm Stjórnendur kísilvers United Silicon í Helguvík óska eftir sex mánaða fresti til nauðsynlegra úrbóta í mengunarmálum. Þeir harma að lyktarmengun hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en segja hana mega rekja til tímabundinna vandamála og byrjunarörðugleika. Þetta kemur fram í bréfi sem United Silicon sendi Umhverfisstofnun á þriðjudag og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar kynnir fyrirtækið áætlun um úrbætur í mengunarmálum og varðandi frávik frá starfsleyfi, eins og því að spilliefni eru geymd utandyra á malarlóð, sem leiddu til þess að stofnunin sendi því harðort bréf í síðasta mánuði. Var þar farið fram á tafarlausar úrbætur. „Félagið telur á hinn bóginn einsýnt að félagið sjálft, með liðsinni sérfróðra aðila sem leitað hefur verið til, sé best til þess fallið að leysa þann vanda sem við er að etja,“ segir í bréfi United Silicon.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá UmhverfisstofnunUmhverfisstofnun sendi kísilverinu bréfið þann 21. febrúar og tilkynnti stjórnendum þess um áform um að ráðist yrði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Ástæðu þess mætti rekja til tíðra mengunaróhappa og að svo gæti farið að stöðva þyrfti reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. Umhverfisstofnun hefur borist vel á annað hundrað ábendinga um lyktarmengun og skráð fjölmörg frávik frá starfsleyfi. „Við höfum ekki tekið afstöðu til bréfsins [frá United Silicon] og munum fara yfir það næstu daga,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Samkvæmt bréfi Umhverfisstofnunar berast ábendingar um lyktarmengun iðulega eftir að slökkt hefur verið á eina ljósbogaofni verksmiðjunnar. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála United Silicon, svarar aðspurður að rekstur hennar hafi ekki gengið áfallalaust síðan fyrra bréfið barst fyrir rúmum tveimur vikum. Síðasta föstudag hafi þurft að slökkva á ofninum í um tvo daga. „Reksturinn er búinn að ganga mjög vel fyrir utan eitt óhapp en nú erum við komnir á mjög góðan skrið aftur. Þá varð bilun í búnaði þegar öxull brotnaði í færibandi og það tók á annan sólarhring að fá varahluti og gera við,“ segir Kristleifur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Stjórnendur kísilvers United Silicon í Helguvík óska eftir sex mánaða fresti til nauðsynlegra úrbóta í mengunarmálum. Þeir harma að lyktarmengun hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en segja hana mega rekja til tímabundinna vandamála og byrjunarörðugleika. Þetta kemur fram í bréfi sem United Silicon sendi Umhverfisstofnun á þriðjudag og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar kynnir fyrirtækið áætlun um úrbætur í mengunarmálum og varðandi frávik frá starfsleyfi, eins og því að spilliefni eru geymd utandyra á malarlóð, sem leiddu til þess að stofnunin sendi því harðort bréf í síðasta mánuði. Var þar farið fram á tafarlausar úrbætur. „Félagið telur á hinn bóginn einsýnt að félagið sjálft, með liðsinni sérfróðra aðila sem leitað hefur verið til, sé best til þess fallið að leysa þann vanda sem við er að etja,“ segir í bréfi United Silicon.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá UmhverfisstofnunUmhverfisstofnun sendi kísilverinu bréfið þann 21. febrúar og tilkynnti stjórnendum þess um áform um að ráðist yrði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Ástæðu þess mætti rekja til tíðra mengunaróhappa og að svo gæti farið að stöðva þyrfti reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. Umhverfisstofnun hefur borist vel á annað hundrað ábendinga um lyktarmengun og skráð fjölmörg frávik frá starfsleyfi. „Við höfum ekki tekið afstöðu til bréfsins [frá United Silicon] og munum fara yfir það næstu daga,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Samkvæmt bréfi Umhverfisstofnunar berast ábendingar um lyktarmengun iðulega eftir að slökkt hefur verið á eina ljósbogaofni verksmiðjunnar. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála United Silicon, svarar aðspurður að rekstur hennar hafi ekki gengið áfallalaust síðan fyrra bréfið barst fyrir rúmum tveimur vikum. Síðasta föstudag hafi þurft að slökkva á ofninum í um tvo daga. „Reksturinn er búinn að ganga mjög vel fyrir utan eitt óhapp en nú erum við komnir á mjög góðan skrið aftur. Þá varð bilun í búnaði þegar öxull brotnaði í færibandi og það tók á annan sólarhring að fá varahluti og gera við,“ segir Kristleifur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira