Spilar í gamla skóla Curry en heldur mest upp á Allen Iverson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2017 09:15 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty Jón Axel Guðmundsson hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili með Davidson-háskólaliðinu og er einn af lykilmönnum liðsins sem er athygliverður árangur fyrir nýliða. Graham Hooten, herbergisfélagi Jóns Axels á heimavistinni í Davidson, er ánægður með íslenska körfuboltastrákinn og hann skrifaði fróðlega grein á A10Talk síðuna sem fjallar um Atlantic 10 körfuboltadeildina. Hann gerir sér von um að Jón Axel komist í úrvalslið ársins hjá nýliðum í Atlantic 10 deildinni sem væri mikill heiður fyrir íslenska bakvörðinn úr Grindavík. Jón Axel er að fá að spila yfir 30 mínútur í leik og hann er með 8,1 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali. Hooten skrifar um það að þjálfarinn Bob McKillop hafi verið sá eini sem var tilbúinn að veðja á Grindvíkinginn og að hann sjái ekki eftir því í dag. Miðað við spilatímann hjá Jóni Axel á fyrsta ári fer ekkert á milli mála að McKillop sér Jón Axel fyrir sér sem lykilmann öll fjögur árin. Það koma einnig fram allskyns upplýsingar um Jón Axel í greininni þar á meðalt að „The Bachelor“ sér einn uppáhaldssjónvarpsþátturinn hans og að Allen Iverson sé uppáhalds NBA-leikmaðurinn hans. Þar kemur líka fram að hann haldi mikið upp á McDonalds og íslenska lakkrísinn. Jón Axel heldur því meira upp á Allen Iverson en Stephen Curry sem hefur verið kosinn besti leikmaður NBA undanfarin tvö tímabil og lék með Davidson-háskólaliðinu á árum áður. Það er reyndar alls ekkert slæmt að halda upp á Iverson enda frábær leikmaður sem gat allt sitt inn á vellinum sem er ekki slæmur kostur hjá körfuboltamanni. Það eina sem má finna að greininni er að þar kemur fram að Jón Axel er að monta sig af hraðakstri á milli Grindavíkur og Reykjavíkur. Hann segist vera fimmtán mínútur að keyra rúma fimmtíu kílómetra sem þýðir meðalhraða langt yfir leyfilegan ökuhraða. Graham Hooten er mjög ánægður með herbergisfélagann sinn en fyrir þá sem vilja lesa alla greinina um Jón Axel þá er hlekkur á hana hér.Check out my feature on @Jaxelinn; my roommate and one of the top freshmen in the Atlantic 10! #CatsAreWild https://t.co/NPTrCaDw3Q— Graham Hooten (@grahamhooten) February 14, 2017 Körfubolti Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili með Davidson-háskólaliðinu og er einn af lykilmönnum liðsins sem er athygliverður árangur fyrir nýliða. Graham Hooten, herbergisfélagi Jóns Axels á heimavistinni í Davidson, er ánægður með íslenska körfuboltastrákinn og hann skrifaði fróðlega grein á A10Talk síðuna sem fjallar um Atlantic 10 körfuboltadeildina. Hann gerir sér von um að Jón Axel komist í úrvalslið ársins hjá nýliðum í Atlantic 10 deildinni sem væri mikill heiður fyrir íslenska bakvörðinn úr Grindavík. Jón Axel er að fá að spila yfir 30 mínútur í leik og hann er með 8,1 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali. Hooten skrifar um það að þjálfarinn Bob McKillop hafi verið sá eini sem var tilbúinn að veðja á Grindvíkinginn og að hann sjái ekki eftir því í dag. Miðað við spilatímann hjá Jóni Axel á fyrsta ári fer ekkert á milli mála að McKillop sér Jón Axel fyrir sér sem lykilmann öll fjögur árin. Það koma einnig fram allskyns upplýsingar um Jón Axel í greininni þar á meðalt að „The Bachelor“ sér einn uppáhaldssjónvarpsþátturinn hans og að Allen Iverson sé uppáhalds NBA-leikmaðurinn hans. Þar kemur líka fram að hann haldi mikið upp á McDonalds og íslenska lakkrísinn. Jón Axel heldur því meira upp á Allen Iverson en Stephen Curry sem hefur verið kosinn besti leikmaður NBA undanfarin tvö tímabil og lék með Davidson-háskólaliðinu á árum áður. Það er reyndar alls ekkert slæmt að halda upp á Iverson enda frábær leikmaður sem gat allt sitt inn á vellinum sem er ekki slæmur kostur hjá körfuboltamanni. Það eina sem má finna að greininni er að þar kemur fram að Jón Axel er að monta sig af hraðakstri á milli Grindavíkur og Reykjavíkur. Hann segist vera fimmtán mínútur að keyra rúma fimmtíu kílómetra sem þýðir meðalhraða langt yfir leyfilegan ökuhraða. Graham Hooten er mjög ánægður með herbergisfélagann sinn en fyrir þá sem vilja lesa alla greinina um Jón Axel þá er hlekkur á hana hér.Check out my feature on @Jaxelinn; my roommate and one of the top freshmen in the Atlantic 10! #CatsAreWild https://t.co/NPTrCaDw3Q— Graham Hooten (@grahamhooten) February 14, 2017
Körfubolti Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira