Segir sjaldnast erfitt að finna kaupanda að álverum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. september 2017 13:45 Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir álmarkaðinn vera að taka við sér. „Það gerist með reglubundnum hætti í heiminum að álver gangi kaupum og sölum og það hefur sjaldnast verið erfitt að finna kaupendur,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls - Samtaka álframleiðenda á Íslandi. „Það er bjartara yfir álmörkuðum og hlutabréf í álverum hafa farið hækkandi. Flest álver á vesturlöndum eru á hlutabréfamarkaði og eru í svona almennri eigu og það sýnir tiltrú markaðarins að þau fari hækkandi í verði.“ Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar Tvö í gærkvöldi að Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumvík, tilkynnti starfsmönnum fyrirtækinsins að Rio Tinto Alcan hefði hug á að selja álverið. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár sökum lágs álverðs en hinsvegar er hann byrjaður taka við sér þar sem álverð fari hækkandi. „Maður finnur að það er meiri tiltrúa á markaðnum,“ segir Pétur. „Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að eftirspurn hefur aukist ár frá ári um fimm til sex prósent.“ Hann segir það spila stórt hlutverk að sífellt meira af áli sé notað í bílaframleiðslu. Það sé bæði gert til að mæta umhverfiskröfum stjórnvalda og til að létta bílaflotann. Einnig spilar það hlutverk að Kínverjar eru að draga úr framleiðslu sinni til að mæta skuldbindingum í loftslagsmálum en álver í Kína eru knúin kolum. „Hvað framboðshliðina varðar þá hafa kínversk stjórnvöld lýst því yfir að þau hyggist draga úr framleiðslu á stórum svæðum í Kína. Það hefur þá kannski stuðlað að meira jafnvægi í álframleiðslu þar . Þar hefur verið mestur vöxtur á undanförnum árum og í raun hefur álframleiðsla vaxið þar umfram eftirspurn,“ segir Pétur. Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
„Það gerist með reglubundnum hætti í heiminum að álver gangi kaupum og sölum og það hefur sjaldnast verið erfitt að finna kaupendur,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls - Samtaka álframleiðenda á Íslandi. „Það er bjartara yfir álmörkuðum og hlutabréf í álverum hafa farið hækkandi. Flest álver á vesturlöndum eru á hlutabréfamarkaði og eru í svona almennri eigu og það sýnir tiltrú markaðarins að þau fari hækkandi í verði.“ Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar Tvö í gærkvöldi að Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumvík, tilkynnti starfsmönnum fyrirtækinsins að Rio Tinto Alcan hefði hug á að selja álverið. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár sökum lágs álverðs en hinsvegar er hann byrjaður taka við sér þar sem álverð fari hækkandi. „Maður finnur að það er meiri tiltrúa á markaðnum,“ segir Pétur. „Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að eftirspurn hefur aukist ár frá ári um fimm til sex prósent.“ Hann segir það spila stórt hlutverk að sífellt meira af áli sé notað í bílaframleiðslu. Það sé bæði gert til að mæta umhverfiskröfum stjórnvalda og til að létta bílaflotann. Einnig spilar það hlutverk að Kínverjar eru að draga úr framleiðslu sinni til að mæta skuldbindingum í loftslagsmálum en álver í Kína eru knúin kolum. „Hvað framboðshliðina varðar þá hafa kínversk stjórnvöld lýst því yfir að þau hyggist draga úr framleiðslu á stórum svæðum í Kína. Það hefur þá kannski stuðlað að meira jafnvægi í álframleiðslu þar . Þar hefur verið mestur vöxtur á undanförnum árum og í raun hefur álframleiðsla vaxið þar umfram eftirspurn,“ segir Pétur.
Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent