Stefnt að uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða á Ártúnshöfða Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2017 14:12 Lóðirnar sem falla undir samstarfið eru 273 þúsund fermetrar og munu geta rúmað þrjú til fjögur þúsund nýjar íbúðir. Reykjavíkurborg Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar lóðarhafa – Ingvi Jónasson hjá Klasa og Pétur Árni Jónsson hjá Heild – skrifuðu undir á einni af fjölmörgum nýjum byggingarlóðum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að svæðið sem samkomulagið nái til sé 273 þúsund fermetrar og sé gert ráð fyrir að á þetta svæði geti komið þrjú til fjögur þúsund nýjar íbúðir. Fyrirsjáanlegt sé að á Ártúnshöfða verði eitt mesta uppbyggingarsvæðið í Reykjavík á næstu árum. „Við undirbúningi uppbyggingar íbúðasvæðisins á Ártúnshöfða verður haft að leiðarljósi að skapa hagstæðar aðstæður á hluta svæðisins fyrir ungt fólk og/eða þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð eða kjósa að vera á leigumarkaði. Markmiðið er að skapa aðstæður til að byggja ódýrt húsnæði án þess að slegið sé af gæðakröfum, skapa möguleika fyrir deililausnir, bæði er lýtur að húsnæði, innviðum og samgöngum, eins og segir í yfirlýsingu. Vinna skal með þessi markmið á öllum stigum undirbúnings, deiliskipulagsgerðar, uppbyggingar- og söluferlis,“ segir í fréttinni. Kveðið sé á um það í samningi að við deiliskipulagsvinnuna skuli sérstaklega horft til þess að skapa gott jafnvægi milli íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis og þjónustu í hverfinu, auk tenginga við almenningssamgöngur. Nánar má lesa um málið í frétt Reykjavíkurborgar.Ingvi Jónasson hjá Klasa, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Pétur Árni Jónsson hjá Heild.Reykjavíkurborg Tengdar fréttir Átta hundruð íbúðir í Skerjafjörðinn Líklega hefur Reykjavík aldrei haft jafn margar atvinnulóðir til reiðu. Von er á mikilli uppbyggingu út um alla borg. Borgarlínan sé lykilatriði í uppbyggingunni allri. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar lóðarhafa – Ingvi Jónasson hjá Klasa og Pétur Árni Jónsson hjá Heild – skrifuðu undir á einni af fjölmörgum nýjum byggingarlóðum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að svæðið sem samkomulagið nái til sé 273 þúsund fermetrar og sé gert ráð fyrir að á þetta svæði geti komið þrjú til fjögur þúsund nýjar íbúðir. Fyrirsjáanlegt sé að á Ártúnshöfða verði eitt mesta uppbyggingarsvæðið í Reykjavík á næstu árum. „Við undirbúningi uppbyggingar íbúðasvæðisins á Ártúnshöfða verður haft að leiðarljósi að skapa hagstæðar aðstæður á hluta svæðisins fyrir ungt fólk og/eða þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð eða kjósa að vera á leigumarkaði. Markmiðið er að skapa aðstæður til að byggja ódýrt húsnæði án þess að slegið sé af gæðakröfum, skapa möguleika fyrir deililausnir, bæði er lýtur að húsnæði, innviðum og samgöngum, eins og segir í yfirlýsingu. Vinna skal með þessi markmið á öllum stigum undirbúnings, deiliskipulagsgerðar, uppbyggingar- og söluferlis,“ segir í fréttinni. Kveðið sé á um það í samningi að við deiliskipulagsvinnuna skuli sérstaklega horft til þess að skapa gott jafnvægi milli íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis og þjónustu í hverfinu, auk tenginga við almenningssamgöngur. Nánar má lesa um málið í frétt Reykjavíkurborgar.Ingvi Jónasson hjá Klasa, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Pétur Árni Jónsson hjá Heild.Reykjavíkurborg
Tengdar fréttir Átta hundruð íbúðir í Skerjafjörðinn Líklega hefur Reykjavík aldrei haft jafn margar atvinnulóðir til reiðu. Von er á mikilli uppbyggingu út um alla borg. Borgarlínan sé lykilatriði í uppbyggingunni allri. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Átta hundruð íbúðir í Skerjafjörðinn Líklega hefur Reykjavík aldrei haft jafn margar atvinnulóðir til reiðu. Von er á mikilli uppbyggingu út um alla borg. Borgarlínan sé lykilatriði í uppbyggingunni allri. 23. maí 2017 07:00