Vogunarsjóður metinn hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2017 22:10 Í tilkynningu Fjármáleftirlitsins segir að við matið hafi sérstaklega verið horft til þess að Arion banki teljist kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki. Vísir/Stefán Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt vogunarsjóðnum Taconic Capital Advisors LP og tengdum aðilum að þeir teljist hæfir til fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem birt var á heimasíðu þess í kvöld. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, greindi frá því í síðustu viku að þessi niðurstaða væri væntanleg. Þýðir þetta að sjóðnum sé heimilt að eiga beint og óbeint samanlagt meira en tíu prósenta hlut í Arion banka. Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort sá sem hyggst eignast virkan eignarhlut sé hæfur til að fara með eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fjármálafyrirtækis. Í tilkynningu Fjármáleftirlitsins segir að við matið hafi sérstaklega verið horft til þess að Arion banki teljist kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu fjármálastöðugleikaráðs. Með hliðsjón af því kannaði Fjármálaeftirlitið sérstaklega getu Taconic Capital Advisors LP og tengdra aðila til að styðja fjárhagslega við bankann við sérstakar aðstæður. Meðal þess sem Fjármálaeftirlitið kannaði var hæfi Frank Brosens, en hann stýrir félaginu sem heldur utan um hlut Taconic Capital í Arion banka, til þess að fara með virkan eignarhlut í bankanum með óbeinni hlutdeild. Í viðtali við Markaðinn í mars síðastliðnum sagði Brosens að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka væru ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. 16. ágúst 2017 08:30 Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Útboð og skráning á Arion banka verður í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Ekkert samkomulag um endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins. Þingmaður Framsóknarflokksins segir starfsstjórn ekki geta tekið neina slíka ákvörðun. 20. september 2017 06:30 Vogunarsjóðir að gerast virkir eigendur að Arion banka Vogunarsjóðunum Taconic og Attestor verður heimilað að eiga beint og óbeint meira en tíu prósent í Arion banka. FME mun brátt ljúka hæfismati sínu. Kaupþing og stjórnvöld vinna að því að endurskoða ákvæði um forkaupsrétt. 13. september 2017 06:30 Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna 12. apríl 2017 07:00 Einn stærsti eigandi Arion setur söluferlið í uppnám Salan á Arion-banka er í uppnámi þar sem þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital, sem keypti 6,6% hlut í bankanum fyrr á þessu ári af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. 27. maí 2017 08:57 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt vogunarsjóðnum Taconic Capital Advisors LP og tengdum aðilum að þeir teljist hæfir til fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem birt var á heimasíðu þess í kvöld. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, greindi frá því í síðustu viku að þessi niðurstaða væri væntanleg. Þýðir þetta að sjóðnum sé heimilt að eiga beint og óbeint samanlagt meira en tíu prósenta hlut í Arion banka. Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort sá sem hyggst eignast virkan eignarhlut sé hæfur til að fara með eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fjármálafyrirtækis. Í tilkynningu Fjármáleftirlitsins segir að við matið hafi sérstaklega verið horft til þess að Arion banki teljist kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu fjármálastöðugleikaráðs. Með hliðsjón af því kannaði Fjármálaeftirlitið sérstaklega getu Taconic Capital Advisors LP og tengdra aðila til að styðja fjárhagslega við bankann við sérstakar aðstæður. Meðal þess sem Fjármálaeftirlitið kannaði var hæfi Frank Brosens, en hann stýrir félaginu sem heldur utan um hlut Taconic Capital í Arion banka, til þess að fara með virkan eignarhlut í bankanum með óbeinni hlutdeild. Í viðtali við Markaðinn í mars síðastliðnum sagði Brosens að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka væru ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. 16. ágúst 2017 08:30 Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Útboð og skráning á Arion banka verður í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Ekkert samkomulag um endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins. Þingmaður Framsóknarflokksins segir starfsstjórn ekki geta tekið neina slíka ákvörðun. 20. september 2017 06:30 Vogunarsjóðir að gerast virkir eigendur að Arion banka Vogunarsjóðunum Taconic og Attestor verður heimilað að eiga beint og óbeint meira en tíu prósent í Arion banka. FME mun brátt ljúka hæfismati sínu. Kaupþing og stjórnvöld vinna að því að endurskoða ákvæði um forkaupsrétt. 13. september 2017 06:30 Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna 12. apríl 2017 07:00 Einn stærsti eigandi Arion setur söluferlið í uppnám Salan á Arion-banka er í uppnámi þar sem þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital, sem keypti 6,6% hlut í bankanum fyrr á þessu ári af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. 27. maí 2017 08:57 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. 16. ágúst 2017 08:30
Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Útboð og skráning á Arion banka verður í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Ekkert samkomulag um endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins. Þingmaður Framsóknarflokksins segir starfsstjórn ekki geta tekið neina slíka ákvörðun. 20. september 2017 06:30
Vogunarsjóðir að gerast virkir eigendur að Arion banka Vogunarsjóðunum Taconic og Attestor verður heimilað að eiga beint og óbeint meira en tíu prósent í Arion banka. FME mun brátt ljúka hæfismati sínu. Kaupþing og stjórnvöld vinna að því að endurskoða ákvæði um forkaupsrétt. 13. september 2017 06:30
Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna 12. apríl 2017 07:00
Einn stærsti eigandi Arion setur söluferlið í uppnám Salan á Arion-banka er í uppnámi þar sem þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital, sem keypti 6,6% hlut í bankanum fyrr á þessu ári af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. 27. maí 2017 08:57