Skuldir heimila og fyrirtækja aukast Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. apríl 2017 18:30 Raunskuldir heimila og fyrirtækja jukust á árinu 2016 þótt sparnaður hafi vaxið á síðustu árum. Fram kemur í tilmælum fjármálastöðugleikaráðs til Fjármálaeftirlitsins að bæði heimili og fyrirtæki stofni um þessar mundir til aukinna skulda þótt skuldirnar vaxi hægar en landsframleiðslan.Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Ráðið er vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og stefnumótunar vegna fjármálastöðugleika og samhæfir viðbúnað opinberra aðila við fjármálakreppu. Fjármálastöðugleikaráð kom saman fimmtudaginn 6. apríl síðastliðinn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fjallað var um áhættur í fjármálakerfinu og horfur í þjóðarbúskapnum. Ákveðið var að beina tilmælum til Fjármálaeftirlitsins um að halda svokölluðum „sveiflujöfnunarauka“ á innlend útlán bankanna óbreyttum við 1,25 prósent. Sveiflujöfnunarauki er þjóðhagsvarúðartæki. Um er að ræða eiginfjárauka eða viðbótar eigið fé sem bankarnir þurfa að eiga og geta gengið á ef hagkerfið verður fyrir áföllum og það verða útlánatöp í bankakerfinu. Þetta er eiginlegur varasjóður eða viðbótarfé til að jafna sveiflur og þess vegna kallast þetta sveiflujöfnunarauki. Í bréfi fjármálastöðugleikaráðs til FME með tilmælum um sveiflujöfnunarauka er líka fjallað um skuldaþróun heimila og fyrirtækja en þar segir: „Raunskuldir heimila og fyrirtækja jukust lítillega á árinu 2016 en skuldir í hlutfalli við verga landsframleiðslu lækkuðu. (...) Séu verðtryggðar skuldir settar á fast verðlag, og þær erlendu settar á fast gengi, mælist skuldavöxtur í heild 4,3% á árinu 2016. Því er ljóst að heimili og fyrirtæki stofna um þessar mundir til aukinna skulda, þó svo að á þennan mælikvarða vaxi skuldir hægar en landsframleiðsla.“ Í bréfi fjármálastöðugleikaráðs kemur hins vegar fram að veðrými heimila og fyrirtækja hafi batnað vegna hækkandi eignaverðs og skuldaleiðréttinga. Skuldabyrði heimila og fyrirtækja hafi einnig verið lág undanfarin misseri. Aðstæður til aukinnar skuldsetningar séu því fyrir hendi hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Þótt fjármálastöðugleikaráð orði þetta með þessum hætti í bréfi sínu má alls ekki skilja þennan hluta bréfsins á þann veg að ráðið hvetji til aukinnar skuldsetningar. Aðeins er verið að benda á að svigrúmið sé til staðar vegna aukins veðrýmis. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Raunskuldir heimila og fyrirtækja jukust á árinu 2016 þótt sparnaður hafi vaxið á síðustu árum. Fram kemur í tilmælum fjármálastöðugleikaráðs til Fjármálaeftirlitsins að bæði heimili og fyrirtæki stofni um þessar mundir til aukinna skulda þótt skuldirnar vaxi hægar en landsframleiðslan.Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Ráðið er vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og stefnumótunar vegna fjármálastöðugleika og samhæfir viðbúnað opinberra aðila við fjármálakreppu. Fjármálastöðugleikaráð kom saman fimmtudaginn 6. apríl síðastliðinn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fjallað var um áhættur í fjármálakerfinu og horfur í þjóðarbúskapnum. Ákveðið var að beina tilmælum til Fjármálaeftirlitsins um að halda svokölluðum „sveiflujöfnunarauka“ á innlend útlán bankanna óbreyttum við 1,25 prósent. Sveiflujöfnunarauki er þjóðhagsvarúðartæki. Um er að ræða eiginfjárauka eða viðbótar eigið fé sem bankarnir þurfa að eiga og geta gengið á ef hagkerfið verður fyrir áföllum og það verða útlánatöp í bankakerfinu. Þetta er eiginlegur varasjóður eða viðbótarfé til að jafna sveiflur og þess vegna kallast þetta sveiflujöfnunarauki. Í bréfi fjármálastöðugleikaráðs til FME með tilmælum um sveiflujöfnunarauka er líka fjallað um skuldaþróun heimila og fyrirtækja en þar segir: „Raunskuldir heimila og fyrirtækja jukust lítillega á árinu 2016 en skuldir í hlutfalli við verga landsframleiðslu lækkuðu. (...) Séu verðtryggðar skuldir settar á fast verðlag, og þær erlendu settar á fast gengi, mælist skuldavöxtur í heild 4,3% á árinu 2016. Því er ljóst að heimili og fyrirtæki stofna um þessar mundir til aukinna skulda, þó svo að á þennan mælikvarða vaxi skuldir hægar en landsframleiðsla.“ Í bréfi fjármálastöðugleikaráðs kemur hins vegar fram að veðrými heimila og fyrirtækja hafi batnað vegna hækkandi eignaverðs og skuldaleiðréttinga. Skuldabyrði heimila og fyrirtækja hafi einnig verið lág undanfarin misseri. Aðstæður til aukinnar skuldsetningar séu því fyrir hendi hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Þótt fjármálastöðugleikaráð orði þetta með þessum hætti í bréfi sínu má alls ekki skilja þennan hluta bréfsins á þann veg að ráðið hvetji til aukinnar skuldsetningar. Aðeins er verið að benda á að svigrúmið sé til staðar vegna aukins veðrýmis.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira