Ætla að ráða þúsundir til að sporna gegn ofbeldisfullu efni Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2017 15:01 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. Vísir/GETTY Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi ráða þrjú þúsund manns á þessu ári til þess að berjast gegn ofbeldisfullu efni á samfélagsmiðli fyrirtækisins. Þau myndu ganga til liðs við þá 4.500 starfsmenn sem þegar sinna slíku starfi svo hægt verði að bregðast við óviðeigandi efni af meiri hraða. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli þar sem morð og nauðganir eru sýnd í beinni útsendingu á Facebook. „Undanfarnar vikur höfum við séð fólk skaða sjálft sig og aðra á Facebook, annað hvort í beinni útsendingu eða á myndböndum sem birt hafa verið eftirá. Það er sorglegt og ég hef verið að velta vöngum yfir því hvernig við getum staðið okkur betur fyrir samfélagið,“ skrifar Zuckerberg. Hann segir mikilvægt að notendum verði gert kleift að benda starfsmönnum Facebook á slíkt efni eins fljótt og auðið er og að starfsmennirnir geti brugðist hratt við. Enn fremur segir Zuckerberg að verið sé að vinna í fyrra atriðinu og að umræddir þrjú þúsund starfsmenn eigi að sinna því seinna. „Þetta er mjög mikilvægt. Í síðustu viku fengum við tilkynningu um að aðili í beinni útsendingu væri að íhuga sjálfsvíg. Við höfðum strax samband við lögreglu og þeim tókst að koma í veg fyrir að aðilinn skaðaði sig. Í öðrum tilfellum höfum við ekki verið jafn heppin.“ Tækni Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi ráða þrjú þúsund manns á þessu ári til þess að berjast gegn ofbeldisfullu efni á samfélagsmiðli fyrirtækisins. Þau myndu ganga til liðs við þá 4.500 starfsmenn sem þegar sinna slíku starfi svo hægt verði að bregðast við óviðeigandi efni af meiri hraða. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli þar sem morð og nauðganir eru sýnd í beinni útsendingu á Facebook. „Undanfarnar vikur höfum við séð fólk skaða sjálft sig og aðra á Facebook, annað hvort í beinni útsendingu eða á myndböndum sem birt hafa verið eftirá. Það er sorglegt og ég hef verið að velta vöngum yfir því hvernig við getum staðið okkur betur fyrir samfélagið,“ skrifar Zuckerberg. Hann segir mikilvægt að notendum verði gert kleift að benda starfsmönnum Facebook á slíkt efni eins fljótt og auðið er og að starfsmennirnir geti brugðist hratt við. Enn fremur segir Zuckerberg að verið sé að vinna í fyrra atriðinu og að umræddir þrjú þúsund starfsmenn eigi að sinna því seinna. „Þetta er mjög mikilvægt. Í síðustu viku fengum við tilkynningu um að aðili í beinni útsendingu væri að íhuga sjálfsvíg. Við höfðum strax samband við lögreglu og þeim tókst að koma í veg fyrir að aðilinn skaðaði sig. Í öðrum tilfellum höfum við ekki verið jafn heppin.“
Tækni Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira