Svipmynd Markaðarins: Tónlistarnörd sem grúskar í Spotify Haraldur Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2017 11:00 Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/GVA Ólafur Teitur Guðnason var ráðinn aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í janúarlok. Þá hafði hann unnið sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík frá árinu 2008. Þar áður var hann fréttamaður hjá RÚV, DV og Viðskiptablaðinu og síðar fjölmiðlafulltrúi fjárfestingarbankans Straums-Burðaráss. Í samtali við Markaðinn segir Ólafur, sem fæddur árið 1973, að hann hafi gaman af því að grúska í tónlist. Gerði hann einmitt níu útvarpsþætti um sögu hljómsveitarinnar Pink Floyd fyrir Rás 2 eins og kom fram í tilkynningu um ráðningu hans í starf aðstoðarmanns ráðherra. Ólafur Teitur er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands en tók hluta námsins við Albert-Ludwigs háskólann í Freiburg í Þýskalandi. Eiginkona hans heitir Engilbjört Auðunsdóttir og er viðskiptafræðingur en þau eiga tvo syni.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það að mér skyldi vera boðið nýtt starf.Hvaða app notarðu mest? Spotify og Facebook.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Grúska í tónlist, viða að mér nýju efni, flokka það, merki og sortera og bý til lagalista. Það er örlítill bókasafnsfræðinörd í mér þótt ég geti líka verið óskipulagður.Hvernig heldur þú þér í formi? Eftir tveggja áratuga fullkomið hreyfingarleysi og keðjureykingar veiktist ég nokkuð harkalega sem var kærkomið spark í rassinn. Núna fer ég því nokkuð reglulega í ræktina þar sem ég bæði skokka og lyfti auk þess sem ég reyni að ganga sem mest.Hvernig tónlist hlustar þú á? Lengi vel sótti ég mest í þunga hádramatík á borð við Pink Floyd, Sigur Rós og Radiohead en í seinni tíð legg ég meira upp úr góðum takti og „grúvi“, sem getur verið allt frá fönki upp í raftónlist. Ég hef í næstum fjögur ár gert mánaðarlega lagalista á Spotify til að halda utan um það sem ég er að uppgötva hverju sinni.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er nýbyrjaður í nýju starfi og það leggst mjög vel í mig; algjör draumur! Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason var ráðinn aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í janúarlok. Þá hafði hann unnið sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík frá árinu 2008. Þar áður var hann fréttamaður hjá RÚV, DV og Viðskiptablaðinu og síðar fjölmiðlafulltrúi fjárfestingarbankans Straums-Burðaráss. Í samtali við Markaðinn segir Ólafur, sem fæddur árið 1973, að hann hafi gaman af því að grúska í tónlist. Gerði hann einmitt níu útvarpsþætti um sögu hljómsveitarinnar Pink Floyd fyrir Rás 2 eins og kom fram í tilkynningu um ráðningu hans í starf aðstoðarmanns ráðherra. Ólafur Teitur er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands en tók hluta námsins við Albert-Ludwigs háskólann í Freiburg í Þýskalandi. Eiginkona hans heitir Engilbjört Auðunsdóttir og er viðskiptafræðingur en þau eiga tvo syni.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það að mér skyldi vera boðið nýtt starf.Hvaða app notarðu mest? Spotify og Facebook.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Grúska í tónlist, viða að mér nýju efni, flokka það, merki og sortera og bý til lagalista. Það er örlítill bókasafnsfræðinörd í mér þótt ég geti líka verið óskipulagður.Hvernig heldur þú þér í formi? Eftir tveggja áratuga fullkomið hreyfingarleysi og keðjureykingar veiktist ég nokkuð harkalega sem var kærkomið spark í rassinn. Núna fer ég því nokkuð reglulega í ræktina þar sem ég bæði skokka og lyfti auk þess sem ég reyni að ganga sem mest.Hvernig tónlist hlustar þú á? Lengi vel sótti ég mest í þunga hádramatík á borð við Pink Floyd, Sigur Rós og Radiohead en í seinni tíð legg ég meira upp úr góðum takti og „grúvi“, sem getur verið allt frá fönki upp í raftónlist. Ég hef í næstum fjögur ár gert mánaðarlega lagalista á Spotify til að halda utan um það sem ég er að uppgötva hverju sinni.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er nýbyrjaður í nýju starfi og það leggst mjög vel í mig; algjör draumur!
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent