Breytt landslag Stjórnarmaðurinn skrifar 23. desember 2017 11:00 Athyglisvert er að lesa um risakaup Disney á tilteknum eignum Twentieth Century Fox. Kaupverðið er ríflega 52 milljarðar Bandaríkjadala og greiðist að fullu með hlutabréfum í sameinuðu félagi. Þessi kaup, sem bíða staðfestingar samkeppnisyfirvalda, eru merkileg af mörgum ástæðum. Í fyrsta lagi er þetta stærsta gagnsókn hefðbundins fjölmiðlafyrirtækis gegn nýmiðlunum til þessa. Disney er að hasla sér völl gegn aðilum á borð við Netflix sem byggja veldi sitt á framleiðslu á eigin efni sem þeir streyma gegnum internetið. Raunar fylgir sögunni að Disney líti einnig á bæði Facebook og YouTube sem keppinauta. Það gefur góða vísbendingu um þankagang þeirra sem stýra Disney-skútunni. Með í kaupunum fylgir fjöldinn allur af kvikmynda- og sjónvarpsstúdíóum, sem framleiða allt frá Hollywood-stórmyndum, þáttaröðum eins og Simpsons og bresku efni á borð við Broadchurch. Hlutur Fox í efnisveitunni Hulu fylgir með en einnig hefur verið gefið út að Disney ætli að setja á laggirnar tvær streymiþjónustur til viðbótar. Skilaboðin eru skýr. Disney ætlar að eiga bæði efnið og dreifileiðina. Þessu til viðbótar á Fox tæplega 40% í breska sjónvarpsrisanum Sky, og hefur gert yfirtökutilboð í það sem upp á vantar. Innan Sky er sennilega mesta sérþekking á íþróttaefni sem fyrirfinnst. Líklegt er að Sky ætli sér stóra hluti á því sviði einnig. Í öðru lagi þá er merkilegt að bera kaup Disney á Fox saman við nýleg kaup Vodafone á sjónvarps- og fjarskiptarekstri 365 miðla hér á landi. Þar er hugsunin vafalaust svipuð þeirri hjá Disney, en gott að sjá að innlendir aðilar virðast fylgjast vel með alþjóðlegri þróun. Athyglisvert verður að fylgjast með stjórnendum Vodafone kynna kaupin betur fyrir markaðnum á nýju ári. Loks marka kaup Disney á Fox þáttaskil á breskum og bandarískum markaði að því leyti að Rupert Murdoch, sem verið hefur valdamesti maður heims að sumra mati gegnum eignarhald sitt á fjölmiðlum, dregur nú verulega úr umsvifum sínum. Murdoch hefur iðulega verið réttum megin sögunnar þegar kemur að sviptingum á fjölmiðlamarkaði og því veit á gott fyrir Disney að hann verði nú meðal stærstu eigenda sameinaðs félags. Murdoch veit sínu viti hvað sem mönnum kann að finnast um hann að öðru leyti.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Athyglisvert er að lesa um risakaup Disney á tilteknum eignum Twentieth Century Fox. Kaupverðið er ríflega 52 milljarðar Bandaríkjadala og greiðist að fullu með hlutabréfum í sameinuðu félagi. Þessi kaup, sem bíða staðfestingar samkeppnisyfirvalda, eru merkileg af mörgum ástæðum. Í fyrsta lagi er þetta stærsta gagnsókn hefðbundins fjölmiðlafyrirtækis gegn nýmiðlunum til þessa. Disney er að hasla sér völl gegn aðilum á borð við Netflix sem byggja veldi sitt á framleiðslu á eigin efni sem þeir streyma gegnum internetið. Raunar fylgir sögunni að Disney líti einnig á bæði Facebook og YouTube sem keppinauta. Það gefur góða vísbendingu um þankagang þeirra sem stýra Disney-skútunni. Með í kaupunum fylgir fjöldinn allur af kvikmynda- og sjónvarpsstúdíóum, sem framleiða allt frá Hollywood-stórmyndum, þáttaröðum eins og Simpsons og bresku efni á borð við Broadchurch. Hlutur Fox í efnisveitunni Hulu fylgir með en einnig hefur verið gefið út að Disney ætli að setja á laggirnar tvær streymiþjónustur til viðbótar. Skilaboðin eru skýr. Disney ætlar að eiga bæði efnið og dreifileiðina. Þessu til viðbótar á Fox tæplega 40% í breska sjónvarpsrisanum Sky, og hefur gert yfirtökutilboð í það sem upp á vantar. Innan Sky er sennilega mesta sérþekking á íþróttaefni sem fyrirfinnst. Líklegt er að Sky ætli sér stóra hluti á því sviði einnig. Í öðru lagi þá er merkilegt að bera kaup Disney á Fox saman við nýleg kaup Vodafone á sjónvarps- og fjarskiptarekstri 365 miðla hér á landi. Þar er hugsunin vafalaust svipuð þeirri hjá Disney, en gott að sjá að innlendir aðilar virðast fylgjast vel með alþjóðlegri þróun. Athyglisvert verður að fylgjast með stjórnendum Vodafone kynna kaupin betur fyrir markaðnum á nýju ári. Loks marka kaup Disney á Fox þáttaskil á breskum og bandarískum markaði að því leyti að Rupert Murdoch, sem verið hefur valdamesti maður heims að sumra mati gegnum eignarhald sitt á fjölmiðlum, dregur nú verulega úr umsvifum sínum. Murdoch hefur iðulega verið réttum megin sögunnar þegar kemur að sviptingum á fjölmiðlamarkaði og því veit á gott fyrir Disney að hann verði nú meðal stærstu eigenda sameinaðs félags. Murdoch veit sínu viti hvað sem mönnum kann að finnast um hann að öðru leyti.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira