Þetta er ógeðslega leiðinlegt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. janúar 2017 06:00 Aron er í kapphlaupi við tímann. vísir/getty Þegar aðeins einn dagur er í að Ísland hefji leik á heimsmeistaramótinu í Frakklandi er enn óvissa um hverjir séu að fara að spila fyrir liðið. Stærsta spurningamerkið er auðvitað stjarna liðsins, Aron Pálmarsson, en hann er þó kominn til Frakklands og æfði með liðinu í gær. Vignir Svavarsson er enn á Íslandi veikur og Stefán Rafn Sigurmannsson kom til Frakklands vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. Stríðsjálkarnir Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson virðast þó vera klárir í bátana. „Ég er búinn með eina æfingu hérna þar sem ég beitti mér svona 70-80 prósent. Þetta gekk svona allt í lagi. Sumt var í lagi en ég var verri í ákveðnum hreyfingum. Ég fékk svo sprautu fyrir um viku síðan og við erum að bíða eftir að virknin í henni „kikki“ almennilega inn,“ sagði Aron eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í gær en hann segist vera í kappi við tímann og ómögulegt að segja hvernig hans mál endi. Sjá einnig: Aron: Ég er í kappi við tímann „Kannski verð ég miklu betri á morgun og svo kannski ekki. Ég vonast eftir hinu besta. Ég er svipaður og ég var eftir æfingar síðast en öðruvísi samt út af sprautunni. Vonandi skilar sprautan sínu og það heldur bjartsýninni gangandi.“ Það þarf auðvitað ekkert að fjölyrða um mikilvægi Arons í íslenska liðinu. Hann er besti leikmaður liðsins og það yrði gríðarlegt högg ef hann spilar ekki. Kemur til greina að hann sleppi fyrstu leikjunum og komi svo inn jafnvel um miðja riðlakeppnina? „Það er auðvitað möguleiki að sleppa fyrsta eða jafnvel tveim fyrstu. Á meðan möguleikinn er fyrir hendi að ég geti spilað þá mun ég vera hérna. Ef ég verð ekki orðinn nógu góður fyrir þriðja eða fjórða leik þá hef ég ekkert að gera hérna. Það er erfitt að segja eitthvað því ég veit svo lítið sjálfur. Þetta er bara bið,“ segir Aron og það leynir sér ekki að þetta ástand fer í taugarnar á honum. Sjá einnig: Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum „Ég er orðinn mjög pirraður á þessu því þetta er búið að standa yfir allt of lengi. Það versta fyrir íþróttamann er að vera meiddur og þetta er ógeðslega leiðinlegt. Annað hvort í spesæfingum eða horfa á hina æfa. Það fer í hausinn á manni en ég reyni að tækla þetta eins vel og ég get. Þessi meiðsli eru búin að vera að plaga mig síðan í byrjun nóvember.“ Íslenska liðið æfir aftur í dag og eftir æfingu dagsins ætti að koma í ljós hvort Aron verði klár í fyrsta leik gegn Spánverjum eður ei.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira
Þegar aðeins einn dagur er í að Ísland hefji leik á heimsmeistaramótinu í Frakklandi er enn óvissa um hverjir séu að fara að spila fyrir liðið. Stærsta spurningamerkið er auðvitað stjarna liðsins, Aron Pálmarsson, en hann er þó kominn til Frakklands og æfði með liðinu í gær. Vignir Svavarsson er enn á Íslandi veikur og Stefán Rafn Sigurmannsson kom til Frakklands vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. Stríðsjálkarnir Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson virðast þó vera klárir í bátana. „Ég er búinn með eina æfingu hérna þar sem ég beitti mér svona 70-80 prósent. Þetta gekk svona allt í lagi. Sumt var í lagi en ég var verri í ákveðnum hreyfingum. Ég fékk svo sprautu fyrir um viku síðan og við erum að bíða eftir að virknin í henni „kikki“ almennilega inn,“ sagði Aron eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í gær en hann segist vera í kappi við tímann og ómögulegt að segja hvernig hans mál endi. Sjá einnig: Aron: Ég er í kappi við tímann „Kannski verð ég miklu betri á morgun og svo kannski ekki. Ég vonast eftir hinu besta. Ég er svipaður og ég var eftir æfingar síðast en öðruvísi samt út af sprautunni. Vonandi skilar sprautan sínu og það heldur bjartsýninni gangandi.“ Það þarf auðvitað ekkert að fjölyrða um mikilvægi Arons í íslenska liðinu. Hann er besti leikmaður liðsins og það yrði gríðarlegt högg ef hann spilar ekki. Kemur til greina að hann sleppi fyrstu leikjunum og komi svo inn jafnvel um miðja riðlakeppnina? „Það er auðvitað möguleiki að sleppa fyrsta eða jafnvel tveim fyrstu. Á meðan möguleikinn er fyrir hendi að ég geti spilað þá mun ég vera hérna. Ef ég verð ekki orðinn nógu góður fyrir þriðja eða fjórða leik þá hef ég ekkert að gera hérna. Það er erfitt að segja eitthvað því ég veit svo lítið sjálfur. Þetta er bara bið,“ segir Aron og það leynir sér ekki að þetta ástand fer í taugarnar á honum. Sjá einnig: Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum „Ég er orðinn mjög pirraður á þessu því þetta er búið að standa yfir allt of lengi. Það versta fyrir íþróttamann er að vera meiddur og þetta er ógeðslega leiðinlegt. Annað hvort í spesæfingum eða horfa á hina æfa. Það fer í hausinn á manni en ég reyni að tækla þetta eins vel og ég get. Þessi meiðsli eru búin að vera að plaga mig síðan í byrjun nóvember.“ Íslenska liðið æfir aftur í dag og eftir æfingu dagsins ætti að koma í ljós hvort Aron verði klár í fyrsta leik gegn Spánverjum eður ei.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira