Hörpuholan Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. apríl 2017 07:00 Það er víst orðið of seint að fylla upp í ginnungagapið við hlið Hörpu. Þetta sár sem öskrar á alla ferðamenn sem vilja njóta útsýnisins á 5. hæð tónlistarhússins fagra. Best væri ef hægt væri að fylla upp í holuna, malbika yfir og byggja körfuboltavöll og garð fyrir hjólabretti. Þeir sem búa yfir fimi á brettinu hafa reglulega haldið til nálægt Hörpu. Það væri náttúruleg og eðlileg þróun að veita þeim varanlegan viðverurétt svo þeir geti speglað sig í listaverki Ólafs Elíassonar á meðan þeir gera „ollie“ eða aðrar kúnstir á sandpappírsþöktum viði. Ginnungagap samkvæmt norrænni goðafræði er hið mikla gap eða frumrýmið fyrir tilurð heimsins. Þess vegna er það auðvitað helber dónaskapur að klína slíku hugtaki á sárið við Hörpu. Þetta er bara mjög ljót hola sem hefur staðið allt of lengi. Engar haldbærar skýringar hafa fengist á því hvers vegna meirihlutinn í borginni lét það viðgangast svona lengi að verktakarnir drægju lappirnar. Þetta skrifast víst á flækjustigið. Þótt sá grunur læðist að mörgum að kjörnir fulltrúar hafi of lengi sýnt því þolinmæði að verktakarnir séu annaðhvort með lata lögfræðinga eða eigi einfaldlega ekki nógu mikla peninga til að láta verkefnið ganga hraðar. Hver sem skýringin er þá eru þeir sem standa að þessu verkefni sjálfir of feimnir til að veita trúverðug svör við seinaganginum. Þarna mun rísa enn eitt hótelið. Við skulum vona að allar áætlanir um vöxt ferðaþjónustunnar haldi svo þetta glæsihótel standi ekki tómt í fyllingu tímans sem minnisvarði um of mikla bjartsýni. Eins og staðan er núna er ekki vísbending um annað en að hvert einasta herbergi verði fullt frá fyrsta degi. Sem er afar ánægjulegt. Það er ólíklegt að Hörpuholan verði gerð að einhverju aðalatriði í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Líklega munu einhverjir gera tilraun til þess að gefa borgarstjóra pungspark með því að benda á holuna en hún verður ekki aðalatriði máls. Í kosningunum verður tekist á um hugmyndafræði. Tekist verður á um hvort Reykvíkingar vilji búa í borg eða sveit þorpa þar sem ríkustu fimm prósentin búa í glæsihöllum lengst frá kjarnanum innan um tekjulága nágranna sem þurfa að keyra lengi til að komast í vinnuna. Sú stefna að loka sárum og þétta byggð mun í fyllingu tímans auka verðmæti Reykjavíkur sem borgar. Ef vel tekst til mun Reykjavík standa undir nafni sem alþjóðleg borg á pari við Kaupmannahöfn og Stokkhólm. Óháð samanburði við þessar borgir mun Reykjavík jafnast á við það besta í heiminum og halda sínum sterku sérkennum. Þess vegna var það rétt ákvörðun að þétta byggð þótt það hafi tekið of langan tíma. Og þótt andúð núverandi meirihluta á einkabílnum hafi gargað á bíleigendur hér og þar um allt sveitarfélagið stærstan hluta kjörtímabilsins þá ættu kosningarnar á næsta ári ekki að snúast um það. Þær ættu að snúast um hvort Reykvíkingar vilji búa í borg eða sveit lítilla þorpa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun
Það er víst orðið of seint að fylla upp í ginnungagapið við hlið Hörpu. Þetta sár sem öskrar á alla ferðamenn sem vilja njóta útsýnisins á 5. hæð tónlistarhússins fagra. Best væri ef hægt væri að fylla upp í holuna, malbika yfir og byggja körfuboltavöll og garð fyrir hjólabretti. Þeir sem búa yfir fimi á brettinu hafa reglulega haldið til nálægt Hörpu. Það væri náttúruleg og eðlileg þróun að veita þeim varanlegan viðverurétt svo þeir geti speglað sig í listaverki Ólafs Elíassonar á meðan þeir gera „ollie“ eða aðrar kúnstir á sandpappírsþöktum viði. Ginnungagap samkvæmt norrænni goðafræði er hið mikla gap eða frumrýmið fyrir tilurð heimsins. Þess vegna er það auðvitað helber dónaskapur að klína slíku hugtaki á sárið við Hörpu. Þetta er bara mjög ljót hola sem hefur staðið allt of lengi. Engar haldbærar skýringar hafa fengist á því hvers vegna meirihlutinn í borginni lét það viðgangast svona lengi að verktakarnir drægju lappirnar. Þetta skrifast víst á flækjustigið. Þótt sá grunur læðist að mörgum að kjörnir fulltrúar hafi of lengi sýnt því þolinmæði að verktakarnir séu annaðhvort með lata lögfræðinga eða eigi einfaldlega ekki nógu mikla peninga til að láta verkefnið ganga hraðar. Hver sem skýringin er þá eru þeir sem standa að þessu verkefni sjálfir of feimnir til að veita trúverðug svör við seinaganginum. Þarna mun rísa enn eitt hótelið. Við skulum vona að allar áætlanir um vöxt ferðaþjónustunnar haldi svo þetta glæsihótel standi ekki tómt í fyllingu tímans sem minnisvarði um of mikla bjartsýni. Eins og staðan er núna er ekki vísbending um annað en að hvert einasta herbergi verði fullt frá fyrsta degi. Sem er afar ánægjulegt. Það er ólíklegt að Hörpuholan verði gerð að einhverju aðalatriði í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Líklega munu einhverjir gera tilraun til þess að gefa borgarstjóra pungspark með því að benda á holuna en hún verður ekki aðalatriði máls. Í kosningunum verður tekist á um hugmyndafræði. Tekist verður á um hvort Reykvíkingar vilji búa í borg eða sveit þorpa þar sem ríkustu fimm prósentin búa í glæsihöllum lengst frá kjarnanum innan um tekjulága nágranna sem þurfa að keyra lengi til að komast í vinnuna. Sú stefna að loka sárum og þétta byggð mun í fyllingu tímans auka verðmæti Reykjavíkur sem borgar. Ef vel tekst til mun Reykjavík standa undir nafni sem alþjóðleg borg á pari við Kaupmannahöfn og Stokkhólm. Óháð samanburði við þessar borgir mun Reykjavík jafnast á við það besta í heiminum og halda sínum sterku sérkennum. Þess vegna var það rétt ákvörðun að þétta byggð þótt það hafi tekið of langan tíma. Og þótt andúð núverandi meirihluta á einkabílnum hafi gargað á bíleigendur hér og þar um allt sveitarfélagið stærstan hluta kjörtímabilsins þá ættu kosningarnar á næsta ári ekki að snúast um það. Þær ættu að snúast um hvort Reykvíkingar vilji búa í borg eða sveit lítilla þorpa.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun