Gests augað Stjórnarmaðurinn skrifar 27. ágúst 2017 10:30 Bandaríska stórblaðið Wall Street Journal birti á dögunum umfjöllun um túristaundrið. Niðurstaðan er sú að ferðamennskan, sem eftir hrun hafi bjargað íslensku þjóðinni, sé nú við það að sliga hana. Ástæðurnar sem blaðið tíundar þekkjum við öll. Fjöldi ferðamanna hafi fimmfaldast síðan 2010. Stjórnvöld hafi á meðan setið allt að því aðgerðarlaus hjá og innviðir á borð við vegi og opinberar stofnanir ráði ekki neitt við neitt. Venjulegir Íslendingar þurfi að takast á við húsnæðisskort, okurleigu og rusl sem ferðamennirnir skilji eftir sig. Einnig kemur fram að verðlag hér á landi sé með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Þar ráði gjaldmiðillinn mestu. Hagvöxtur á síðasta ári var yfir 7% og atvinnuleysi rétt ríflega 2%. Hvergi í þeim löndum sem við berum okkur saman við er að finna sambærilegar tölur. Þetta hafi valdið mikilli styrkingu krónunnar. Einn viðmælenda blaðsins lætur hafa eftir sér að það hafi verið „áhugavert“ að borga fimm dali fyrir venjulegt, uppáhellt kaffi. Seðlabankastjóri segir að þessi mikli vöxtur sé vissulega „óþægilegur“, en telur að hagkerfið sé langt frá því að ofhitna. Hvað sem því líður markar þessi grein þáttaskil. Blaðamenn og aðrir eru farnir að sjá Ísland öðrum augum. Kannski er nýjabrumið aðeins að fara af Íslandi? Þegar ferðast er um landið styrkist þessi skoðun. Víða hefur tekist vel til í uppbyggingu ferðaþjónustunnar, en annars staðar er engu líkara en að nýtt gullgrafaraæði sé gengið í garð. Á Suðurlandinu verður vart þverfótað fyrir rútum sem taka túristana á sömu, gömlu staðina. Við Mývatn er illa bökuð pitsa seld á fjögur þúsund úr kofaskrifli. Hringinn kringum landið er ólystugur matur seldur á uppsprengdu verði úr vegasjoppum. Nótt á Edduhóteli kostar svipað og gisting á lúxushóteli í stórborg. Oft hefur heyrst frá talsmönnum ferðaþjónustunnar að stjórnvöld hafi ekki staðið sig sem skyldi í uppbyggingu innviða fyrir ferðaþjónustuna. Væri ekki rétt ef þeir sem starfa í greininni litu sér nær? Okurverðlag, sem vissulega er að stærstu leyti afleiðing gjaldmiðilsins, er sennilega þegar allt kemur til alls stærsta ógnin sem steðjar að ferðaþjónustu á Íslandi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Bandaríska stórblaðið Wall Street Journal birti á dögunum umfjöllun um túristaundrið. Niðurstaðan er sú að ferðamennskan, sem eftir hrun hafi bjargað íslensku þjóðinni, sé nú við það að sliga hana. Ástæðurnar sem blaðið tíundar þekkjum við öll. Fjöldi ferðamanna hafi fimmfaldast síðan 2010. Stjórnvöld hafi á meðan setið allt að því aðgerðarlaus hjá og innviðir á borð við vegi og opinberar stofnanir ráði ekki neitt við neitt. Venjulegir Íslendingar þurfi að takast á við húsnæðisskort, okurleigu og rusl sem ferðamennirnir skilji eftir sig. Einnig kemur fram að verðlag hér á landi sé með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Þar ráði gjaldmiðillinn mestu. Hagvöxtur á síðasta ári var yfir 7% og atvinnuleysi rétt ríflega 2%. Hvergi í þeim löndum sem við berum okkur saman við er að finna sambærilegar tölur. Þetta hafi valdið mikilli styrkingu krónunnar. Einn viðmælenda blaðsins lætur hafa eftir sér að það hafi verið „áhugavert“ að borga fimm dali fyrir venjulegt, uppáhellt kaffi. Seðlabankastjóri segir að þessi mikli vöxtur sé vissulega „óþægilegur“, en telur að hagkerfið sé langt frá því að ofhitna. Hvað sem því líður markar þessi grein þáttaskil. Blaðamenn og aðrir eru farnir að sjá Ísland öðrum augum. Kannski er nýjabrumið aðeins að fara af Íslandi? Þegar ferðast er um landið styrkist þessi skoðun. Víða hefur tekist vel til í uppbyggingu ferðaþjónustunnar, en annars staðar er engu líkara en að nýtt gullgrafaraæði sé gengið í garð. Á Suðurlandinu verður vart þverfótað fyrir rútum sem taka túristana á sömu, gömlu staðina. Við Mývatn er illa bökuð pitsa seld á fjögur þúsund úr kofaskrifli. Hringinn kringum landið er ólystugur matur seldur á uppsprengdu verði úr vegasjoppum. Nótt á Edduhóteli kostar svipað og gisting á lúxushóteli í stórborg. Oft hefur heyrst frá talsmönnum ferðaþjónustunnar að stjórnvöld hafi ekki staðið sig sem skyldi í uppbyggingu innviða fyrir ferðaþjónustuna. Væri ekki rétt ef þeir sem starfa í greininni litu sér nær? Okurverðlag, sem vissulega er að stærstu leyti afleiðing gjaldmiðilsins, er sennilega þegar allt kemur til alls stærsta ógnin sem steðjar að ferðaþjónustu á Íslandi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira