Burt með frítekjumarkið og það strax Erna Indriðadóttir skrifar 5. september 2017 07:00 Eldra fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur sem býr við mismunandi aðstæður. Engu að síður er það staðreynd að um 60% þeirra sem eru 67 ára og eldri, eru með mánaðartekjur undir 350 þúsundum á mánuði, fyrir skatt.Fólki nánast meinað að vinna Þetta eru ekki háar tekjur og til að bæta gráu ofan á svart er þessum hópi nánast meinað að vinna og afla sér aukatekna til að drýgja mánaðarlaunin. Þeir sem gera það, sitja uppi með að þurfa að borga 60-73% í jaðarskatt af viðbótartekjunum og jafnvel meira. Þeir halda kannski ekki eftir nema 27 þúsund krónum, vinni þeir sér inn 100 þúsund krónur. Það er því ekki skrítið að fólk hugsi sig um tvisvar bjóðist því hlutastarf eftir að það er komið á eftirlaun. Þó fólki þyki gaman að vinna er það ekki tilbúið að gera það fyrir nánast ekki neitt.Frítekjumark vegna viðbótartekna Þeir sem eru á vinnumarkaðinum borga venjulegan skatt af þeim viðbótartekjum sem þeir kunna að afla sér fyrir utan sína föstu vinnu. En fyrir eldra fólk gilda svokölluð „frítekjumörk“. Þau eru samanlagt 25.000 á mánuði fyrir launatekjur, vaxtatekjur og lífeyristekjur. Sem þýðir að menn mega hafa 25.000 krónur í viðbótartekjur á mánuði áður en það fer að lækka heildarlaunin. Hafi þeir lífeyristekjur eða fjármagnstekjur umfram 25.000 krónur byrja atvinnutekjurnar strax að skerðast. Allt sem er umfram lækkar ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun ríkisins.Eiga að búa við sömu skattlagningu og aðrir Á sama tíma vantar vinnandi hendur í landinu. Nýjustu fréttir herma að það vanti til dæmis starfsfólk á frístundaheimilin á höfuðborgarsvæðinu. Það er almennt viðurkennt að eldra fólk hefur gott af því að vinna eins lengi og það vill og getur. Það eykur veltuna í samfélaginu og bætir heilsu eldra fólks. Þannig sparast útgjöld ríkisins til heilbrigðismála og það fær líka meiri virðisaukaskatt í kassann. Ríkisstjórnin hyggst hækka frítekjumörkin fyrir atvinnutekjur í 100.000 krónur á fimm árum. Það er vissulega góður ásetningur, en það verður að afnema þessi frítekjumörk og það strax. Eldra fólk á að búa við sömu skattlagningu og aðrir sem vinna sér inn aukatekjur.Eru allar bjargir bannaðar Ef þeir sem hafa þessi lágu eftirlaun vilja selja eignir eins og til dæmis sumarbústað, til að drýgja tekjurnar, er þeim nánast gert það ókleift líka. Hjón sem seldu sumarbústaðinn sinn misstu þannig allan ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun. Þannig eru þessum hópi allar bjargir bannaðar. Hann má hvorki afla sér viðbótartekna né selja eignir. Þeir sem eiga sitt eigið húsnæði geta skrimt af hinum lága ellilífeyri, en Guð hjálpi þeim sem eru á leigumarkaðinum. Ekki gera stjórnvöld það. Höfundur er varaformaður FEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eldra fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur sem býr við mismunandi aðstæður. Engu að síður er það staðreynd að um 60% þeirra sem eru 67 ára og eldri, eru með mánaðartekjur undir 350 þúsundum á mánuði, fyrir skatt.Fólki nánast meinað að vinna Þetta eru ekki háar tekjur og til að bæta gráu ofan á svart er þessum hópi nánast meinað að vinna og afla sér aukatekna til að drýgja mánaðarlaunin. Þeir sem gera það, sitja uppi með að þurfa að borga 60-73% í jaðarskatt af viðbótartekjunum og jafnvel meira. Þeir halda kannski ekki eftir nema 27 þúsund krónum, vinni þeir sér inn 100 þúsund krónur. Það er því ekki skrítið að fólk hugsi sig um tvisvar bjóðist því hlutastarf eftir að það er komið á eftirlaun. Þó fólki þyki gaman að vinna er það ekki tilbúið að gera það fyrir nánast ekki neitt.Frítekjumark vegna viðbótartekna Þeir sem eru á vinnumarkaðinum borga venjulegan skatt af þeim viðbótartekjum sem þeir kunna að afla sér fyrir utan sína föstu vinnu. En fyrir eldra fólk gilda svokölluð „frítekjumörk“. Þau eru samanlagt 25.000 á mánuði fyrir launatekjur, vaxtatekjur og lífeyristekjur. Sem þýðir að menn mega hafa 25.000 krónur í viðbótartekjur á mánuði áður en það fer að lækka heildarlaunin. Hafi þeir lífeyristekjur eða fjármagnstekjur umfram 25.000 krónur byrja atvinnutekjurnar strax að skerðast. Allt sem er umfram lækkar ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun ríkisins.Eiga að búa við sömu skattlagningu og aðrir Á sama tíma vantar vinnandi hendur í landinu. Nýjustu fréttir herma að það vanti til dæmis starfsfólk á frístundaheimilin á höfuðborgarsvæðinu. Það er almennt viðurkennt að eldra fólk hefur gott af því að vinna eins lengi og það vill og getur. Það eykur veltuna í samfélaginu og bætir heilsu eldra fólks. Þannig sparast útgjöld ríkisins til heilbrigðismála og það fær líka meiri virðisaukaskatt í kassann. Ríkisstjórnin hyggst hækka frítekjumörkin fyrir atvinnutekjur í 100.000 krónur á fimm árum. Það er vissulega góður ásetningur, en það verður að afnema þessi frítekjumörk og það strax. Eldra fólk á að búa við sömu skattlagningu og aðrir sem vinna sér inn aukatekjur.Eru allar bjargir bannaðar Ef þeir sem hafa þessi lágu eftirlaun vilja selja eignir eins og til dæmis sumarbústað, til að drýgja tekjurnar, er þeim nánast gert það ókleift líka. Hjón sem seldu sumarbústaðinn sinn misstu þannig allan ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun. Þannig eru þessum hópi allar bjargir bannaðar. Hann má hvorki afla sér viðbótartekna né selja eignir. Þeir sem eiga sitt eigið húsnæði geta skrimt af hinum lága ellilífeyri, en Guð hjálpi þeim sem eru á leigumarkaðinum. Ekki gera stjórnvöld það. Höfundur er varaformaður FEB.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun