Drungaleg stikla úr hrollvekjunni Rökkur Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2017 16:45 Þessi mynd verður ekki fyrir viðkvæma. Rökkur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu á Íslandi þann 27. október næstkomandi. Vísir frumsýnir ú dag nýja stiklu fyrir íslensku hrollvekjuna Rökkur en hún tekur þátt á kvikmyndahátíðunum Fantastic Fest, í Austin, Texas, og BFI London Film Festival. Rökkur var frumsýnd fyrr í ár á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem lokamynd hátíðarinnar, og var fyrst sýnd í Norður-Ameríku á Outfest hátíðinni í Los Angeles þar sem hún vann verðlaun fyrir listrænt afrek. Samtals hafa tuttugu kvikmyndahátíðir sýnt myndina eða staðfest sýningar, og von er á fleirum með haustinu og vetrinum. Rökkur segir frá Gunnari, sem fær símhringingu um miðja nótt frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hæddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp á Snæfellsnes þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér. Þeir eru ekki einir. Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Aðalbjörg Árnadóttir fara með aðalhlutverk í myndinni, ásamt Guðmundi Ólafssyni, Jóhanni Kristófer Stefánssyni og Önnu Evu Steindórsdóttur. Búi Baldvinsson, Baldvin Kári Sveinbjörnsson og Erlingur Óttar Thoroddsen framleiddu, en Erlingur skrifaði einnig handritið og leikstýrði myndinni. Dreifingaraðilinn Breaking Glass Pictures hefur tekið að sér dreifingu á myndinni í Bandaríkjunum og mun hún koma út þar í kvikmyndahúsum og á stafrænum miðlum í lok ársins. Hér að neðan má sjá nýja stiklu úr kvikmyndinni Rökkur. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Rökkur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu á Íslandi þann 27. október næstkomandi. Vísir frumsýnir ú dag nýja stiklu fyrir íslensku hrollvekjuna Rökkur en hún tekur þátt á kvikmyndahátíðunum Fantastic Fest, í Austin, Texas, og BFI London Film Festival. Rökkur var frumsýnd fyrr í ár á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem lokamynd hátíðarinnar, og var fyrst sýnd í Norður-Ameríku á Outfest hátíðinni í Los Angeles þar sem hún vann verðlaun fyrir listrænt afrek. Samtals hafa tuttugu kvikmyndahátíðir sýnt myndina eða staðfest sýningar, og von er á fleirum með haustinu og vetrinum. Rökkur segir frá Gunnari, sem fær símhringingu um miðja nótt frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hæddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp á Snæfellsnes þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér. Þeir eru ekki einir. Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Aðalbjörg Árnadóttir fara með aðalhlutverk í myndinni, ásamt Guðmundi Ólafssyni, Jóhanni Kristófer Stefánssyni og Önnu Evu Steindórsdóttur. Búi Baldvinsson, Baldvin Kári Sveinbjörnsson og Erlingur Óttar Thoroddsen framleiddu, en Erlingur skrifaði einnig handritið og leikstýrði myndinni. Dreifingaraðilinn Breaking Glass Pictures hefur tekið að sér dreifingu á myndinni í Bandaríkjunum og mun hún koma út þar í kvikmyndahúsum og á stafrænum miðlum í lok ársins. Hér að neðan má sjá nýja stiklu úr kvikmyndinni Rökkur.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira